Armenar mótmæla vegna friðarsamnings við Aserbaídsjan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 23:39 Mótmælendur hafa safnast saman fyrir utan opinberar byggingar til að mótmæla friðarsamningi við Aserbaídsjan. Vísir/Twitter Nikol Pahinyan forsætisráðherra Armeníu greindi frá því í kvöld að hann hefur skrifað undir friðarsamning við leiðtoga Aserbaídsjan og Rússlands til að binda endi á átökin vegna héraðsins Nagorno-Karabakh. Talsmaður yfirvalda í Rússlandi staðfesti fréttirnar. Engin viðbrögð hafa borist frá yfirvöldum í Aserbaídsjan. Arayik Harutyunyan, leiðtogi Nagorno-Karabakh birt í kjölfarið Facebook-færslu þar sem hann sagðist sammála að binda þyrfti endi á stríðið eins fljótt og auðið er. Átökin hafa nú varið í um sex vikur og hafa átökin verið hörð. Aserskar hersveitir hafa lagt undir sig mikið land í héraðinu og tilkynntu asersk yfirvöld í dag að þau hefðu hertekið tugi bæja í dag. Þá var greint frá því fyrr í dag að Aserskar hersveitir hefðu fyrir slysni skotið niður rússneska herþyrlu á landi Armena og létust tveir þyrluhermenn í árásinni. Armenar mótmæla friðarsamningnum Mikil mótmæli hafa brotist út í Jerevan, höfuðborg Armeníu, vegna tilkynningar forsætisráðherrans og hafa óstaðfestar fregnir borist af því að mótmælendur hafi brotist inn í opinberar byggingar. Gunfire into the air. Ministry of Foreign Affairs just went dark as I passed it. Guy walking away tells me 'be careful there.'— Neil Hauer (@NeilPHauer) November 9, 2020 Neil Hauer fréttamaður birti myndbönd af mótmælunum á Twitter og segir að hann hafi heyrt byssuskot. Mass unrest at Republic Square in front of the government building. pic.twitter.com/YxjDwUoMZd— Neil Hauer (@NeilPHauer) November 9, 2020 Þá segir hann að þegar hann hafi átt leið hjá utanríkisráðuneyti landsins hafi öll ljósin slokknað á sama tíma og að maður sem hann mætti hafi beðið hann að fara varlega. Protesters at the government building screaming 'GHA-RA-BAGH' (Karabakh) - the same slogan that kicked it all off in February 1988. pic.twitter.com/MMcNdZgsMH— Neil Hauer (@NeilPHauer) November 9, 2020 Vilja forðast útbreiddara stríð á svæðinu Deilurnar vegna héraðsins má rekja allt að þrjátíu ár aftur í tímann, en á árunum 1988 til 1994 geisaði blóðugt stríð um héraðið en bundinn var endi á stríðið með tilkomu Frakka, Rússa og Bandaríkjanna eða Mínsk-hópsins svokallaða. Meirihluti íbúa í Nagorno-Karabakh er af armenskum uppruna en héraðið er hluti af Armeníu. Fyrir þrjátíu árum lýstu aðskilnaðarsinnar í héraðinu yfir sjálfstæði þess en það hefur ekki verið viðurkennt af alþjóðasamfélaginu, og ekki einu sinni Armeníu. Átökin hófust að nýju þann 27. september og hafa minnst þúsund látist. Talan er hins vegar talin mun hærri og greindi Vladimír Pútín Rússlandsforseti frá því í október að hátt í fimm þúsund hafi látið lífið. Þetta er fjórði friðarsamningurinn sem ríkin tvö hafa undirritað frá því að átökin hófust fyrir sex vikum en hafa vopnahléin þrjú öll verið brotin. Margir hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að átökin gætu leitt til útbreiddara stríðs á svæðinu, en Tyrkir hafa stutt Asera opinberlega og Rússar eiga í varnarbandalagi við Armena þó að Rússar hafi hingað til reynt að halda sig á hliðarlínunni en komið að friðarviðræðum. Armenía Aserbaídsjan Rússland Tyrkland Nagorno-Karabakh Tengdar fréttir Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 17:37 Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27 Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. 22. október 2020 21:14 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Nikol Pahinyan forsætisráðherra Armeníu greindi frá því í kvöld að hann hefur skrifað undir friðarsamning við leiðtoga Aserbaídsjan og Rússlands til að binda endi á átökin vegna héraðsins Nagorno-Karabakh. Talsmaður yfirvalda í Rússlandi staðfesti fréttirnar. Engin viðbrögð hafa borist frá yfirvöldum í Aserbaídsjan. Arayik Harutyunyan, leiðtogi Nagorno-Karabakh birt í kjölfarið Facebook-færslu þar sem hann sagðist sammála að binda þyrfti endi á stríðið eins fljótt og auðið er. Átökin hafa nú varið í um sex vikur og hafa átökin verið hörð. Aserskar hersveitir hafa lagt undir sig mikið land í héraðinu og tilkynntu asersk yfirvöld í dag að þau hefðu hertekið tugi bæja í dag. Þá var greint frá því fyrr í dag að Aserskar hersveitir hefðu fyrir slysni skotið niður rússneska herþyrlu á landi Armena og létust tveir þyrluhermenn í árásinni. Armenar mótmæla friðarsamningnum Mikil mótmæli hafa brotist út í Jerevan, höfuðborg Armeníu, vegna tilkynningar forsætisráðherrans og hafa óstaðfestar fregnir borist af því að mótmælendur hafi brotist inn í opinberar byggingar. Gunfire into the air. Ministry of Foreign Affairs just went dark as I passed it. Guy walking away tells me 'be careful there.'— Neil Hauer (@NeilPHauer) November 9, 2020 Neil Hauer fréttamaður birti myndbönd af mótmælunum á Twitter og segir að hann hafi heyrt byssuskot. Mass unrest at Republic Square in front of the government building. pic.twitter.com/YxjDwUoMZd— Neil Hauer (@NeilPHauer) November 9, 2020 Þá segir hann að þegar hann hafi átt leið hjá utanríkisráðuneyti landsins hafi öll ljósin slokknað á sama tíma og að maður sem hann mætti hafi beðið hann að fara varlega. Protesters at the government building screaming 'GHA-RA-BAGH' (Karabakh) - the same slogan that kicked it all off in February 1988. pic.twitter.com/MMcNdZgsMH— Neil Hauer (@NeilPHauer) November 9, 2020 Vilja forðast útbreiddara stríð á svæðinu Deilurnar vegna héraðsins má rekja allt að þrjátíu ár aftur í tímann, en á árunum 1988 til 1994 geisaði blóðugt stríð um héraðið en bundinn var endi á stríðið með tilkomu Frakka, Rússa og Bandaríkjanna eða Mínsk-hópsins svokallaða. Meirihluti íbúa í Nagorno-Karabakh er af armenskum uppruna en héraðið er hluti af Armeníu. Fyrir þrjátíu árum lýstu aðskilnaðarsinnar í héraðinu yfir sjálfstæði þess en það hefur ekki verið viðurkennt af alþjóðasamfélaginu, og ekki einu sinni Armeníu. Átökin hófust að nýju þann 27. september og hafa minnst þúsund látist. Talan er hins vegar talin mun hærri og greindi Vladimír Pútín Rússlandsforseti frá því í október að hátt í fimm þúsund hafi látið lífið. Þetta er fjórði friðarsamningurinn sem ríkin tvö hafa undirritað frá því að átökin hófust fyrir sex vikum en hafa vopnahléin þrjú öll verið brotin. Margir hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að átökin gætu leitt til útbreiddara stríðs á svæðinu, en Tyrkir hafa stutt Asera opinberlega og Rússar eiga í varnarbandalagi við Armena þó að Rússar hafi hingað til reynt að halda sig á hliðarlínunni en komið að friðarviðræðum.
Armenía Aserbaídsjan Rússland Tyrkland Nagorno-Karabakh Tengdar fréttir Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 17:37 Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27 Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. 22. október 2020 21:14 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 17:37
Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27
Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. 22. október 2020 21:14