Treysta á hjálparstofnanir Oddný G. Harðardóttir skrifar 10. nóvember 2020 13:45 Ég skil ekki hvers vegna ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir vilja skilja þau eftir sem hafa verið lengst atvinnulaus. Í atvinnukreppu. Það var mjög gott skref að framlengja tekjutengda tímabil atvinnuleysistrygginga úr þremur mánuðum í sex. En það var afleitt og óskiljanlegt að ákveða um leið að aðeins þau sem ekki voru þá þegar komin á grunnatvinnuleysisbætur fengju að njóta þriggja viðbótarmánaðanna. Það var ekki eins og þeim hafi ekki verið bent á hvað þau væru að gera. Aftur og aftur fórum við í Samfylkingunni í ræðustól Alþingis og bentum á einmitt þetta. Stjórnarliðar ákváðu samt að skilja þau verst settu eftir – þau sem eru án atvinnu í dýpstu atvinnukreppu í 100 ár. Ráðherrarnir virtust hafa kveikt á því að þetta væri ekki alveg í lagi í byrjun október, þegar bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra, svöruðu formanni Samfylkingarinnar á þann veg „að þetta yrði leiðrétt“. En það bólar ekkert á leiðréttingunni. Hvað tefur? Á meðan lengjast biðraðir hjá hjálparstofnunum sem útdeila matargjöfum. Grunnatvinnuleysisbætur eru 289.510 kr. á mánuði. Tekjutengdar bætur geta mestar orðið 456.404 krónur á mánuði. Tekjutengdar atvinnuleysisbætur eru greiddar út í allt að þrjá mánuði í upphafi hvers bótatímabils, sem er alls 30 mánuðir en þyrfti að lengja í 42 mánuði við þær aðstæður sem nú eru uppi. Tekjutenging bóta skiptir ein og sér ekki miklu máli fyrir heildarmyndina ef atvinnuleysistímabil verður langt. Því þarf einnig að hækka grunnatvinnuleysisbæturnar sem nú eru mun lægri en lágmarkstekjutryggingin. Augljóslega er fjárhagslegt tjón einstaklings sem missir vinnuna verulegt og hefur mikil áhrif á rekstur heimilis og fjölskyldu hans. Þann 1. janúar næstkomandi verður munur á lágmarkstekjutryggingu og grunnatvinnuleysisbótum um 51 þúsund krónur á mánuði. Það allra minnsta sem ríkisstjórnin getur gert er að senda atvinnulausum myndarlegan jólabónus. Atvinnumissir er alvarlegra mál í kreppu en í góðæri. Fjöldi fólks missir vinnuna á sama tíma. Störfum fækkar, erfiðara verður að finna aðra vinnu og líkur á langtímaatvinnuleysi aukast. Slæmar félagslegar og heilsufarslegar aukaverkanir langtímaatvinnuleysis eru þekktar og þær eru kostnaðarsamar fyrir fjölskyldur og samfélagið. Það sætir furðu að forystumenn ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkarnir vilji ekki lyfta litla fingri til að mæta tekjufalli þeirra heimila sem eiga í mestum vanda í alvarlegri atvinnukreppu. Það litla sem þau gera mismunar fólki, sumir fá meira en aðrir minna. Og þau verst settu fá allra minnst. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Alþingi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég skil ekki hvers vegna ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir vilja skilja þau eftir sem hafa verið lengst atvinnulaus. Í atvinnukreppu. Það var mjög gott skref að framlengja tekjutengda tímabil atvinnuleysistrygginga úr þremur mánuðum í sex. En það var afleitt og óskiljanlegt að ákveða um leið að aðeins þau sem ekki voru þá þegar komin á grunnatvinnuleysisbætur fengju að njóta þriggja viðbótarmánaðanna. Það var ekki eins og þeim hafi ekki verið bent á hvað þau væru að gera. Aftur og aftur fórum við í Samfylkingunni í ræðustól Alþingis og bentum á einmitt þetta. Stjórnarliðar ákváðu samt að skilja þau verst settu eftir – þau sem eru án atvinnu í dýpstu atvinnukreppu í 100 ár. Ráðherrarnir virtust hafa kveikt á því að þetta væri ekki alveg í lagi í byrjun október, þegar bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra, svöruðu formanni Samfylkingarinnar á þann veg „að þetta yrði leiðrétt“. En það bólar ekkert á leiðréttingunni. Hvað tefur? Á meðan lengjast biðraðir hjá hjálparstofnunum sem útdeila matargjöfum. Grunnatvinnuleysisbætur eru 289.510 kr. á mánuði. Tekjutengdar bætur geta mestar orðið 456.404 krónur á mánuði. Tekjutengdar atvinnuleysisbætur eru greiddar út í allt að þrjá mánuði í upphafi hvers bótatímabils, sem er alls 30 mánuðir en þyrfti að lengja í 42 mánuði við þær aðstæður sem nú eru uppi. Tekjutenging bóta skiptir ein og sér ekki miklu máli fyrir heildarmyndina ef atvinnuleysistímabil verður langt. Því þarf einnig að hækka grunnatvinnuleysisbæturnar sem nú eru mun lægri en lágmarkstekjutryggingin. Augljóslega er fjárhagslegt tjón einstaklings sem missir vinnuna verulegt og hefur mikil áhrif á rekstur heimilis og fjölskyldu hans. Þann 1. janúar næstkomandi verður munur á lágmarkstekjutryggingu og grunnatvinnuleysisbótum um 51 þúsund krónur á mánuði. Það allra minnsta sem ríkisstjórnin getur gert er að senda atvinnulausum myndarlegan jólabónus. Atvinnumissir er alvarlegra mál í kreppu en í góðæri. Fjöldi fólks missir vinnuna á sama tíma. Störfum fækkar, erfiðara verður að finna aðra vinnu og líkur á langtímaatvinnuleysi aukast. Slæmar félagslegar og heilsufarslegar aukaverkanir langtímaatvinnuleysis eru þekktar og þær eru kostnaðarsamar fyrir fjölskyldur og samfélagið. Það sætir furðu að forystumenn ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkarnir vilji ekki lyfta litla fingri til að mæta tekjufalli þeirra heimila sem eiga í mestum vanda í alvarlegri atvinnukreppu. Það litla sem þau gera mismunar fólki, sumir fá meira en aðrir minna. Og þau verst settu fá allra minnst. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun