Segir markvörð Ungverja í heimsklassa Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2020 15:32 Péter Gulácsi er einn af lykilmönnum Ungverja. Getty/David Davies Gunnleifur Gunnleifsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, hrósar lykilmanni Ungverja í hástert í viðtali fyrir úrslitaleik Ungverjalands og Íslands um sæti á EM í fótbolta. Ungverjaland og Ísland mætast á fimmtudagskvöld í leik upp á sæti í lokakeppni EM, og að lágmarki 1,5 milljarð króna. Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari benti á þrjá leikmenn Ungverjalands sem hefðu sérstaklega mikla hæfileika, þegar hann fór yfir mótherjana á blaðamannafundi síðasta föstudag. Það eru hinn tvítugi Dominik Szoboszlai, miðvörðurinn Willi Orban og liðsfélagi hans hjá RB Leipzig, markmaðurinn Péter Gulácsi. Náði ekki að stimpla sig inn hjá Liverpool Gunnleifur, sem var um árabil í landsliðshópi Íslands og spilaði 26 A-landsleiki, var spurður út í Gulácsi á vef ungverska miðilsins Nemzeti Sport: „Ég hef fylgst með hans ferli í nokkurn tíma og ég tel að hann sé heimsklassa markvörður. Hann er yfirvegaður, góður með boltann á löppunum, hreyfir sig vel í markinu, er sterkur einn á móti einum og spilar boltanum vel,“ sagði Gunnleifur. Gulácsi, sem er þrítugur, var leikmaður Liverpool á árunum 2007-2013 en náði þó aldrei að spila í ensku úrvalsdeildinni. Hann fór svo til Red Bull Salzburg og þaðan til Leipzig 2015 og er með liðinu í toppbaráttu þýsku 1. deildarinnar. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Fleiri fréttir Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Sjá meira
Gunnleifur Gunnleifsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, hrósar lykilmanni Ungverja í hástert í viðtali fyrir úrslitaleik Ungverjalands og Íslands um sæti á EM í fótbolta. Ungverjaland og Ísland mætast á fimmtudagskvöld í leik upp á sæti í lokakeppni EM, og að lágmarki 1,5 milljarð króna. Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari benti á þrjá leikmenn Ungverjalands sem hefðu sérstaklega mikla hæfileika, þegar hann fór yfir mótherjana á blaðamannafundi síðasta föstudag. Það eru hinn tvítugi Dominik Szoboszlai, miðvörðurinn Willi Orban og liðsfélagi hans hjá RB Leipzig, markmaðurinn Péter Gulácsi. Náði ekki að stimpla sig inn hjá Liverpool Gunnleifur, sem var um árabil í landsliðshópi Íslands og spilaði 26 A-landsleiki, var spurður út í Gulácsi á vef ungverska miðilsins Nemzeti Sport: „Ég hef fylgst með hans ferli í nokkurn tíma og ég tel að hann sé heimsklassa markvörður. Hann er yfirvegaður, góður með boltann á löppunum, hreyfir sig vel í markinu, er sterkur einn á móti einum og spilar boltanum vel,“ sagði Gunnleifur. Gulácsi, sem er þrítugur, var leikmaður Liverpool á árunum 2007-2013 en náði þó aldrei að spila í ensku úrvalsdeildinni. Hann fór svo til Red Bull Salzburg og þaðan til Leipzig 2015 og er með liðinu í toppbaráttu þýsku 1. deildarinnar. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Fleiri fréttir Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Sjá meira