Maðurinn sem átti að leiða lögfræðiherferð Trumps greindist með veiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. nóvember 2020 22:12 Bossie greindist með kórónuveiruna á föstudaginn. Darren McCollester/Getty David Bossie, maðurinn sem var valinn til þess að leiða lögfræðiherferð framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta með það fyrir augum að sanna ásakanir um víðtækt kosningasvindl og tryggja forsetanum áframhaldandi setu í embætti, hefur greinst með Covid-19. Bossie er stjórnarformaður Sameinaðra borgara (e. Citizens United), íhaldssamra stjórnmálasamtaka í Bandaríkjunum. Bossie er nú í einangrun og getur því ekki tekið þátt í ferlinu sem hann var valinn til þess að leiða. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Bossie hafi greinst í gær. Bossie hefur sjálfur ekki viljað tjá sig um málið við fjölmiðla, en haft er eftir heimildarmönnum að finni aðeins til vægra einkenna Covid-19. Á miðvikudaginn greindist Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, með veiruna. Donald Trump greindist í síðasta mánuði sjálfur með kórónuveiruna, ásamt tugum öðrum sem tengjast honum. Þeirra á meðal eru Melania Trump forsetafrú og Barron, yngsti sonur þeirra. Reyna að breyta úrslitum kosninganna í dómsölum Eins og áður sagði hafði Bossie verið falið að fara fyrir teymi lögfræðinga sem undirbýr nú málsóknir vegna framkvæmdar forsetakosninganna í nokkrum ríkjum. Trump tapaði kosningunum fyrir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Kjördagur var síðastliðinn þriðjudag en úrslitin lágu ekki fyrir fyrr en á laugardag, fimm dögum síðar. Trump hefur ekki viljað viðurkenna ósigur í kosningunum. Hann hefur ítrekað haldið því fram að brögð hafi verið í tafli, og að víðtækt kosningasvindl sé ástæða þess að hann tapaði. Hvorki hann né aðrir á hans bandi hafa opinberlega lagt fram sannanir sem styðja slíkar staðhæfingar, en teymi forsetans ætlar engu að síður að láta reyna á lögmæti kosninganna fyrir rétti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Auðvelda Trump að sætta sig við tap og tryggja hollustu stuðningsmanna Markmið ásakana Donald Trumps og bandamanna hans um umfangsmikið kosningasvindl er ekki að snúa niðurstöðu forsetakosninganna. Þess í stað er þeim ætlað að tryggja forsetanum hollustu sinna helstu stuðningsmanna. 9. nóvember 2020 14:09 Sagður hafa reynt að fá Trump til að íhuga að viðurkenna ósigur Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og háttsettur ráðgjafi innan herbúða hans, hefur rætt við forsetann um möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. 8. nóvember 2020 08:43 „Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira
David Bossie, maðurinn sem var valinn til þess að leiða lögfræðiherferð framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta með það fyrir augum að sanna ásakanir um víðtækt kosningasvindl og tryggja forsetanum áframhaldandi setu í embætti, hefur greinst með Covid-19. Bossie er stjórnarformaður Sameinaðra borgara (e. Citizens United), íhaldssamra stjórnmálasamtaka í Bandaríkjunum. Bossie er nú í einangrun og getur því ekki tekið þátt í ferlinu sem hann var valinn til þess að leiða. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Bossie hafi greinst í gær. Bossie hefur sjálfur ekki viljað tjá sig um málið við fjölmiðla, en haft er eftir heimildarmönnum að finni aðeins til vægra einkenna Covid-19. Á miðvikudaginn greindist Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, með veiruna. Donald Trump greindist í síðasta mánuði sjálfur með kórónuveiruna, ásamt tugum öðrum sem tengjast honum. Þeirra á meðal eru Melania Trump forsetafrú og Barron, yngsti sonur þeirra. Reyna að breyta úrslitum kosninganna í dómsölum Eins og áður sagði hafði Bossie verið falið að fara fyrir teymi lögfræðinga sem undirbýr nú málsóknir vegna framkvæmdar forsetakosninganna í nokkrum ríkjum. Trump tapaði kosningunum fyrir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Kjördagur var síðastliðinn þriðjudag en úrslitin lágu ekki fyrir fyrr en á laugardag, fimm dögum síðar. Trump hefur ekki viljað viðurkenna ósigur í kosningunum. Hann hefur ítrekað haldið því fram að brögð hafi verið í tafli, og að víðtækt kosningasvindl sé ástæða þess að hann tapaði. Hvorki hann né aðrir á hans bandi hafa opinberlega lagt fram sannanir sem styðja slíkar staðhæfingar, en teymi forsetans ætlar engu að síður að láta reyna á lögmæti kosninganna fyrir rétti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Auðvelda Trump að sætta sig við tap og tryggja hollustu stuðningsmanna Markmið ásakana Donald Trumps og bandamanna hans um umfangsmikið kosningasvindl er ekki að snúa niðurstöðu forsetakosninganna. Þess í stað er þeim ætlað að tryggja forsetanum hollustu sinna helstu stuðningsmanna. 9. nóvember 2020 14:09 Sagður hafa reynt að fá Trump til að íhuga að viðurkenna ósigur Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og háttsettur ráðgjafi innan herbúða hans, hefur rætt við forsetann um möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. 8. nóvember 2020 08:43 „Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira
Auðvelda Trump að sætta sig við tap og tryggja hollustu stuðningsmanna Markmið ásakana Donald Trumps og bandamanna hans um umfangsmikið kosningasvindl er ekki að snúa niðurstöðu forsetakosninganna. Þess í stað er þeim ætlað að tryggja forsetanum hollustu sinna helstu stuðningsmanna. 9. nóvember 2020 14:09
Sagður hafa reynt að fá Trump til að íhuga að viðurkenna ósigur Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og háttsettur ráðgjafi innan herbúða hans, hefur rætt við forsetann um möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. 8. nóvember 2020 08:43
„Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22