Rúrik á hvíta tjaldið í Þýskalandi og leikur í íslenskri kvikmynd Stefán Árni Pálsson skrifar 11. nóvember 2020 10:29 Rúrik Gíslason er hættur í fótbolta en verður greinilega ekki á flæðiskeri staddur í kjölfarið. Rúrik Gíslason hefur um árabil spilað með íslenska A-landsliðinu í knattspyrnu, hann á 53 landsleiki að baki þar sem hann hefur skorað þrjú mörk en auk þess spilaði Rúrik með yngri landsliðum Íslands. Rúrik ólst upp í Kópavogi, hann þótti fljótt efnilegur í knattspyrnu og gekk vel hjá uppeldisfélaginu, HK. Hann hóf feril sinn sem atvinnumaður ungur en viku fyrir 16 ára afmælisdaginn sinn í febrúar árið 2004 skrifaði hann undir sinn fyrsta atvinnumanna samning hjá Anderlecht í Belgíu. Júlíana Þóra Hálfdánardóttir settist niður með Rúrik á dögunum og ræddi við hann um ferilinn, hvað væri fram undan og hvernig það hafi verið fara svo ungur út í atvinnumennsku. „Hjá mér fylgdu því bara góðar tilfinningar þangað til að maður fór kannski að fá smá heimþrá og það var líka alveg áskorun að horfa upp á vini sína fara á menntaskólaböll og hafa gaman af lífinu. Maður var alveg svolítið mikið einn en ég held að það þurfi karakter til að höndla það að vera einn erlendis en ég held að ef maður gerir það rétt þá er þetta alveg gríðarlega mikilvæg lífsreynsla,“ segir Rúrik sem telur sig í raun ekki endilega hafa fórnað miklu. Þakklátur fyrir tækifærið „Það eru vissulega fórnir í þessu. Þú missir af afmælum, getur misst af jarðarförum og brúðkaupum. En það er hægt að líta á þetta á tvenna vegu. Þú getur annars vegar verið þakklátur fyrir tækifærið eða þá að vera vonsvikinn og sjá eftir því að hafa misst af þessu öllu. Ég hef ákveðið að taka fyrri pólinn í hæðina. Ég held að margir hafi kynnst því að fara á menntaskólaböll og fundist það einum of skemmtilegt og eru kannski enn þá fimmtugir að fara á böll allar helgar og ég held að það sé ekki endilega rétti lífstíllinn fyrir alla. Ég er fyrst og fremst þakklátur að hafa lært það snemma að þurfa að leggja á mig “ Árið 2005 hélt Rúrik til Charlton á Englandi þar sem hann var í tvö ár, eftir það fór hann til Danmerkur þar sem hann spilaði með Viborg, OB og FC Kaupmannahöfn, árið 2015 hélt hann svo til Þýskaland þar sem hann spilaði fyrst með FC Nurnberg og svo Sandhausen þar sem hann var þar til síðasta vor. Háværara raddir voru um að hann væri kominn heim og myndi jafnvel spila í Pepsi Max deildinni í sumar og svo var hann einnig orðaður við lið ytra, hann hefur verið staddur hér heima frá því samning hans Sandhausen lauk í maí. „Fótboltalega séð er akkúrat ekkert fram undan. Ég tók þá ákvörðun fyrir þónokkru síðan að skórnir fóru einfaldlega á hilluna. Það er stór ákvörðun og auðvitað útilokar maður aldrei að skórnir verði teknir niður af hillunni aftur en það er allavega ekki planið núna. Augnablikið er bara núna og það eru skemmtileg tækifæri á borðinu hjá mér. Um leið og ástríðan fer niður um bara hálft prósent þá er maður ekki lengur í þessu af réttri ástæðu,“ segir Rúrik sem fékk tilboð hér innanlands og erlendis en ákvað að stíga til hliðar og fara einbeita sér að einhverju öðru. Það sem stendur upp úr eftir knattspyrnuferilinn er að spila fyrir Ísland, spila í Meistaradeildinni og vinna titla. Þá stendur heimsmeistaramótið í Rússlandi sérstaklega upp úr. Reynir fyrir sér í leiklistinni „Það er ákveðin verkefni sem eru á borðinu og ég hef ákveðið að segja já við því. Það er ákveðið sjónvarpsverkefni í Þýskalandi á næsta ári og svo ætla ég að prófa það að leika í íslenskri bíómynd. Verkefnin eru fjölbreytt og spennandi og sérstaklega í ljósi þess að maður hefur kannski lifað í föstu formi undanfarin ár.“ Rúrik mun snemma á næsta ári gefa út sína eigin tónlist. „Ég hef fyrst og fremst áhuga á tónlist og finnst gaman að spila og búa til tónlist. Ég ákvað það ásamt Doctor Victor sem á allt frumkvæðið að þessu að koma mér inn í þetta. Hann sendi mér Facebook-skilaboð og spyr hvort ég væri til í að gera lag með honum og ég ákvað bara að slá til.“ Rúrik hefur sankað að sér reynslu í bakpokann í gegnum árin og sér fyrir sér að geta miðlað þeirri reynslu til yngri iðkenda og jafnvel eldri. Hann hefur að undanförnu unnið að gæluverkefni sem eru fyrirlestra sem hann gæti jafnvel hugsað sér að fara með inn í skóla, íþróttafélög og fyrirtæki en þar leiðbeinir hann ungu fólki hvernig hægt sé að ná sem bestum árangri í því sem það tekur sér fyrir hendur. Rúrik segir að orðspor hans sé honum mjög mikilvægt. „Ég fann fljótt sem ungur drengur að þegar fólk fór að tala um mig að halda svolítið fast í orðsporið. Við höfum öll bara eitt orðspor og það er nú einu sinni þannig að okkur finnst öllum gaman að tala og slúðra og ég held að það hafi verið minn hvati að koma vel fram við alla í kringum mig og gefa aldrei kost á því að það fari af stað einhver leiðindasaga um mann. Ég hef alltaf vandað mig að passa mig að vera kurteis,“ segir Rúrik en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Bíó og sjónvarp Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Sjá meira
Rúrik Gíslason hefur um árabil spilað með íslenska A-landsliðinu í knattspyrnu, hann á 53 landsleiki að baki þar sem hann hefur skorað þrjú mörk en auk þess spilaði Rúrik með yngri landsliðum Íslands. Rúrik ólst upp í Kópavogi, hann þótti fljótt efnilegur í knattspyrnu og gekk vel hjá uppeldisfélaginu, HK. Hann hóf feril sinn sem atvinnumaður ungur en viku fyrir 16 ára afmælisdaginn sinn í febrúar árið 2004 skrifaði hann undir sinn fyrsta atvinnumanna samning hjá Anderlecht í Belgíu. Júlíana Þóra Hálfdánardóttir settist niður með Rúrik á dögunum og ræddi við hann um ferilinn, hvað væri fram undan og hvernig það hafi verið fara svo ungur út í atvinnumennsku. „Hjá mér fylgdu því bara góðar tilfinningar þangað til að maður fór kannski að fá smá heimþrá og það var líka alveg áskorun að horfa upp á vini sína fara á menntaskólaböll og hafa gaman af lífinu. Maður var alveg svolítið mikið einn en ég held að það þurfi karakter til að höndla það að vera einn erlendis en ég held að ef maður gerir það rétt þá er þetta alveg gríðarlega mikilvæg lífsreynsla,“ segir Rúrik sem telur sig í raun ekki endilega hafa fórnað miklu. Þakklátur fyrir tækifærið „Það eru vissulega fórnir í þessu. Þú missir af afmælum, getur misst af jarðarförum og brúðkaupum. En það er hægt að líta á þetta á tvenna vegu. Þú getur annars vegar verið þakklátur fyrir tækifærið eða þá að vera vonsvikinn og sjá eftir því að hafa misst af þessu öllu. Ég hef ákveðið að taka fyrri pólinn í hæðina. Ég held að margir hafi kynnst því að fara á