Maðurinn sem átti að leiða lögfræðiherferð Trumps greindist með veiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. nóvember 2020 22:12 Bossie greindist með kórónuveiruna á föstudaginn. Darren McCollester/Getty David Bossie, maðurinn sem var valinn til þess að leiða lögfræðiherferð framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta með það fyrir augum að sanna ásakanir um víðtækt kosningasvindl og tryggja forsetanum áframhaldandi setu í embætti, hefur greinst með Covid-19. Bossie er stjórnarformaður Sameinaðra borgara (e. Citizens United), íhaldssamra stjórnmálasamtaka í Bandaríkjunum. Bossie er nú í einangrun og getur því ekki tekið þátt í ferlinu sem hann var valinn til þess að leiða. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Bossie hafi greinst í gær. Bossie hefur sjálfur ekki viljað tjá sig um málið við fjölmiðla, en haft er eftir heimildarmönnum að finni aðeins til vægra einkenna Covid-19. Á miðvikudaginn greindist Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, með veiruna. Donald Trump greindist í síðasta mánuði sjálfur með kórónuveiruna, ásamt tugum öðrum sem tengjast honum. Þeirra á meðal eru Melania Trump forsetafrú og Barron, yngsti sonur þeirra. Reyna að breyta úrslitum kosninganna í dómsölum Eins og áður sagði hafði Bossie verið falið að fara fyrir teymi lögfræðinga sem undirbýr nú málsóknir vegna framkvæmdar forsetakosninganna í nokkrum ríkjum. Trump tapaði kosningunum fyrir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Kjördagur var síðastliðinn þriðjudag en úrslitin lágu ekki fyrir fyrr en á laugardag, fimm dögum síðar. Trump hefur ekki viljað viðurkenna ósigur í kosningunum. Hann hefur ítrekað haldið því fram að brögð hafi verið í tafli, og að víðtækt kosningasvindl sé ástæða þess að hann tapaði. Hvorki hann né aðrir á hans bandi hafa opinberlega lagt fram sannanir sem styðja slíkar staðhæfingar, en teymi forsetans ætlar engu að síður að láta reyna á lögmæti kosninganna fyrir rétti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Auðvelda Trump að sætta sig við tap og tryggja hollustu stuðningsmanna Markmið ásakana Donald Trumps og bandamanna hans um umfangsmikið kosningasvindl er ekki að snúa niðurstöðu forsetakosninganna. Þess í stað er þeim ætlað að tryggja forsetanum hollustu sinna helstu stuðningsmanna. 9. nóvember 2020 14:09 Sagður hafa reynt að fá Trump til að íhuga að viðurkenna ósigur Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og háttsettur ráðgjafi innan herbúða hans, hefur rætt við forsetann um möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. 8. nóvember 2020 08:43 „Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
David Bossie, maðurinn sem var valinn til þess að leiða lögfræðiherferð framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta með það fyrir augum að sanna ásakanir um víðtækt kosningasvindl og tryggja forsetanum áframhaldandi setu í embætti, hefur greinst með Covid-19. Bossie er stjórnarformaður Sameinaðra borgara (e. Citizens United), íhaldssamra stjórnmálasamtaka í Bandaríkjunum. Bossie er nú í einangrun og getur því ekki tekið þátt í ferlinu sem hann var valinn til þess að leiða. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Bossie hafi greinst í gær. Bossie hefur sjálfur ekki viljað tjá sig um málið við fjölmiðla, en haft er eftir heimildarmönnum að finni aðeins til vægra einkenna Covid-19. Á miðvikudaginn greindist Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, með veiruna. Donald Trump greindist í síðasta mánuði sjálfur með kórónuveiruna, ásamt tugum öðrum sem tengjast honum. Þeirra á meðal eru Melania Trump forsetafrú og Barron, yngsti sonur þeirra. Reyna að breyta úrslitum kosninganna í dómsölum Eins og áður sagði hafði Bossie verið falið að fara fyrir teymi lögfræðinga sem undirbýr nú málsóknir vegna framkvæmdar forsetakosninganna í nokkrum ríkjum. Trump tapaði kosningunum fyrir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Kjördagur var síðastliðinn þriðjudag en úrslitin lágu ekki fyrir fyrr en á laugardag, fimm dögum síðar. Trump hefur ekki viljað viðurkenna ósigur í kosningunum. Hann hefur ítrekað haldið því fram að brögð hafi verið í tafli, og að víðtækt kosningasvindl sé ástæða þess að hann tapaði. Hvorki hann né aðrir á hans bandi hafa opinberlega lagt fram sannanir sem styðja slíkar staðhæfingar, en teymi forsetans ætlar engu að síður að láta reyna á lögmæti kosninganna fyrir rétti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Auðvelda Trump að sætta sig við tap og tryggja hollustu stuðningsmanna Markmið ásakana Donald Trumps og bandamanna hans um umfangsmikið kosningasvindl er ekki að snúa niðurstöðu forsetakosninganna. Þess í stað er þeim ætlað að tryggja forsetanum hollustu sinna helstu stuðningsmanna. 9. nóvember 2020 14:09 Sagður hafa reynt að fá Trump til að íhuga að viðurkenna ósigur Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og háttsettur ráðgjafi innan herbúða hans, hefur rætt við forsetann um möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. 8. nóvember 2020 08:43 „Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Auðvelda Trump að sætta sig við tap og tryggja hollustu stuðningsmanna Markmið ásakana Donald Trumps og bandamanna hans um umfangsmikið kosningasvindl er ekki að snúa niðurstöðu forsetakosninganna. Þess í stað er þeim ætlað að tryggja forsetanum hollustu sinna helstu stuðningsmanna. 9. nóvember 2020 14:09
Sagður hafa reynt að fá Trump til að íhuga að viðurkenna ósigur Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og háttsettur ráðgjafi innan herbúða hans, hefur rætt við forsetann um möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. 8. nóvember 2020 08:43
„Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22