Vill skoða hvort hægt sé að fjölga veiðidögum í desember Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 14:22 Formaður Skotveiðifélags Íslands Skotvís segir að rjúpnaveiðar snúist um miklu meira en að skjóta fugla. Vísir/Vilhelm Mun rólegra er yfir rjúpnaveiði í ár í samanburði við hin síðustu. Sóttvarnatakmarkanir hafa sett mark sitt á veiðarnar auk þess sem rjúpan er í lægð. Formaður skotveiðifélagsins Skotvís vill skoða hvort hægt verði að framlengja veiðitímabilið til að bæta höfuðborgarbúum upp þær helgar í nóvember sem ekki mátti fara til veiða. Rjúpnastofninn er í náttúrulegri lægð en óveðrið mikla síðasta vetur setti strik í reikninginn auk þess sem kuldakastið fyrir norðan í júlí bætti gráu ofan á svart. Áki Ármann Jónsson, formaður skotveiðifélagsins Skotvís, segir að ástandið sé skást suðvestan til. „Það má eiginlega segja að veiðitímabilið hafi farið af stað eins og við var búist. Það er lítið af rjúpu á Norðvesturlandi og Norðausturlandi og sæmilegt á Austurlandi. Staðan er síðan fín á Suðvesturlandi, Vesturlandi, Suðurlandi og Vestfjörðum.“ En eru jafn margar rjúpnaveiðiskyttur á ferli og í venjulegu árferði? „Það er mun rólegra yfir þessu, það er auðsjáanlegt. Það er „lókal“ fólkið sem er að fara til veiða og ekki mikill straumur út úr Reykjavík. Menn eru að fara eftir tilmælum frá Víði um að takmarka ferðalög.“ Áki hefur brýnt fyrir félagsmönnum skotveiðifélagsins mikilvægi þess að fara eftir tilmælum almannavarna. „Hjá okkar félagsmönnum, sem telja sirka helming skotveiðimanna, þá hafa menn verið mjög ákveðnir í því að fara eftir fyrirmælum. Menn ferðuðust innanhúss um síðustu helgi og ég geri nú ekki ráð fyrir að margir skotveiðimenn hafi farið þá til veiða, það var beinlínis ætlast til þess að menn heldu sig innandyra.“ Áki vill skoða hvort hægt verði að bæta inn fleiri veiðidögum í desember sem sárabót fyrir skotveiðimenn. Rjúpnaveiðar snúist um svo miklu meira en bara að skjóta að fugla. „Þetta lyftir upp sálinni. Það veitir ekki af því á þessum tímum. Þetta snýst ekki bara um að fara út að skjóta einhverja fugla, heldur um upplifunina af veiðunum sjálfum, ganga um náttúru Íslands í fallegu veðri. Þótt maður veiði ekki neitt þá er maður búinn að lyfta sálinni upp töluvert margar hæðir við það,“ sagði Áki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotveiði Tengdar fréttir Skyttur fjölmenntu á fjöll í gær Fyrsti veiðidagurinn á þessu rjúpnaveiðitímabili var í gær og það var ljóst að skyttur voru að fjölmenna á fjöll. 2. nóvember 2020 08:52 Ítrekar að tilmæli um landshlutaflakk gildir um rjúpnaskyttur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnir á að tilmæli til landsmanna um að vera ekki á flakki á milli landshluta gildi enn og eigi auðvitað við um rjúpnaskyttur líka. Rjúpnaveiðitímabilið hefst 1. nóvember og stendur út mánuðinn. 29. október 2020 12:25 Rjúpnaveiðin að hefjast og veiðimenn beðnir um að skjóta í sinni heimabyggð Rjúpnaveiðitímabilið hefst á sunnudaginn og verður það með sama sniði og í fyrra. Almannavarnir á Austurlandi biðla til skotveiðimanna að þeir skjóti í sinni heimabyggð og leggist ekki í ferðir á milli landshluta í ljósi kórónuveirufaraldursins. 28. október 2020 11:39 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Mun rólegra er yfir rjúpnaveiði í ár í samanburði við hin síðustu. Sóttvarnatakmarkanir hafa sett mark sitt á veiðarnar auk þess sem rjúpan er í lægð. Formaður skotveiðifélagsins Skotvís vill skoða hvort hægt verði að framlengja veiðitímabilið til að bæta höfuðborgarbúum upp þær helgar í nóvember sem ekki mátti fara til veiða. Rjúpnastofninn er í náttúrulegri lægð en óveðrið mikla síðasta vetur setti strik í reikninginn auk þess sem kuldakastið fyrir norðan í júlí bætti gráu ofan á svart. Áki Ármann Jónsson, formaður skotveiðifélagsins Skotvís, segir að ástandið sé skást suðvestan til. „Það má eiginlega segja að veiðitímabilið hafi farið af stað eins og við var búist. Það er lítið af rjúpu á Norðvesturlandi og Norðausturlandi og sæmilegt á Austurlandi. Staðan er síðan fín á Suðvesturlandi, Vesturlandi, Suðurlandi og Vestfjörðum.“ En eru jafn margar rjúpnaveiðiskyttur á ferli og í venjulegu árferði? „Það er mun rólegra yfir þessu, það er auðsjáanlegt. Það er „lókal“ fólkið sem er að fara til veiða og ekki mikill straumur út úr Reykjavík. Menn eru að fara eftir tilmælum frá Víði um að takmarka ferðalög.“ Áki hefur brýnt fyrir félagsmönnum skotveiðifélagsins mikilvægi þess að fara eftir tilmælum almannavarna. „Hjá okkar félagsmönnum, sem telja sirka helming skotveiðimanna, þá hafa menn verið mjög ákveðnir í því að fara eftir fyrirmælum. Menn ferðuðust innanhúss um síðustu helgi og ég geri nú ekki ráð fyrir að margir skotveiðimenn hafi farið þá til veiða, það var beinlínis ætlast til þess að menn heldu sig innandyra.“ Áki vill skoða hvort hægt verði að bæta inn fleiri veiðidögum í desember sem sárabót fyrir skotveiðimenn. Rjúpnaveiðar snúist um svo miklu meira en bara að skjóta að fugla. „Þetta lyftir upp sálinni. Það veitir ekki af því á þessum tímum. Þetta snýst ekki bara um að fara út að skjóta einhverja fugla, heldur um upplifunina af veiðunum sjálfum, ganga um náttúru Íslands í fallegu veðri. Þótt maður veiði ekki neitt þá er maður búinn að lyfta sálinni upp töluvert margar hæðir við það,“ sagði Áki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotveiði Tengdar fréttir Skyttur fjölmenntu á fjöll í gær Fyrsti veiðidagurinn á þessu rjúpnaveiðitímabili var í gær og það var ljóst að skyttur voru að fjölmenna á fjöll. 2. nóvember 2020 08:52 Ítrekar að tilmæli um landshlutaflakk gildir um rjúpnaskyttur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnir á að tilmæli til landsmanna um að vera ekki á flakki á milli landshluta gildi enn og eigi auðvitað við um rjúpnaskyttur líka. Rjúpnaveiðitímabilið hefst 1. nóvember og stendur út mánuðinn. 29. október 2020 12:25 Rjúpnaveiðin að hefjast og veiðimenn beðnir um að skjóta í sinni heimabyggð Rjúpnaveiðitímabilið hefst á sunnudaginn og verður það með sama sniði og í fyrra. Almannavarnir á Austurlandi biðla til skotveiðimanna að þeir skjóti í sinni heimabyggð og leggist ekki í ferðir á milli landshluta í ljósi kórónuveirufaraldursins. 28. október 2020 11:39 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Skyttur fjölmenntu á fjöll í gær Fyrsti veiðidagurinn á þessu rjúpnaveiðitímabili var í gær og það var ljóst að skyttur voru að fjölmenna á fjöll. 2. nóvember 2020 08:52
Ítrekar að tilmæli um landshlutaflakk gildir um rjúpnaskyttur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnir á að tilmæli til landsmanna um að vera ekki á flakki á milli landshluta gildi enn og eigi auðvitað við um rjúpnaskyttur líka. Rjúpnaveiðitímabilið hefst 1. nóvember og stendur út mánuðinn. 29. október 2020 12:25
Rjúpnaveiðin að hefjast og veiðimenn beðnir um að skjóta í sinni heimabyggð Rjúpnaveiðitímabilið hefst á sunnudaginn og verður það með sama sniði og í fyrra. Almannavarnir á Austurlandi biðla til skotveiðimanna að þeir skjóti í sinni heimabyggð og leggist ekki í ferðir á milli landshluta í ljósi kórónuveirufaraldursins. 28. október 2020 11:39