Sagður hafa reynt að fá Trump til að íhuga að viðurkenna ósigur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2020 08:43 Jared Kushner (t.v.) er sagður hafa reynt að fá Trump forseta til að íhuga að viðurkenna ósigur í kosningunum. Í gær var staðfest að Joe Biden hefði borið sigurorð af forsetanum. Win McNamee/Getty Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og háttsettur ráðgjafi innan herbúða hans, hefur rætt við forsetann um möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. Frá þessu greinir CNN og vísar til tveggja heimildarmanna. Hingað til hefur ekkert bent til þess að Trump sé tilbúinn að viðurkenna ósigur, sem varð ljós í gær eftir að Joe Biden vann sigur í lykilríkinu Pennsylvaníu og tryggði sér þannig þann fjölda kjörmanna sem þarf til þess að standa uppi sem sigurvegar í kosningunum. Í yfirlýsingu sem forsetinn gaf út skömmu eftir að sigurinn varð ljós sagði forsetinn að Biden hefði „drifið sig að segjast ranglega vera sigurvegari kosninganna.“ Sagði hann einnig að kosningarnar væru „langt frá því að vera búnar.“ „Ég mun ekki hvílast fyrr en bandaríska þjóðin hefur fengið þá talningu atkvæða sem hún á skilið og lýðræðið krefst,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur einnig fram að barátta framboðs forsetans í dómssölum, sem háð verður með það fyrir augum að halda honum í embætti, hefjist á morgun, mánudag. Hvorki Trump né nokkur á hans bandi hefur fært sönnur fyrir háværum og ítrekuðum ásökunum um kosningasvindl, svik, eða nokkru öðru vafasömu í tengslum við framkvæmd kosninganna. Hefð sem hefur ekki lagaleg áhrif Hefð hefur verið fyrir því að sá forsetaframbjóðandi hefur þurft að lúta í gras setji sig í samband við sigurvegarann þegar úrslitin eru ljós, viðurkenni ósigur og óski mótframbjóðandanum til hamingju með sigurinn. Þetta hefur Trump ekki gert. Það að hann viðurkenni ekki ósigur hefur þó ekki áhrif á úrslit kosninganna á nokkurn hátt, né þau stjórnarskipti sem fara fram 20. janúar næstkomandi. Ryan Nobles, fréttamaður CNN, greinir frá því að lítið hafi heyrst frá Hvíta húsinu í tengslum við málið, fyrir utan það að Kushner, sem er einn þeirra ráðgjafa sem Trump hefur reitt sig hvað mest á, hafi rætt málið við forsetann og muni mögulega halda áfram að reyna að fá forsetann til að íhuga þann möguleika að viðurkenna ósigur. Þá segir Kate Bedingfield, settur kosningastjóri Biden-framboðsins, að engin samskipti hefðu átt sér stað milli herbúða Trumps forseta og Bidens, nýkjörins forseta, eftir að úrslitin voru ljós. Fyrir kosningar neitaði Trump raunar að gefa upp hvort hann myndi viðurkenna úrslit kosninganna, færi svo að honum mislíkaði þau. Í júlí á þessu ári var forsetinn spurður hvort hann myndi viðurkenna ósigur, en sagðist ekki vilja staðfesta neitt slíkt. „Ég verð að sjá til. Ég ætla ekki bara að svara játandi. Ég ætla heldur ekki að svara neitandi, ég gerði það ekki heldur síðast,“ sagði Trump þá, og vísaði til þess að hann hefði ekki gefið út neinar yfirlýsingar af þessum meiði fyrir kosningarnar 2016, sem hann vann. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir „Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22 Telur að kærur Trump muni ekki breyta niðurstöðu kosninganna „Hvað sem Trump segir núna um að hann vilji kæra útkomur og þess háttar þá er ólíklegt að það muni gera neitt til að breyta niðurstöðu kosninganna. Þær liggja fyrir.“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 7. nóvember 2020 19:30 Trump viðurkennir ekki ósigur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst ekki viðurkenna ósigur í forsetakosningum ytra þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi lýst Biden sem sigurvegara eftir að sá síðarnefndi rauf 270 kjörmanna múrinn síðdegis í dag. 7. nóvember 2020 18:09 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og háttsettur ráðgjafi innan herbúða hans, hefur rætt við forsetann um möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. Frá þessu greinir CNN og vísar til tveggja heimildarmanna. Hingað til hefur ekkert bent til þess að Trump sé tilbúinn að viðurkenna ósigur, sem varð ljós í gær eftir að Joe Biden vann sigur í lykilríkinu Pennsylvaníu og tryggði sér þannig þann fjölda kjörmanna sem þarf til þess að standa uppi sem sigurvegar í kosningunum. Í yfirlýsingu sem forsetinn gaf út skömmu eftir að sigurinn varð ljós sagði forsetinn að Biden hefði „drifið sig að segjast ranglega vera sigurvegari kosninganna.