Greg Clarke, formaður enska knattspyrnusambandsins, var á fjarfundi með þingmönnum þar sem hann lét ummæli falla sem hann hefur nú beðist afsökunar á. Sagði hann í kjölfarið af sér.
Clarke var að svara spurningu um hversu erfitt það væri fyrir samkynhneigða knattspyrnumenn að koma út úr skápnum vegna samfélagsmiðla. Í framhaldi af því talaði hann um „fræga litaða knattspyrnumenn,“ [e. high-profile coloured footballers].
We can confirm that Greg Clarke has stepped down from his role as our chairman.
— The FA (@FA) November 10, 2020
Peter McCormick will step into the role as interim FA Chairman with immediate effect and the FA Board will begin the process of identifying and appointing a new chair in due course.
„Ef ég horfi á allt það áreiti sem frægir kvenkyns leikmenn sem og frægir litaðir fótboltamenn verða fyrir á samfélagsmiðlum … samfélagsmiðlar eru opnir öllum,“ var svar Clarke. Var honum bent á að hann hafi notað orðið litaðir og baðst hann í kjölfarið afsökunar.
Sagðist hafa verið beðinn um að nota orðið „litaðir“ er hann vann í Bandaríkjunum á sínum tíma. Sagði hann það ástæðu þess að hann mismælti sig stundum.
Gaf knattspyrnusambandið í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem kom fram að Clarke bæðist afsökunar á orðum sínum og að hugtakið „litaðir“ er ekki boðlegt til að lýsa leikmönnum sem eru hluti af minnihlutahópum.
Clarke var einnig gagnrýndur fyrir að ræða mismunandi áhugasvið fólks eftir því hvar það er fædd í heiminum. Nefndi hann til að mynda að fólk af suður asískum uppruna og fólk frá Afríku og Karabíahafinu hefði mismunandi áhugasvið.
Fyrst var greint frá því að Clarke harmaði ummæli sín en síðan sagði hann starfi sínu einfaldlega lausu. Hafði hann verið í stöðu formanns enska knattspyrnusambandsins frá því 4. september 2016.