Breiðablik hefði endað á toppnum ef farið hefði verið eftir tölfræðinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2020 07:00 Blikar áttu fínt sumar en ef miða má við tölfræði deildarinnar hefði gengið átt að vera enn betra. Vísir/Hulda Margrét Ef aðeins væri farið eftir tölfræði Pepsi Max deildar karla í sumar hefði Breiðablik endað sem sigurvegari þar líkt og í Pepsi Max deild kvenna. Liðið hefði átt að skora flest mörk í deildinni ásamt því að fá á sig fæst. Tölfræði að nafni xG hefur rutt sér til rúms undanfarið og tröllríður nú knattspyrnuheiminum eins og við þekkjum hann. Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar, er til að mynda mikill aðdáandi og ræddi xG tölfræðina í Stúkunni í þaula þann 29. október síðastliðinn. Hér að neðan verður farið enn frekar yfir xG sem og aðra tölfræði Pepsi Max deildarinnar í sumar. Innslagið með Hjörvari má svo finna neðst í fréttinni. xG eða „Expected Goals“ er tölfræði sem segir til um hversu mörg mörk lið eiga að skora miðað við færin sem liðið býr til. Að sama skapi segir xG til um hversu mörg mörk lið eigi að vera búið að fá á sig miðað við færin sem mótherjar þeirra fá. Tölfræðisíðan Wyscout heldur utan um alla leiki Pepsi Max deildar karla og kvenna. Þar má finna töluvert meira en aðeins tölfræði um xG. Eins og hefur verið greint frá á Vísi hefði Fjölnir átt að enda með 21 stig er Íslandsmótinu var hætt eða 15 stigum meira en þau sex sem liðið fékk í sumar. Hjörvar notar xG til að styðja þá fullyrðingu að Anton Ari Einarsson hafi átt erfitt uppdráttar í sumar.Vísir/Vilhelm „Það sem xG getur hjálpað þér að gera er að rökstyðja það sem þú heldur. Ég ætla að henda fram einni fullyrðingu: Anton Ari er ekki búinn að spila vel í sumar. Þá get ég farið í xG og séð að Breiðablik er búið að fá á sig alltof mörg mörk,“ sagði Hjörvar þann 29. október um frammistöðu Breiðabliks í sumar. Breiðablik hefur fengið á sig 27 mörk í Pepsi Max-deildinni. Samkvæmt xG ætti liðið aðeins hafa fengið á sig 19 mörk, fæst allra liða í deildinni. Ekki nóg með það, Breiðablik hefði einnig átt að skora flest mörk deildarinnar eða 42 talsins í stað þeirra 37 sem liðið skoraði. Ef kafað er dýpra ofan í fen tölfræðinnar og skoðað hvernig leikir hefðu farið ef miðað væri við xG kemur í ljós að Breiðablik hefði átt að enda á toppi deildarinnar, stigi á undan Valsmönnum. KR væri í 3. sætinu og Víkingar hefðu náð fjórða og síðasta Evrópusætinu. Þetta hefðu verið efstu fimm lið Pepsi Max deildarinnar ef miðað er við xG tölfræði er varðar stigafjölda.Wyscout Samantekt Wyscout býður einnig upp á að sjá hvaða lið er mest með boltann í deildinni. Það ætti ekki að koma á óvart að Breiðablik trónir þar á toppnum en liðið eyðir 61.1 prósent leikja sinna með boltann. Þar á eftir eru Víkingar með 59.4 prósent á meðan Íslandsmeistarar Vals eru í 5. sæti með 51.3 prósent. Samantektin segir okkur einnig að Breiðablik átti flest skot í deildinni [299] ásamt því að snerta boltann oftast í vítateig andstæðinganna [436]. Það útskýrir eflaust af hverju Blikar voru einnig það lið sem fékk flestar vítaspyrnur [10] sem og hornspyrnur [129]. Það voru hins vegar KR-ingar sem áttu flestar fyrirgjafir í deildinni [415]. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, er mikill áhugamaður um tölfræði. Hann getur verið sáttur með margt í sumar en það er ljóst að lið hans þarf mun fleiri stig á næstu leiktíð.Visir/Bára Þá eru KR það lið sem fékk á sig fæst skot í sumar [167]. Kemur Breiðablik þar á eftir með aðeins einu meira [168] og í raun öruggt að ef bæði lið hefðu leikið jafn marga leiki væru Blikar einnig á toppnum yfir fæst skot á sig í Pepsi Max deild karla sumarið 2020. Að lokum var Breiðablik einnig það lið sem mótherjar náðu fæstum sendingum að meðaltal í röð gegn. Það þýðir að meðaltali unnu Blikar boltann eftir 6.76 sendingar mótherja þeirra. Eins áhugaverð og þessi tölfræði er þá eru það stigin sem skipta máli og þar báru Valsarar af í sumar. Það er spurning hvort Blikar nái að breyta þessum tölfræði yfirburðum sínum í stig sumarið 2021. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Fjölnir ætti að vera með fimmtán stigum meira en þeir eru með Hjörvar Hafliðason fjallaði um xG tölfræðina í Pepsi Max stúkunni í gær. 30. október 2020 14:00 Segir að Víkingar geti þakkað guði fyrir að Grótta og Fjölnir séu í efstu deild Þorkell Máni Pétursson segir að Víkingar geti þakkað guði fyrir að Grótta og Fjölnir séu í efstu deild karla í fótbolta þetta árið. Annars væru þeir í bullandi fallbaráttu. 6. október 2020 20:31 Lokastaðan ef ekki verður meira spilað: Blikar sleppa inn í Evrópukeppni Valur verður Íslandsmeistari karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna í fótbolta ef að ekki verða spilaðir fleiri leikir í Pepsi Max-deildunum á leiktíðinni. 6. október 2020 13:50 Finnur Orri aftur í Breiðablik Eftir sex ára fjarveru er Finnur Orri Margeirsson genginn í raðir Breiðabliks á ný. 10. nóvember 2020 13:43 Víkingar vonbrigði tímabilsins: „Fór einhvern veginn allt til fjandans“ Arnar Gunnlaugsson var sammála Pepsi Max Stúkunni að Víkingar væru vonbrigði tímabilsins í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í sumar. 9. nóvember 2020 21:45 Þetta voru bestu mennirnir í sumar að mati Pepsi Max Stúkunnar Gummi Ben og félagar í Pepsi Max Stúkunni eru búnir að velja þá sem stóðu sig best á 2020 tímabilinu í Pepsi Max deild karla. 9. nóvember 2020 16:30 „Stór stjarna fyrir aftan þetta Íslandsmót“ Þjálfari KR gerði upp nýafstaðið tímabil í lokaþætti Pepsi Max stúkunnar á laugardaginn. 9. nóvember 2020 15:30 Sannkallaðar gæsahúðarsyrpur af Íslandsmeisturunum Breiðablik og Valur léku liða best í Pepsi Max deildunum árið 2020 og fögnuðu Íslandsmeistartitlum karla og kvenna þegar Íslandsmótið var blásið af fyrir rúmri viku. 9. nóvember 2020 13:00 Lennon bestur og Valgeir efnilegastur Síðasti þáttur tímabilsins af Pepsi Max Stúkunni fór fram í kvöld. Guðmundur Benediktsson og spekingar hans gerðu þar upp tímabilið í Pepsi Max deild karla sem blásin var af í síðustu viku. 7. nóvember 2020 20:31 Sjáðu fimm fallegustu Origo mörk ársins Pepsi Max Stúkan hefur valið fimm fallegustu Origo mörk ársins í Pepsi Max deild karla í fótbolta. Tilkynnt verður um besta markið í veglegum lokahófsþætti. 6. nóvember 2020 16:30 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Körfubolti Fleiri fréttir Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Sjá meira
Ef aðeins væri farið eftir tölfræði Pepsi Max deildar karla í sumar hefði Breiðablik endað sem sigurvegari þar líkt og í Pepsi Max deild kvenna. Liðið hefði átt að skora flest mörk í deildinni ásamt því að fá á sig fæst. Tölfræði að nafni xG hefur rutt sér til rúms undanfarið og tröllríður nú knattspyrnuheiminum eins og við þekkjum hann. Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar, er til að mynda mikill aðdáandi og ræddi xG tölfræðina í Stúkunni í þaula þann 29. október síðastliðinn. Hér að neðan verður farið enn frekar yfir xG sem og aðra tölfræði Pepsi Max deildarinnar í sumar. Innslagið með Hjörvari má svo finna neðst í fréttinni. xG eða „Expected Goals“ er tölfræði sem segir til um hversu mörg mörk lið eiga að skora miðað við færin sem liðið býr til. Að sama skapi segir xG til um hversu mörg mörk lið eigi að vera búið að fá á sig miðað við færin sem mótherjar þeirra fá. Tölfræðisíðan Wyscout heldur utan um alla leiki Pepsi Max deildar karla og kvenna. Þar má finna töluvert meira en aðeins tölfræði um xG. Eins og hefur verið greint frá á Vísi hefði Fjölnir átt að enda með 21 stig er Íslandsmótinu var hætt eða 15 stigum meira en þau sex sem liðið fékk í sumar. Hjörvar notar xG til að styðja þá fullyrðingu að Anton Ari Einarsson hafi átt erfitt uppdráttar í sumar.Vísir/Vilhelm „Það sem xG getur hjálpað þér að gera er að rökstyðja það sem þú heldur. Ég ætla að henda fram einni fullyrðingu: Anton Ari er ekki búinn að spila vel í sumar. Þá get ég farið í xG og séð að Breiðablik er búið að fá á sig alltof mörg mörk,“ sagði Hjörvar þann 29. október um frammistöðu Breiðabliks í sumar. Breiðablik hefur fengið á sig 27 mörk í Pepsi Max-deildinni. Samkvæmt xG ætti liðið aðeins hafa fengið á sig 19 mörk, fæst allra liða í deildinni. Ekki nóg með það, Breiðablik hefði einnig átt að skora flest mörk deildarinnar eða 42 talsins í stað þeirra 37 sem liðið skoraði. Ef kafað er dýpra ofan í fen tölfræðinnar og skoðað hvernig leikir hefðu farið ef miðað væri við xG kemur í ljós að Breiðablik hefði átt að enda á toppi deildarinnar, stigi á undan Valsmönnum. KR væri í 3. sætinu og Víkingar hefðu náð fjórða og síðasta Evrópusætinu. Þetta hefðu verið efstu fimm lið Pepsi Max deildarinnar ef miðað er við xG tölfræði er varðar stigafjölda.Wyscout Samantekt Wyscout býður einnig upp á að sjá hvaða lið er mest með boltann í deildinni. Það ætti ekki að koma á óvart að Breiðablik trónir þar á toppnum en liðið eyðir 61.1 prósent leikja sinna með boltann. Þar á eftir eru Víkingar með 59.4 prósent á meðan Íslandsmeistarar Vals eru í 5. sæti með 51.3 prósent. Samantektin segir okkur einnig að Breiðablik átti flest skot í deildinni [299] ásamt því að snerta boltann oftast í vítateig andstæðinganna [436]. Það útskýrir eflaust af hverju Blikar voru einnig það lið sem fékk flestar vítaspyrnur [10] sem og hornspyrnur [129]. Það voru hins vegar KR-ingar sem áttu flestar fyrirgjafir í deildinni [415]. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, er mikill áhugamaður um tölfræði. Hann getur verið sáttur með margt í sumar en það er ljóst að lið hans þarf mun fleiri stig á næstu leiktíð.Visir/Bára Þá eru KR það lið sem fékk á sig fæst skot í sumar [167]. Kemur Breiðablik þar á eftir með aðeins einu meira [168] og í raun öruggt að ef bæði lið hefðu leikið jafn marga leiki væru Blikar einnig á toppnum yfir fæst skot á sig í Pepsi Max deild karla sumarið 2020. Að lokum var Breiðablik einnig það lið sem mótherjar náðu fæstum sendingum að meðaltal í röð gegn. Það þýðir að meðaltali unnu Blikar boltann eftir 6.76 sendingar mótherja þeirra. Eins áhugaverð og þessi tölfræði er þá eru það stigin sem skipta máli og þar báru Valsarar af í sumar. Það er spurning hvort Blikar nái að breyta þessum tölfræði yfirburðum sínum í stig sumarið 2021.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Fjölnir ætti að vera með fimmtán stigum meira en þeir eru með Hjörvar Hafliðason fjallaði um xG tölfræðina í Pepsi Max stúkunni í gær. 30. október 2020 14:00 Segir að Víkingar geti þakkað guði fyrir að Grótta og Fjölnir séu í efstu deild Þorkell Máni Pétursson segir að Víkingar geti þakkað guði fyrir að Grótta og Fjölnir séu í efstu deild karla í fótbolta þetta árið. Annars væru þeir í bullandi fallbaráttu. 6. október 2020 20:31 Lokastaðan ef ekki verður meira spilað: Blikar sleppa inn í Evrópukeppni Valur verður Íslandsmeistari karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna í fótbolta ef að ekki verða spilaðir fleiri leikir í Pepsi Max-deildunum á leiktíðinni. 6. október 2020 13:50 Finnur Orri aftur í Breiðablik Eftir sex ára fjarveru er Finnur Orri Margeirsson genginn í raðir Breiðabliks á ný. 10. nóvember 2020 13:43 Víkingar vonbrigði tímabilsins: „Fór einhvern veginn allt til fjandans“ Arnar Gunnlaugsson var sammála Pepsi Max Stúkunni að Víkingar væru vonbrigði tímabilsins í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í sumar. 9. nóvember 2020 21:45 Þetta voru bestu mennirnir í sumar að mati Pepsi Max Stúkunnar Gummi Ben og félagar í Pepsi Max Stúkunni eru búnir að velja þá sem stóðu sig best á 2020 tímabilinu í Pepsi Max deild karla. 9. nóvember 2020 16:30 „Stór stjarna fyrir aftan þetta Íslandsmót“ Þjálfari KR gerði upp nýafstaðið tímabil í lokaþætti Pepsi Max stúkunnar á laugardaginn. 9. nóvember 2020 15:30 Sannkallaðar gæsahúðarsyrpur af Íslandsmeisturunum Breiðablik og Valur léku liða best í Pepsi Max deildunum árið 2020 og fögnuðu Íslandsmeistartitlum karla og kvenna þegar Íslandsmótið var blásið af fyrir rúmri viku. 9. nóvember 2020 13:00 Lennon bestur og Valgeir efnilegastur Síðasti þáttur tímabilsins af Pepsi Max Stúkunni fór fram í kvöld. Guðmundur Benediktsson og spekingar hans gerðu þar upp tímabilið í Pepsi Max deild karla sem blásin var af í síðustu viku. 7. nóvember 2020 20:31 Sjáðu fimm fallegustu Origo mörk ársins Pepsi Max Stúkan hefur valið fimm fallegustu Origo mörk ársins í Pepsi Max deild karla í fótbolta. Tilkynnt verður um besta markið í veglegum lokahófsþætti. 6. nóvember 2020 16:30 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Körfubolti Fleiri fréttir Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Sjá meira
Fjölnir ætti að vera með fimmtán stigum meira en þeir eru með Hjörvar Hafliðason fjallaði um xG tölfræðina í Pepsi Max stúkunni í gær. 30. október 2020 14:00
Segir að Víkingar geti þakkað guði fyrir að Grótta og Fjölnir séu í efstu deild Þorkell Máni Pétursson segir að Víkingar geti þakkað guði fyrir að Grótta og Fjölnir séu í efstu deild karla í fótbolta þetta árið. Annars væru þeir í bullandi fallbaráttu. 6. október 2020 20:31
Lokastaðan ef ekki verður meira spilað: Blikar sleppa inn í Evrópukeppni Valur verður Íslandsmeistari karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna í fótbolta ef að ekki verða spilaðir fleiri leikir í Pepsi Max-deildunum á leiktíðinni. 6. október 2020 13:50
Finnur Orri aftur í Breiðablik Eftir sex ára fjarveru er Finnur Orri Margeirsson genginn í raðir Breiðabliks á ný. 10. nóvember 2020 13:43
Víkingar vonbrigði tímabilsins: „Fór einhvern veginn allt til fjandans“ Arnar Gunnlaugsson var sammála Pepsi Max Stúkunni að Víkingar væru vonbrigði tímabilsins í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í sumar. 9. nóvember 2020 21:45
Þetta voru bestu mennirnir í sumar að mati Pepsi Max Stúkunnar Gummi Ben og félagar í Pepsi Max Stúkunni eru búnir að velja þá sem stóðu sig best á 2020 tímabilinu í Pepsi Max deild karla. 9. nóvember 2020 16:30
„Stór stjarna fyrir aftan þetta Íslandsmót“ Þjálfari KR gerði upp nýafstaðið tímabil í lokaþætti Pepsi Max stúkunnar á laugardaginn. 9. nóvember 2020 15:30
Sannkallaðar gæsahúðarsyrpur af Íslandsmeisturunum Breiðablik og Valur léku liða best í Pepsi Max deildunum árið 2020 og fögnuðu Íslandsmeistartitlum karla og kvenna þegar Íslandsmótið var blásið af fyrir rúmri viku. 9. nóvember 2020 13:00
Lennon bestur og Valgeir efnilegastur Síðasti þáttur tímabilsins af Pepsi Max Stúkunni fór fram í kvöld. Guðmundur Benediktsson og spekingar hans gerðu þar upp tímabilið í Pepsi Max deild karla sem blásin var af í síðustu viku. 7. nóvember 2020 20:31
Sjáðu fimm fallegustu Origo mörk ársins Pepsi Max Stúkan hefur valið fimm fallegustu Origo mörk ársins í Pepsi Max deild karla í fótbolta. Tilkynnt verður um besta markið í veglegum lokahófsþætti. 6. nóvember 2020 16:30