Biden segir „vandræðalegt“ að Trump hafi ekki viðurkennt ósigur enn Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2020 21:46 Biden, verðandi forseti, ræddi við fréttamenn í Wilmington í Delaware í dag. AP/Carolyn Kaster Afneitun Donalds Trump Bandaríkjaforseta á úrslitum forsetakosninganna mun ekki hjálpa arfleið hans og er vandræðaleg, að mati Joe Biden, verðandi forseta. Trump hefur komið í veg fyrir að hefðbundinn undirbúningur fyrir valdaskipti hefjist en Biden segir það ekki gera mikið til. Þrátt fyrir að Biden hafi verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna á laugardag heldur Trump því enn fram að kosningunum sé ekki lokið. Forsetinn heldur uppi rakalausum ásökunum um stórfelld kosningasvik og boðar stórsókn fyrir dómstólum. Sérfræðingar segja að dómsmál séu afar ólíkleg til að hafa áhrif á úrslit kosninganna. Viðbrögð forsetans þýða að Biden og undirbúningsteymi hans fyrir valdaskiptin hafa enn ekki fengið aðgang að fjármunum og upplýsingum sem venjan hefur verið að fráfarandi stjórn veiti nýkjörnum forseta. „Mér finnst þetta bara vera vandræðalegt, hreinskilnislega sagt. Hvernig get ég sagt þetta smekklega? Ég held að þetta muni ekki hjálpa arfleið forsetans,“ sagði Biden þegar hann var spurður út í hvaða áhrif hann teldi það hafa á bandarísku þjóðina að Trump þráist við að viðurkenna ósigur. NEW: President-elect Joe Biden on Pres. Trump's refusal to concede the election: "I just think it's an embarrassment, quite frankly.""How can I say this tactfully? I think it will not help the president's legacy." https://t.co/D7t03ZfZfd pic.twitter.com/AzejxGFE2l— ABC News (@ABC) November 10, 2020 Tafirnar hægja ekki á undirbúningnum Þrátt fyrir það sagðist Biden ekki hafa miklar áhyggjur af áhrifum þess að Trump vildi ekki kannast við orðinn hlut. Hann býst ekki við að þurfa að leita til dómstóla til þess að knýja Trump til að viðurkenna hann sem sigurvegara kosninganna. „Sú staðreynd að þeir eru ekki tilbúnir að viðurkenna að við unnum núna hefur ekki mikla þýðingu fyrir áætlanir okkar og hvað við getum gert fram að 20. janúar,“ sagði Biden en þann dag verður hann settur í embætti forseta. Undirbúningsteymið þurfi ekki á opinberri fjárveitingu að halda til að halda áfram störfum sínum. Þá gerði Biden lítið úr því að hann fengi ekki upplýsingar frá leyniþjónustu landsins sem verðandi forsetar hafa fengið fram til þessa. Slíkar upplýsingar væru gagnlegar en ekki nauðsynlegar fyrir undirbúning hans að valdaskiptunum. „Við sjáum ekki að neitt hægi á okkur,“ sagði verðandi forsetinn. Biden-liðið lagði í dag fram nöfn hundruð manna sem það hefur tilnefnt til að undirbúa valdaskipti innan einstakra ráðuneyta og stofnana alríkisstjórnarinnar. Biden sagði fréttamönnum að hann væri þegar byrjaður að fara yfir mögulega ráðherraefni og hugsanlega forstjóra ríkisstofnana. Halda áfram eins og ekkert hafi í skorist Vaxandi fjöldi áhrifamanna í Repúblikanaflokknum hefur tekið undir stoðlausar ásakanir Trump forseta um kosningasvik undanfarna daga. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, vakti furðu í dag þegar hann sagði fréttamönnum að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig. Washington Post sagði frá því í kvöld að Hvíta húsið hefði sent alríkisstofnunum þau skilaboð að halda áfram vinnu við fjárlagatillögur Trump forseta þrátt fyrir að slík plögg séu ekki lögð fram fyrr en í febrúar, nokkrum vikum eftir að Biden tekur við embætti forseta. Mike Pence, varaforseti, er sagður hafa rætt við öldungadeildarþingmenn flokks síns í dag. Hann á meðal annars að hafa sagt þeim að hann trúi því að hann eigi eftir að halda áfram að vinna með þeim sem forseti öldungadeildarinnar. Það er hlutverk varaforseta sem Pence yfirgefur 20. janúar. Pence message today to Senate Republicans, per source: I want to keep serving with you (as president of the Senate), and I think I will.