Tíu andlát tengjast hópsýkingunni á Landakoti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 09:37 Landakotspítali Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Tíu þeirra þrettán andláta sem hafa orðið á Landspítala vegna Covid-19 í þeirri bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir tengjast hópsýkingu sem kom upp á Landakoti sem kom upp þann 22. október síðastliðinn. Þetta kemur fram í svari Landspítalans við fyrirspurn fréttastofu. Tugir starfsmanna Landakots og sjúklingar smituðust í hópsýkingunni sem talið er að hafi komið inn með starfsmönnum þann 12. október. Alls hafa 23 látist vegna Covid-19 hér á landi síðan faraldurinn hófst í lok febrúar. Tíu létust í fyrstu bylgjunni og þrettán í bylgjunni sem nú gengur yfir eins og áður segir. Í fyrirspurn fréttastofu til spítalans var einnig spurt út í reglur og verkferla varðandi það að leyfa aðstandendum sjúklinga að vera við dánarbeðið. Þá var spurt hvernig það hefði gengið og hvort allir hafi getað kvatt ástvin sinn. Í svari spítalans segir að heimsóknir séu almennt heimilar á Landspítala að uppfylltum hefðbundnum takmörkunum vegna sóttvarna. Það er til að mynda grímuskylda, virða þarf fjarlægðarmörk, passa upp á handhreinsun og/eða sprittun og gestir verða að vera án einkenna sem geta samsvarað Covid-19. Heimsóknir á Covid-19-deildir eru hins vegar ekki heimilar nema í undantekningartilvikum, þá meðal annars þegar ástvina er vitjað á dánarbeð eða ef sérstakar aðstæður skapstæður skapast hjá sjúklingi eða fjölskyldu, að því er segir í svari spítalans. „Þá eru gestir búnir upp í hlífðarbúnað og fá sérstaka aðstoð við það og leiðbeiningar. Þá hefur einnig komið til þess að COVID-19 smitaðir einstaklingar hafa komið á spítalann til að kveðja ástvini og eru þá sömuleiðis sérstakar og strangar sóttvarnir viðhafðar. Það er sjúklingum og ástvinum mikilvægt að njóta samveru á erfiðum stundum og Landspítali hefur lagt sig fram við að mæta þeim þörfum, eftir því sem frekast er unnt,“ segir í svari Landspítalans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Tíu þeirra þrettán andláta sem hafa orðið á Landspítala vegna Covid-19 í þeirri bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir tengjast hópsýkingu sem kom upp á Landakoti sem kom upp þann 22. október síðastliðinn. Þetta kemur fram í svari Landspítalans við fyrirspurn fréttastofu. Tugir starfsmanna Landakots og sjúklingar smituðust í hópsýkingunni sem talið er að hafi komið inn með starfsmönnum þann 12. október. Alls hafa 23 látist vegna Covid-19 hér á landi síðan faraldurinn hófst í lok febrúar. Tíu létust í fyrstu bylgjunni og þrettán í bylgjunni sem nú gengur yfir eins og áður segir. Í fyrirspurn fréttastofu til spítalans var einnig spurt út í reglur og verkferla varðandi það að leyfa aðstandendum sjúklinga að vera við dánarbeðið. Þá var spurt hvernig það hefði gengið og hvort allir hafi getað kvatt ástvin sinn. Í svari spítalans segir að heimsóknir séu almennt heimilar á Landspítala að uppfylltum hefðbundnum takmörkunum vegna sóttvarna. Það er til að mynda grímuskylda, virða þarf fjarlægðarmörk, passa upp á handhreinsun og/eða sprittun og gestir verða að vera án einkenna sem geta samsvarað Covid-19. Heimsóknir á Covid-19-deildir eru hins vegar ekki heimilar nema í undantekningartilvikum, þá meðal annars þegar ástvina er vitjað á dánarbeð eða ef sérstakar aðstæður skapstæður skapast hjá sjúklingi eða fjölskyldu, að því er segir í svari spítalans. „Þá eru gestir búnir upp í hlífðarbúnað og fá sérstaka aðstoð við það og leiðbeiningar. Þá hefur einnig komið til þess að COVID-19 smitaðir einstaklingar hafa komið á spítalann til að kveðja ástvini og eru þá sömuleiðis sérstakar og strangar sóttvarnir viðhafðar. Það er sjúklingum og ástvinum mikilvægt að njóta samveru á erfiðum stundum og Landspítali hefur lagt sig fram við að mæta þeim þörfum, eftir því sem frekast er unnt,“ segir í svari Landspítalans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira