„Hún er upphafið og hún er endirinn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 11:32 Steinunn Finnbogadóttir, ljósmóðir og borgarfulltrúi Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna, beitti sér af hörku fyrir því að mál Arnarholts yrði rannsakað í byrjun áttunda áratugarins. Úr einkasafni/Vísir/Vilhelm Dóttir Steinunnar Finnbogadóttur, ljósmóður og borgarfulltrúa Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna, lýsir því að móðir hennar hafi verið úthrópuð í samfélaginu fyrir að beita sér fyrir rannsókn á starfsemi Arnarholts á Kjalarnesi. Hún telur móður sína hafa unnið þrekvirki; það hafi sannarlega ekki verið auðvelt fyrir konu að stíga fram á karlavettvangi borgarstjórnar og benda á það sem var að. Ríkisútvarpið fjallaði í gær um óhugnanlegar lýsingar starfsfólks á vistheimilinu Arnarholti á Kjalarnesi. Í vitnaleiðslum yfir starfsfólki, sem Ríkisútvarpið hefur undir höndum, kemur m.a. fram að fárveikt fólk sem dvaldi á heimilinu til ársins 1971 hafi verið sett í einangrun í litlum fangaklefa, jafnvel vikum saman, í refsingarskyni. Minnstu mál gerð tortryggileg Arnarholt var opnað árið 1945 og var rekið af Reykjavíkurborg. Í greinargerð borgarlæknis frá árinu 1971 kom fram að í Arnarholti byggju Reykvíkingar sem ekki gætu séð um sig sjálfir og ættu almennt ekki samleið með borgarbúum af ýmsum ástæðum. Arnarholt var á þessum tíma ekki viðurkennd sjúkrastofnun heldur var vistun á heimilinu í höndum félagsmálastofnunar Reykjavíkur. „Sem kona í pólitík á þessum tíma þá voru minnstu mál gerð tortryggileg ef það hugnaðist ekki feðraveldinu. Fólk getur rétt ímyndað sér hvernig viðbrögðin voru þegar mamma bendir á að þarna sé ekki allt með felldu,“ segir Guðrún Alda Harðardóttir, doktor í leikskólafræðum og dóttir Steinunnar, í samtali við Vísi. Steinunn, sem lést árið 2016, var kosin í borgarstjórn árið 1970 og sat eitt kjörtímabil. Guðrún Alda segir að Arnarholtsmálið hafi í raun verið eitt af fyrstu málunum sem mamma hennar fór af stað með í borgarstjórn – og hún hafi þurft að taka málið upp aftur og aftur. Allt breyttist eftir lokaðan fund Borgarstjórn samþykkti loks í október 1970 að rannsókn skyldi fara fram á starfsemi Arnarholts, að frumkvæði Steinunnar. Nefnd þriggja lækna sem falið var að rannsaka málið komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í apríl 1971 að engar sannanir hefðu fundist fyrir ásökunum sem komið höfðu fram. Guðrún Alda Harðardóttir, doktor í leikskólafræðum og dóttir Steinunnar.úr einkasafni Guðrún Alda bendir á að Steinunn hafi setið vitnaleiðslur yfir nokkrum starfsmannanna sem voru yfirheyrðir. „Þannig að hún vissi allavega hluta af því sem þetta starfsfólk sagði. Þegar hvítþvotturinn kemur þá er hún engan veginn sátt við það. Vitandi allavega brot af því sem þjóðin er búin að sjá núna. Hún fer fram á að haldinn verði lokaður fundur í borgarstjórn þar sem hún muni lesa upp úr trúnaðargögnum og hún fær það í gegn og þarna breyttist allt,“ segir Guðrún Alda. „Það er greinilegt að borgarstjórn var að fá vitneskju um hluti sem þeir vissu ekki áður, hún las upp úr vitnaleiðslum og ég túlka það síðan þannig að borgarstjórn hafi hreinlega verið í sjokki eftir þennan fund. Þau ákveða að taka ekki neina ákvörðun heldur að fresta málinu fram á næsta fund, sem var skömmu síðar og var líka lokaður. Þá eru allt í einu allir sammála um að það eigi að færa Arnarholt undir Borgarspítalann. Og það var það sem mamma vildi allan tímann. Að þetta væri ekki bara svona stjórnlaust.“ Upphafið og endirinn Guðrún Alda var unglingur þegar mamma hennar beitti sér fyrir úttektinni á Arnarholti á sínum tíma. Hún segir að þrekvirki Steinunnar hafi orðið henni ljóst seinna meir en vissulega hefði hún fundið fyrir viðbrögðum við málinu á sínum tíma. „Hún var úthrópuð í samfélaginu. Það stóð til að lögsækja hana fyrir þetta. Það að stíga fram og benda á það sem að er, er ekki svo auðvelt. Og ég held það sé líka í dag, um leið og einhver stígur fram og bendir á að eitthvað sem allir telja að sé í besta lagi sé það ekki, þá rísa ansi margir upp. Það að stíga svona fram, sem kona í karlaumgjörð borgarstjórnar, það var þrekvirki mömmu. Algjört þrekvirki. Hún er upphafið og hún er endirinn á þessu máli.“ Félagsmál Reykjavík Borgarstjórn Vistheimili Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Dóttir Steinunnar Finnbogadóttur, ljósmóður og borgarfulltrúa Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna, lýsir því að móðir hennar hafi verið úthrópuð í samfélaginu fyrir að beita sér fyrir rannsókn á starfsemi Arnarholts á Kjalarnesi. Hún telur móður sína hafa unnið þrekvirki; það hafi sannarlega ekki verið auðvelt fyrir konu að stíga fram á karlavettvangi borgarstjórnar og benda á það sem var að. Ríkisútvarpið fjallaði í gær um óhugnanlegar lýsingar starfsfólks á vistheimilinu Arnarholti á Kjalarnesi. Í vitnaleiðslum yfir starfsfólki, sem Ríkisútvarpið hefur undir höndum, kemur m.a. fram að fárveikt fólk sem dvaldi á heimilinu til ársins 1971 hafi verið sett í einangrun í litlum fangaklefa, jafnvel vikum saman, í refsingarskyni. Minnstu mál gerð tortryggileg Arnarholt var opnað árið 1945 og var rekið af Reykjavíkurborg. Í greinargerð borgarlæknis frá árinu 1971 kom fram að í Arnarholti byggju Reykvíkingar sem ekki gætu séð um sig sjálfir og ættu almennt ekki samleið með borgarbúum af ýmsum ástæðum. Arnarholt var á þessum tíma ekki viðurkennd sjúkrastofnun heldur var vistun á heimilinu í höndum félagsmálastofnunar Reykjavíkur. „Sem kona í pólitík á þessum tíma þá voru minnstu mál gerð tortryggileg ef það hugnaðist ekki feðraveldinu. Fólk getur rétt ímyndað sér hvernig viðbrögðin voru þegar mamma bendir á að þarna sé ekki allt með felldu,“ segir Guðrún Alda Harðardóttir, doktor í leikskólafræðum og dóttir Steinunnar, í samtali við Vísi. Steinunn, sem lést árið 2016, var kosin í borgarstjórn árið 1970 og sat eitt kjörtímabil. Guðrún Alda segir að Arnarholtsmálið hafi í raun verið eitt af fyrstu málunum sem mamma hennar fór af stað með í borgarstjórn – og hún hafi þurft að taka málið upp aftur og aftur. Allt breyttist eftir lokaðan fund Borgarstjórn samþykkti loks í október 1970 að rannsókn skyldi fara fram á starfsemi Arnarholts, að frumkvæði Steinunnar. Nefnd þriggja lækna sem falið var að rannsaka málið komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í apríl 1971 að engar sannanir hefðu fundist fyrir ásökunum sem komið höfðu fram. Guðrún Alda Harðardóttir, doktor í leikskólafræðum og dóttir Steinunnar.úr einkasafni Guðrún Alda bendir á að Steinunn hafi setið vitnaleiðslur yfir nokkrum starfsmannanna sem voru yfirheyrðir. „Þannig að hún vissi allavega hluta af því sem þetta starfsfólk sagði. Þegar hvítþvotturinn kemur þá er hún engan veginn sátt við það. Vitandi allavega brot af því sem þjóðin er búin að sjá núna. Hún fer fram á að haldinn verði lokaður fundur í borgarstjórn þar sem hún muni lesa upp úr trúnaðargögnum og hún fær það í gegn og þarna breyttist allt,“ segir Guðrún Alda. „Það er greinilegt að borgarstjórn var að fá vitneskju um hluti sem þeir vissu ekki áður, hún las upp úr vitnaleiðslum og ég túlka það síðan þannig að borgarstjórn hafi hreinlega verið í sjokki eftir þennan fund. Þau ákveða að taka ekki neina ákvörðun heldur að fresta málinu fram á næsta fund, sem var skömmu síðar og var líka lokaður. Þá eru allt í einu allir sammála um að það eigi að færa Arnarholt undir Borgarspítalann. Og það var það sem mamma vildi allan tímann. Að þetta væri ekki bara svona stjórnlaust.“ Upphafið og endirinn Guðrún Alda var unglingur þegar mamma hennar beitti sér fyrir úttektinni á Arnarholti á sínum tíma. Hún segir að þrekvirki Steinunnar hafi orðið henni ljóst seinna meir en vissulega hefði hún fundið fyrir viðbrögðum við málinu á sínum tíma. „Hún var úthrópuð í samfélaginu. Það stóð til að lögsækja hana fyrir þetta. Það að stíga fram og benda á það sem að er, er ekki svo auðvelt. Og ég held það sé líka í dag, um leið og einhver stígur fram og bendir á að eitthvað sem allir telja að sé í besta lagi sé það ekki, þá rísa ansi margir upp. Það að stíga svona fram, sem kona í karlaumgjörð borgarstjórnar, það var þrekvirki mömmu. Algjört þrekvirki. Hún er upphafið og hún er endirinn á þessu máli.“
Félagsmál Reykjavík Borgarstjórn Vistheimili Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira