„Ég er að koma“ Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2020 07:30 Dominik Szoboszlai, fyrir miðju, missti af síðustu landsleikjum Ungverjalands vegna meints kórónuveirusmits í herbúðum Red Bull Salzburg. Getty/Roland Krivec Ungverjar glöddust í gærkvöld þegar ljóst varð að ungstirnið Dominik Szoboszlai gæti þrátt fyrir allt spilað gegn Íslandi í úrslitaleiknum um sæti á EM í fótbolta á fimmtudagskvöld. Szoboszlai var settur í sóttkví líkt og aðrir leikmenn Red Bull Salzburg í Austurríki, eftir að sex af átta landsliðsmönnum í herbúðum félagsins greindust með kórónuveiruna um helgina. Þessi niðurstaða úr skimun mun hafa komið forráðamönnum Salzburg á óvart þar sem að ekkert smit hafði greinst í skimun á föstudagsmorgun. Allir voru teknir í aðra skimun í gær og seint í gærkvöldi kom niðurstaða úr henni, þar sem sýni allra leikmanna reyndust neikvæð. Samkvæmt yfirlýsingu Red Bull Salzburg ætlar félagið nú að skoða hvers vegna þessi mikli munur var á niðurstöðum skimunar. Félagið kvaðst ætla að bregðast strax við og hleypa leikmönnum sínum í landsliðsverkefni. Ungverska knattspyrnusambandið staðfesti á Twitter-síðu sinni að Szoboszlai gæti núna komið til móts við félaga sína í landsliðinu. Sjálfur skrifaði Szoboszlai einföld skilaboð til sinna fylgjenda á Instagram, undir myllumerkinu #FreeSzoboszlai: „Ég er að koma.“ Ekki seinna vænna þar sem leikurinn við Ísland er eftir tvo daga. HES COMING HOME #FreeSzoboszlai pic.twitter.com/qeOuHo1LrL— Kris (@xtinap1) November 9, 2020 Szoboszlai hefur áður sagt að leikurinn við Ísland sé sá mikilvægasti á sínum ferli til þessa. Þessi tvítugi kant- og miðjumaður skoraði 9 mörk og lagði upp 14 í austurrísku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann hefur skorað fjögur mörk í fimm leikjum í Meistaradeild Evrópu í haust. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir „Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32 Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43 Ungstirnið í sóttkví fyrir úrslitaleikinn við Ísland Unga stjarnan í liði Ungverja, Dominik Szoboszlai, hefur sagst tilbúinn að labba frá Salzburg til Búdapest svo hann geti spilað við Ísland á fimmtudagskvöld. Hann er fastur í Salzburg sem stendur. 9. nóvember 2020 09:59 5 dagar í Ungverjaleik: Gulldrengurinn frá Székesfehérvár með þrumuskotin Dominik Szoboszlai er framtíðarstjarna ungverska landsliðsins sem mætir því íslenska í umspili um sæti á EM 12. nóvember. 7. nóvember 2020 10:00 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjá meira
Ungverjar glöddust í gærkvöld þegar ljóst varð að ungstirnið Dominik Szoboszlai gæti þrátt fyrir allt spilað gegn Íslandi í úrslitaleiknum um sæti á EM í fótbolta á fimmtudagskvöld. Szoboszlai var settur í sóttkví líkt og aðrir leikmenn Red Bull Salzburg í Austurríki, eftir að sex af átta landsliðsmönnum í herbúðum félagsins greindust með kórónuveiruna um helgina. Þessi niðurstaða úr skimun mun hafa komið forráðamönnum Salzburg á óvart þar sem að ekkert smit hafði greinst í skimun á föstudagsmorgun. Allir voru teknir í aðra skimun í gær og seint í gærkvöldi kom niðurstaða úr henni, þar sem sýni allra leikmanna reyndust neikvæð. Samkvæmt yfirlýsingu Red Bull Salzburg ætlar félagið nú að skoða hvers vegna þessi mikli munur var á niðurstöðum skimunar. Félagið kvaðst ætla að bregðast strax við og hleypa leikmönnum sínum í landsliðsverkefni. Ungverska knattspyrnusambandið staðfesti á Twitter-síðu sinni að Szoboszlai gæti núna komið til móts við félaga sína í landsliðinu. Sjálfur skrifaði Szoboszlai einföld skilaboð til sinna fylgjenda á Instagram, undir myllumerkinu #FreeSzoboszlai: „Ég er að koma.“ Ekki seinna vænna þar sem leikurinn við Ísland er eftir tvo daga. HES COMING HOME #FreeSzoboszlai pic.twitter.com/qeOuHo1LrL— Kris (@xtinap1) November 9, 2020 Szoboszlai hefur áður sagt að leikurinn við Ísland sé sá mikilvægasti á sínum ferli til þessa. Þessi tvítugi kant- og miðjumaður skoraði 9 mörk og lagði upp 14 í austurrísku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann hefur skorað fjögur mörk í fimm leikjum í Meistaradeild Evrópu í haust. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir „Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32 Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43 Ungstirnið í sóttkví fyrir úrslitaleikinn við Ísland Unga stjarnan í liði Ungverja, Dominik Szoboszlai, hefur sagst tilbúinn að labba frá Salzburg til Búdapest svo hann geti spilað við Ísland á fimmtudagskvöld. Hann er fastur í Salzburg sem stendur. 9. nóvember 2020 09:59 5 dagar í Ungverjaleik: Gulldrengurinn frá Székesfehérvár með þrumuskotin Dominik Szoboszlai er framtíðarstjarna ungverska landsliðsins sem mætir því íslenska í umspili um sæti á EM 12. nóvember. 7. nóvember 2020 10:00 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjá meira
„Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32
Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43
Ungstirnið í sóttkví fyrir úrslitaleikinn við Ísland Unga stjarnan í liði Ungverja, Dominik Szoboszlai, hefur sagst tilbúinn að labba frá Salzburg til Búdapest svo hann geti spilað við Ísland á fimmtudagskvöld. Hann er fastur í Salzburg sem stendur. 9. nóvember 2020 09:59
5 dagar í Ungverjaleik: Gulldrengurinn frá Székesfehérvár með þrumuskotin Dominik Szoboszlai er framtíðarstjarna ungverska landsliðsins sem mætir því íslenska í umspili um sæti á EM 12. nóvember. 7. nóvember 2020 10:00