menntaskólaböll og fundist það einum of skemmtilegt og eru kannski enn þá fimmtugir að fara á böll allar helgar og ég held að það sé ekki endilega rétti lífstíllinn fyrir alla. Ég er fyrst og fremst þakklátur að hafa lært það snemma að þurfa að leggja á mig “ Árið 2005 hélt Rúrik til Charlton á Englandi þar sem hann var í tvö ár, eftir það fór hann til Danmerkur þar sem hann spilaði með Viborg, OB og FC Kaupmannahöfn, árið 2015 hélt hann svo til Þýskaland þar sem hann spilaði fyrst með FC Nurnberg og svo Sandhausen þar sem hann var þar til síðasta vor. Háværara raddir voru um að hann væri kominn heim og myndi jafnvel spila í Pepsi Max deildinni í sumar og svo var hann einnig orðaður við lið ytra, hann hefur verið staddur hér heima frá því samning hans Sandhausen lauk í maí. „Fótboltalega séð er akkúrat ekkert fram undan. Ég tók þá ákvörðun fyrir þónokkru síðan að skórnir fóru einfaldlega á hilluna. Það er stór ákvörðun og auðvitað útilokar maður aldrei að skórnir verði teknir niður af hillunni aftur en það er allavega ekki planið núna. Augnablikið er bara núna og það eru skemmtileg tækifæri á borðinu hjá mér. Um leið og ástríðan fer niður um bara hálft prósent þá er maður ekki lengur í þessu af réttri ástæðu,“ segir Rúrik sem fékk tilboð hér innanlands og erlendis en ákvað að stíga til hliðar og fara einbeita sér að einhverju öðru. Það sem stendur upp úr eftir knattspyrnuferilinn er að spila fyrir Ísland, spila í Meistaradeildinni og vinna titla. Þá stendur heimsmeistaramótið í Rússlandi sérstaklega upp úr. Reynir fyrir sér í leiklistinni „Það er ákveðin verkefni sem eru á borðinu og ég hef ákveðið að segja já við því. Það er ákveðið sjónvarpsverkefni í Þýskalandi á næsta ári og svo ætla ég að prófa það að leika í íslenskri bíómynd. Verkefnin eru fjölbreytt og spennandi og sérstaklega í ljósi þess að maður hefur kannski lifað í föstu formi undanfarin ár.“ Rúrik mun snemma á næsta ári gefa út sína eigin tónlist. „Ég hef fyrst og fremst áhuga á tónlist og finnst gaman að spila og búa til tónlist. Ég ákvað það ásamt Doctor Victor sem á allt frumkvæðið að þessu að koma mér inn í þetta. Hann sendi mér Facebook-skilaboð og spyr hvort ég væri til í að gera lag með honum og ég ákvað bara að slá til.“ Rúrik hefur sankað að sér reynslu í bakpokann í gegnum árin og sér fyrir sér að geta miðlað þeirri reynslu til yngri iðkenda og jafnvel eldri. Hann hefur að undanförnu unnið að gæluverkefni sem eru fyrirlestra sem hann gæti jafnvel hugsað sér að fara með inn í skóla, íþróttafélög og fyrirtæki en þar leiðbeinir hann ungu fólki hvernig hægt sé að ná sem bestum árangri í því sem það tekur sér fyrir hendur. Rúrik segir að orðspor hans sé honum mjög mikilvægt. „Ég fann fljótt sem ungur drengur að þegar fólk fór að tala um mig að halda svolítið fast í orðsporið. Við höfum öll bara eitt orðspor og það er nú einu sinni þannig að okkur finnst öllum gaman að tala og slúðra og ég held að það hafi verið minn hvati að koma vel fram við alla í kringum mig og gefa aldrei kost á því að það fari af stað einhver leiðindasaga um mann. Ég hef alltaf vandað mig að passa mig að vera kurteis,“ segir Rúrik en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Bíó og sjónvarp Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Sjá meira