— Annie Karni (@anniekarni) November 10, 2020 Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, sagði í kvöld að engin ástæða væri til að hafa áhyggjur af því að Trump forseti hefði enn ekki viðurkennt ósigur. „Á einhverjum tímapunkti komumst við að því, að lokum, hver var staðfestur sigurvegari í þessum ríkjum og kjörmannaráðið ákvarðar sigurvegarann,“ sagði McConnell. Biden var lýstur sigurvegari í ríkjum sem veita honum 290 kjörmenn gegn 214 kjörmönnum forsetans. Talning stendur enn yfir í nokkrum ríkjum og þá verða atkvæði í Georgíu talin aftur vegna þess hversu mjótt var á milli Trump og Biden þar. Senate majority leader Mitch McConnell said that the 'Electoral College will determine the winner,' when asked about some Republican senators not acknowledging Joe Biden's victory over Donald Trump in the U.S. presidential election pic.twitter.com/vwjQXKyqMv— Reuters (@Reuters) November 10, 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Utanríkisráðherrann vill ekki viðurkenna sigur Biden Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bættist í hóp áhrifamanna innan Repúblikanaflokksins sem neitar að viðurkenna sigur Joe Biden í forsetakosningunum í síðustu viku. Hann sagði fréttamönnum í dag að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig. 10. nóvember 2020 19:17 „Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“ Margir af æðstu meðlimum Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Donald Trumps til að draga úrslit forsetakosninganna í síðustu viku í efa. Í einrúmi segja þeir þó engan möguleika á því að barátta Trump beri árangur. 10. nóvember 2020 16:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Afneitun Donalds Trump Bandaríkjaforseta á úrslitum forsetakosninganna mun ekki hjálpa arfleið hans og er vandræðaleg, að mati Joe Biden, verðandi forseta. Trump hefur komið í veg fyrir að hefðbundinn undirbúningur fyrir valdaskipti hefjist en Biden segir það ekki gera mikið til. Þrátt fyrir að Biden hafi verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna á laugardag heldur Trump því enn fram að kosningunum sé ekki lokið. Forsetinn heldur uppi rakalausum ásökunum um stórfelld kosningasvik og boðar stórsókn fyrir dómstólum. Sérfræðingar segja að dómsmál séu afar ólíkleg til að hafa áhrif á úrslit kosninganna. Viðbrögð forsetans þýða að Biden og undirbúningsteymi hans fyrir valdaskiptin hafa enn ekki fengið aðgang að fjármunum og upplýsingum sem venjan hefur verið að fráfarandi stjórn veiti nýkjörnum forseta. „Mér finnst þetta bara vera vandræðalegt, hreinskilnislega sagt. Hvernig get ég sagt þetta smekklega? Ég held að þetta muni ekki hjálpa arfleið forsetans,“ sagði Biden þegar hann var spurður út í hvaða áhrif hann teldi það hafa á bandarísku þjóðina að Trump þráist við að viðurkenna ósigur. NEW: President-elect Joe Biden on Pres. Trump's refusal to concede the election: "I just think it's an embarrassment, quite frankly.""How can I say this tactfully? I think it will not help the president's legacy." https://t.co/D7t03ZfZfd pic.twitter.com/AzejxGFE2l— ABC News (@ABC) November 10, 2020 Tafirnar hægja ekki á undirbúningnum Þrátt fyrir það sagðist Biden ekki hafa miklar áhyggjur af áhrifum þess að Trump vildi ekki kannast við orðinn hlut. Hann býst ekki við að þurfa að leita til dómstóla til þess að knýja Trump til að viðurkenna hann sem sigurvegara kosninganna. „Sú staðreynd að þeir eru ekki tilbúnir að viðurkenna að við unnum núna hefur ekki mikla þýðingu fyrir áætlanir okkar og hvað við getum gert fram að 20. janúar,“ sagði Biden en þann dag verður hann settur í embætti forseta. Undirbúningsteymið þurfi ekki á opinberri fjárveitingu að halda til að halda áfram störfum sínum. Þá gerði Biden lítið úr því að hann fengi ekki upplýsingar frá leyniþjónustu landsins sem verðandi forsetar hafa fengið fram til þessa. Slíkar upplýsingar væru gagnlegar en ekki nauðsynlegar fyrir undirbúning hans að valdaskiptunum. „Við sjáum ekki að neitt hægi á okkur,“ sagði verðandi forsetinn. Biden-liðið lagði í dag fram nöfn hundruð manna sem það hefur tilnefnt til að undirbúa valdaskipti innan einstakra ráðuneyta og stofnana alríkisstjórnarinnar. Biden sagði fréttamönnum að hann væri þegar byrjaður að fara yfir mögulega ráðherraefni og hugsanlega forstjóra ríkisstofnana. Halda áfram eins og ekkert hafi í skorist Vaxandi fjöldi áhrifamanna í Repúblikanaflokknum hefur tekið undir stoðlausar ásakanir Trump forseta um kosningasvik undanfarna daga. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, vakti furðu í dag þegar hann sagði fréttamönnum að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig. Washington Post sagði frá því í kvöld að Hvíta húsið hefði sent alríkisstofnunum þau skilaboð að halda áfram vinnu við fjárlagatillögur Trump forseta þrátt fyrir að slík plögg séu ekki lögð fram fyrr en í febrúar, nokkrum vikum eftir að Biden tekur við embætti forseta. Mike Pence, varaforseti, er sagður hafa rætt við öldungadeildarþingmenn flokks síns í dag. Hann á meðal annars að hafa sagt þeim að hann trúi því að hann eigi eftir að halda áfram að vinna með þeim sem forseti öldungadeildarinnar. Það er hlutverk varaforseta sem Pence yfirgefur 20. janúar. Pence message today to Senate Republicans, per source: I want to keep serving with you (as president of the Senate), and I think I will.— Annie Karni (@anniekarni) November 10, 2020 Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, sagði í kvöld að engin ástæða væri til að hafa áhyggjur af því að Trump forseti hefði enn ekki viðurkennt ósigur. „Á einhverjum tímapunkti komumst við að því, að lokum, hver var staðfestur sigurvegari í þessum ríkjum og kjörmannaráðið ákvarðar sigurvegarann,“ sagði McConnell. Biden var lýstur sigurvegari í ríkjum sem veita honum 290 kjörmenn gegn 214 kjörmönnum forsetans. Talning stendur enn yfir í nokkrum ríkjum og þá verða atkvæði í Georgíu talin aftur vegna þess hversu mjótt var á milli Trump og Biden þar. Senate majority leader Mitch McConnell said that the 'Electoral College will determine the winner,' when asked about some Republican senators not acknowledging Joe Biden's victory over Donald Trump in the U.S. presidential election pic.twitter.com/vwjQXKyqMv— Reuters (@Reuters) November 10, 2020
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Utanríkisráðherrann vill ekki viðurkenna sigur Biden Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bættist í hóp áhrifamanna innan Repúblikanaflokksins sem neitar að viðurkenna sigur Joe Biden í forsetakosningunum í síðustu viku. Hann sagði fréttamönnum í dag að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig. 10. nóvember 2020 19:17 „Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“ Margir af æðstu meðlimum Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Donald Trumps til að draga úrslit forsetakosninganna í síðustu viku í efa. Í einrúmi segja þeir þó engan möguleika á því að barátta Trump beri árangur. 10. nóvember 2020 16:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Utanríkisráðherrann vill ekki viðurkenna sigur Biden Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bættist í hóp áhrifamanna innan Repúblikanaflokksins sem neitar að viðurkenna sigur Joe Biden í forsetakosningunum í síðustu viku. Hann sagði fréttamönnum í dag að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig. 10. nóvember 2020 19:17
„Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“ Margir af æðstu meðlimum Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Donald Trumps til að draga úrslit forsetakosninganna í síðustu viku í efa. Í einrúmi segja þeir þó engan möguleika á því að barátta Trump beri árangur. 10. nóvember 2020 16:01