Einn og hálfur milljarður aldrei verið mikilvægari fyrir íslenska knattspyrnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2020 08:01 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, fer fyrir fögnuði strákanna eftir sigurinn á Rúmeníu. Vísir/Vilhelm Það er gríðarlega mikið undir í Búdapest á fimmtudagskvöldið þegar Ísland mætir Ungverjalandi í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar. KSÍ fær í sinn hlut að lágmarki einn og hálfan milljarð komist íslensku strákarnir á Evrópumótið. Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar hjá Íslandsbanka, sagði í samtali við Ríkisútvarpið að leikurinn á móti Ungverjum sé sá verðmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu. Deildarstjóri greiningar hjá Íslandsbanka segir að leikur Íslands og Ungverjalands um sæti á EM á fimmtudaginn sé sá dýrmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu.https://t.co/lLzCJCIC6c— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 9, 2020 „Ég leyfi mér að fullyrða það að leikur karlalandsliðsins núna sé sá verðmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu. Það er ekki bara vegna þess hve háar fjárhæðir eru í boði, um einn og hálfur milljarður íslenskra króna, heldur er það mikilvægi þeirra peninga fyrir íslenska knattspyrnu í dag,“ sagði Björn Berg Gunnarsson í samtali við Eva Björk Benediktsdóttur, íþróttafréttamann á RÚV. „Ég þykist vita það að forsvarsfólk íslenskra knattspyrnuliða muni fylgjast mjög grannt með þessum leik. Fari svo að við tryggjum okkur áfram á EM þá munu væntanlega félagsliðin hér heimta það að fá sinn skerf eins og félagslið í Portúgal hafa þegar fengið loforð um,“ sagði Björn Berg. Björn Berg telur á nú muni reyna á pólitíkina í fótboltanum því þetta er mjög sterk hagsmunabarátta. Það má heyra allt viðtalið með því að smella hér. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Sjá meira
Það er gríðarlega mikið undir í Búdapest á fimmtudagskvöldið þegar Ísland mætir Ungverjalandi í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar. KSÍ fær í sinn hlut að lágmarki einn og hálfan milljarð komist íslensku strákarnir á Evrópumótið. Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar hjá Íslandsbanka, sagði í samtali við Ríkisútvarpið að leikurinn á móti Ungverjum sé sá verðmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu. Deildarstjóri greiningar hjá Íslandsbanka segir að leikur Íslands og Ungverjalands um sæti á EM á fimmtudaginn sé sá dýrmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu.https://t.co/lLzCJCIC6c— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 9, 2020 „Ég leyfi mér að fullyrða það að leikur karlalandsliðsins núna sé sá verðmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu. Það er ekki bara vegna þess hve háar fjárhæðir eru í boði, um einn og hálfur milljarður íslenskra króna, heldur er það mikilvægi þeirra peninga fyrir íslenska knattspyrnu í dag,“ sagði Björn Berg Gunnarsson í samtali við Eva Björk Benediktsdóttur, íþróttafréttamann á RÚV. „Ég þykist vita það að forsvarsfólk íslenskra knattspyrnuliða muni fylgjast mjög grannt með þessum leik. Fari svo að við tryggjum okkur áfram á EM þá munu væntanlega félagsliðin hér heimta það að fá sinn skerf eins og félagslið í Portúgal hafa þegar fengið loforð um,“ sagði Björn Berg. Björn Berg telur á nú muni reyna á pólitíkina í fótboltanum því þetta er mjög sterk hagsmunabarátta. Það má heyra allt viðtalið með því að smella hér. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Sjá meira