“ Sagði hann einnig að kosningarnar væru „langt frá því að vera búnar.“ „Ég mun ekki hvílast fyrr en bandaríska þjóðin hefur fengið þá talningu atkvæða sem hún á skilið og lýðræðið krefst,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur einnig fram að barátta framboðs forsetans í dómssölum, sem háð verður með það fyrir augum að halda honum í embætti, hefjist á morgun, mánudag. Hvorki Trump né nokkur á hans bandi hefur fært sönnur fyrir háværum og ítrekuðum ásökunum um kosningasvindl, svik, eða nokkru öðru vafasömu í tengslum við framkvæmd kosninganna. Hefð sem hefur ekki lagaleg áhrif Hefð hefur verið fyrir því að sá forsetaframbjóðandi hefur þurft að lúta í gras setji sig í samband við sigurvegarann þegar úrslitin eru ljós, viðurkenni ósigur og óski mótframbjóðandanum til hamingju með sigurinn. Þetta hefur Trump ekki gert. Það að hann viðurkenni ekki ósigur hefur þó ekki áhrif á úrslit kosninganna á nokkurn hátt, né þau stjórnarskipti sem fara fram 20. janúar næstkomandi. Ryan Nobles, fréttamaður CNN, greinir frá því að lítið hafi heyrst frá Hvíta húsinu í tengslum við málið, fyrir utan það að Kushner, sem er einn þeirra ráðgjafa sem Trump hefur reitt sig hvað mest á, hafi rætt málið við forsetann og muni mögulega halda áfram að reyna að fá forsetann til að íhuga þann möguleika að viðurkenna ósigur. Þá segir Kate Bedingfield, settur kosningastjóri Biden-framboðsins, að engin samskipti hefðu átt sér stað milli herbúða Trumps forseta og Bidens, nýkjörins forseta, eftir að úrslitin voru ljós. Fyrir kosningar neitaði Trump raunar að gefa upp hvort hann myndi viðurkenna úrslit kosninganna, færi svo að honum mislíkaði þau. Í júlí á þessu ári var forsetinn spurður hvort hann myndi viðurkenna ósigur, en sagðist ekki vilja staðfesta neitt slíkt. „Ég verð að sjá til. Ég ætla ekki bara að svara játandi. Ég ætla heldur ekki að svara neitandi, ég gerði það ekki heldur síðast,“ sagði Trump þá, og vísaði til þess að hann hefði ekki gefið út neinar yfirlýsingar af þessum meiði fyrir kosningarnar 2016, sem hann vann.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir „Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22 Telur að kærur Trump muni ekki breyta niðurstöðu kosninganna „Hvað sem Trump segir núna um að hann vilji kæra útkomur og þess háttar þá er ólíklegt að það muni gera neitt til að breyta niðurstöðu kosninganna. Þær liggja fyrir.“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 7. nóvember 2020 19:30 Trump viðurkennir ekki ósigur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst ekki viðurkenna ósigur í forsetakosningum ytra þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi lýst Biden sem sigurvegara eftir að sá síðarnefndi rauf 270 kjörmanna múrinn síðdegis í dag. 7. nóvember 2020 18:09 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
„Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22
Telur að kærur Trump muni ekki breyta niðurstöðu kosninganna „Hvað sem Trump segir núna um að hann vilji kæra útkomur og þess háttar þá er ólíklegt að það muni gera neitt til að breyta niðurstöðu kosninganna. Þær liggja fyrir.“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 7. nóvember 2020 19:30
Trump viðurkennir ekki ósigur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst ekki viðurkenna ósigur í forsetakosningum ytra þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi lýst Biden sem sigurvegara eftir að sá síðarnefndi rauf 270 kjörmanna múrinn síðdegis í dag. 7. nóvember 2020 18:09