Armenar mótmæla vegna friðarsamnings við Aserbaídsjan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 23:39 Mótmælendur hafa safnast saman fyrir utan opinberar byggingar til að mótmæla friðarsamningi við Aserbaídsjan. Vísir/Twitter Nikol Pahinyan forsætisráðherra Armeníu greindi frá því í kvöld að hann hefur skrifað undir friðarsamning við leiðtoga Aserbaídsjan og Rússlands til að binda endi á átökin vegna héraðsins Nagorno-Karabakh. Talsmaður yfirvalda í Rússlandi staðfesti fréttirnar. Engin viðbrögð hafa borist frá yfirvöldum í Aserbaídsjan. Arayik Harutyunyan, leiðtogi Nagorno-Karabakh birt í kjölfarið Facebook-færslu þar sem hann sagðist sammála að binda þyrfti endi á stríðið eins fljótt og auðið er. Átökin hafa nú varið í um sex vikur og hafa átökin verið hörð. Aserskar hersveitir hafa lagt undir sig mikið land í héraðinu og tilkynntu asersk yfirvöld í dag að þau hefðu hertekið tugi bæja í dag. Þá var greint frá því fyrr í dag að Aserskar hersveitir hefðu fyrir slysni skotið niður rússneska herþyrlu á landi Armena og létust tveir þyrluhermenn í árásinni. Armenar mótmæla friðarsamningnum Mikil mótmæli hafa brotist út í Jerevan, höfuðborg Armeníu, vegna tilkynningar forsætisráðherrans og hafa óstaðfestar fregnir borist af því að mótmælendur hafi brotist inn í opinberar byggingar. Gunfire into the air. Ministry of Foreign Affairs just went dark as I passed it. Guy walking away tells me 'be careful there.'— Neil Hauer (@NeilPHauer) November 9, 2020 Neil Hauer fréttamaður birti myndbönd af mótmælunum á Twitter og segir að hann hafi heyrt byssuskot. Mass unrest at Republic Square in front of the government building. pic.twitter.com/YxjDwUoMZd— Neil Hauer (@NeilPHauer) November 9, 2020 Þá segir hann að þegar hann hafi átt leið hjá utanríkisráðuneyti landsins hafi öll ljósin slokknað á sama tíma og að maður sem hann mætti hafi beðið hann að fara varlega. Protesters at the government building screaming 'GHA-RA-BAGH' (Karabakh) - the same slogan that kicked it all off in February 1988. pic.twitter.com/MMcNdZgsMH— Neil Hauer (@NeilPHauer) November 9, 2020 Vilja forðast útbreiddara stríð á svæðinu Deilurnar vegna héraðsins má rekja allt að þrjátíu ár aftur í tímann, en á árunum 1988 til 1994 geisaði blóðugt stríð um héraðið en bundinn var endi á stríðið með tilkomu Frakka, Rússa og Bandaríkjanna eða Mínsk-hópsins svokallaða. Meirihluti íbúa í Nagorno-Karabakh er af armenskum uppruna en héraðið er hluti af Armeníu. Fyrir þrjátíu árum lýstu aðskilnaðarsinnar í héraðinu yfir sjálfstæði þess en það hefur ekki verið viðurkennt af alþjóðasamfélaginu, og ekki einu sinni Armeníu. Átökin hófust að nýju þann 27. september og hafa minnst þúsund látist. Talan er hins vegar talin mun hærri og greindi Vladimír Pútín Rússlandsforseti frá því í október að hátt í fimm þúsund hafi látið lífið. Þetta er fjórði friðarsamningurinn sem ríkin tvö hafa undirritað frá því að átökin hófust fyrir sex vikum en hafa vopnahléin þrjú öll verið brotin. Margir hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að átökin gætu leitt til útbreiddara stríðs á svæðinu, en Tyrkir hafa stutt Asera opinberlega og Rússar eiga í varnarbandalagi við Armena þó að Rússar hafi hingað til reynt að halda sig á hliðarlínunni en komið að friðarviðræðum. Armenía Aserbaídsjan Rússland Tyrkland Nagorno-Karabakh Tengdar fréttir Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 17:37 Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27 Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. 22. október 2020 21:14 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Nikol Pahinyan forsætisráðherra Armeníu greindi frá því í kvöld að hann hefur skrifað undir friðarsamning við leiðtoga Aserbaídsjan og Rússlands til að binda endi á átökin vegna héraðsins Nagorno-Karabakh. Talsmaður yfirvalda í Rússlandi staðfesti fréttirnar. Engin viðbrögð hafa borist frá yfirvöldum í Aserbaídsjan. Arayik Harutyunyan, leiðtogi Nagorno-Karabakh birt í kjölfarið Facebook-færslu þar sem hann sagðist sammála að binda þyrfti endi á stríðið eins fljótt og auðið er. Átökin hafa nú varið í um sex vikur og hafa átökin verið hörð. Aserskar hersveitir hafa lagt undir sig mikið land í héraðinu og tilkynntu asersk yfirvöld í dag að þau hefðu hertekið tugi bæja í dag. Þá var greint frá því fyrr í dag að Aserskar hersveitir hefðu fyrir slysni skotið niður rússneska herþyrlu á landi Armena og létust tveir þyrluhermenn í árásinni. Armenar mótmæla friðarsamningnum Mikil mótmæli hafa brotist út í Jerevan, höfuðborg Armeníu, vegna tilkynningar forsætisráðherrans og hafa óstaðfestar fregnir borist af því að mótmælendur hafi brotist inn í opinberar byggingar. Gunfire into the air. Ministry of Foreign Affairs just went dark as I passed it. Guy walking away tells me 'be careful there.'— Neil Hauer (@NeilPHauer) November 9, 2020 Neil Hauer fréttamaður birti myndbönd af mótmælunum á Twitter og segir að hann hafi heyrt byssuskot. Mass unrest at Republic Square in front of the government building. pic.twitter.com/YxjDwUoMZd— Neil Hauer (@NeilPHauer) November 9, 2020 Þá segir hann að þegar hann hafi átt leið hjá utanríkisráðuneyti landsins hafi öll ljósin slokknað á sama tíma og að maður sem hann mætti hafi beðið hann að fara varlega. Protesters at the government building screaming 'GHA-RA-BAGH' (Karabakh) - the same slogan that kicked it all off in February 1988. pic.twitter.com/MMcNdZgsMH— Neil Hauer (@NeilPHauer) November 9, 2020 Vilja forðast útbreiddara stríð á svæðinu Deilurnar vegna héraðsins má rekja allt að þrjátíu ár aftur í tímann, en á árunum 1988 til 1994 geisaði blóðugt stríð um héraðið en bundinn var endi á stríðið með tilkomu Frakka, Rússa og Bandaríkjanna eða Mínsk-hópsins svokallaða. Meirihluti íbúa í Nagorno-Karabakh er af armenskum uppruna en héraðið er hluti af Armeníu. Fyrir þrjátíu árum lýstu aðskilnaðarsinnar í héraðinu yfir sjálfstæði þess en það hefur ekki verið viðurkennt af alþjóðasamfélaginu, og ekki einu sinni Armeníu. Átökin hófust að nýju þann 27. september og hafa minnst þúsund látist. Talan er hins vegar talin mun hærri og greindi Vladimír Pútín Rússlandsforseti frá því í október að hátt í fimm þúsund hafi látið lífið. Þetta er fjórði friðarsamningurinn sem ríkin tvö hafa undirritað frá því að átökin hófust fyrir sex vikum en hafa vopnahléin þrjú öll verið brotin. Margir hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að átökin gætu leitt til útbreiddara stríðs á svæðinu, en Tyrkir hafa stutt Asera opinberlega og Rússar eiga í varnarbandalagi við Armena þó að Rússar hafi hingað til reynt að halda sig á hliðarlínunni en komið að friðarviðræðum.
Armenía Aserbaídsjan Rússland Tyrkland Nagorno-Karabakh Tengdar fréttir Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 17:37 Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27 Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. 22. október 2020 21:14 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 17:37
Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27
Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. 22. október 2020 21:14