„Siðblinda afætan“ Gunnar Dan Wiium skrifar 12. nóvember 2020 10:30 Ég á vin. Ekki minn elsti, engin æskuvinur en vinur samt sem áður. Við kynntumst árið 2008 í Kaupmannahöfn innan vissra tólf spora samtaka. Hann var að díla við fíknisjúkdóm eins og ég sjálfur hafði gert nokkrum árum áður. Hann var ungur og snöggur, glaður og spontant. Í raun það hress að maður hafði ekkert mikið í hann. Svolítið eins og spretthlaupari. Ég hef alltaf verið svona meira í tvö þúsund metrunum meðan hann hljóp bara hundrað. Sagan af þessum gauk er ofur eðlileg. Bjó í húsi sem barn með stórum garði, átti hund sem hét Tinni. Hann á foreldra sem gerðu sitt besta í að ala hann upp, veittu honum ást og umhyggju, öryggi og aðhald. Hann lærði á Barington horn þar til að hann fékk ofnæmi fyrir munnstykkinu og flutti sig yfir í píanó. Um sautján, átján ára aldurinn fer hann að sækja í hugarfarsbreytingu. Hraðinn og skörun hugsana er mikil og vanmátturinn gagnvart því algjör. Hass, gras, sveppir í bland við alkóhól. Allt þetta góða stöff, stöffið sem fer með punktinn undir möru hins þjakaða hugarfars. Hann er greindur með svokallað þunglyndi átján ára sem klíniskt ástand, sem sjúkdóm en ekki sem einkenni eða afleiðing þeirrar neyslu sem hann var komin í. Í kjölfarið hefst þessi tvöfalda sjúkdómsgreining sem svo hefur fylgt honum æ síðan. Neyslan eykst jafnt og þétt í bland við fjölgun efna. Fyrstu meðferðina inn á Vogi fer hann í um nítján ára gamall. Það varð fyrsta meðferðin hans af sjö eða átta. Einu sinni kláraði hann heila tuttugu og átta daga meðferð á Staðarfelli og þrisvar fór hann á Krísuvík en aldrei var klárað. Margar tilraunir innan tólf spora samfélags hafa verið reyndar án árangurs. Lengsti edrú tími sem hann hefur náð er um níu mánuðir. Síðan 2012 hefur hann lagst sjö sinnum inn á geðdeild Landsspítalans í mislangan tíma. Í öll skipti nema fyrsta hefur hann verið sviptur sjálfræði og nú síðast árið 2018. Sú svipting er enn í gangi og lítur út fyrir að hún verði mögulega til frambúðar. Ástæðan fyrir því er stórmerkileg og kem ég að því síðar. Afleiðing misnotkunar þessara vímuefna vinar míns eru geðrof og þunglyndi. Það einfaldlega segir sig sjálft. Úrræðin sem svo eru í boði fyrir þennan góða vin minn af hálfu þess heilbrigðiskerfis sem kostað er af skattgreiðendum eru vægast sagt ótrúleg. Og tekið skal fram að ekki er verið að bjóða honum þessi úrræði, þeim er klínt á hann með valdi og viðurstyggilegu ofbeldi því jú, maðurinn hefur verið sviptur frelsi í hvert skipti. Listinn yfir þau lyf sem geðheilbrigðiskerfið hefur reynt á hann er svohljóðandi: Lithium Cipralex Zoloft Prozac Wellbutrin Risperdal Zyprexa Invega Clozapine Seroquel Abilify Haldol Peratsin Phenergan Klórprómasin Rítalin Concerta Strattera Librium Sobrill Temestad Rivotrill. Venlaxafine. Í dag er hann vinur minn, sem er svo langt frá því að vera siðblindur lygari, eins og geðbatteríið meðal annars skilgreinir hann, á eftirfarandi lyfjakúr. Lithium Olanzapine í sprautu, 210mg mánaðarlega Fluanxol 40mg tvisvar í mánuði Invega 3mg á dag Sertral 50mg Librium 75mg á dag Akiniton Og svo að sjálfsögðu er hann orðinn að eftirspurn blóðþrýstings og sykursýkislyfja. Hann er þrátt fyrir allan þennan töfrakúr þjakaður af þunglyndi, komin í yfirvigt, heldur ekki einbeitingu í einn sjónvarpsþátt og sér í raun ekkert fyrir sig nema að lífið endi haldi þetta áfram. Kerfið sem hann situr fastur í, frelsissviptur eins og glæpamaður, hefur svikið hann og gjáin milli hans og úræðanna er orðin algjör. Þetta er sem fangelsisvist krydduð með lyfjatilraunum. Ég er ekki að halda því fram að um illan ásetning sé um að ræða. Mig grunar að málin liggi þannig að viss örvænting grípi heilt kerfi í vanmættinum. Svo er þessi nátenging hins frjálsa geðlyfjamarkaðar við kerfið sem á að vinna fyrir okkur, okkur fólkið, vægast sagt siðlaus. Ásetningur lyfjarisans er náttúrulega bara hagnaður með öllum mögulegum ráðum. Síðan 2012 hefur vinur minn verið innlagður, sviptur sjálfræði í um 50 af 100 mánuðum. Þessi innlögn sem nú er í gangi hefur staðið yfir síðan sumarið 2018. Hann var lagður inn í kjölfar geðrofs sem var triggerað af neyslu eins og svo oft áður. Hann var sviptur eins og svo oft áður enda með talsverðar ranghugmyndir sem geta auðveldlega verið honum og samferðafólki til mikillar hættu. Sviptingin í þetta skipti náði í fyrstu til þriggja mánaða en var svo framlengd til tveggja ára. Sá tími er nú liðinn en nú í síðasta mánuði var enn framlengt til árs í viðbót. En það sem svo gerist í byrjun þessarar innlagnar er að inn á bráðageðdeild ræðst vinur minn á starfsmann því hann hafði heyrt hann segja við sig trekk í trekk “þú deyrð, þú deyrð”. Vinurinn í öllum sínum ranghugmyndum missir þá sáralitlu stjórn sem hann hafði á sjálfum sér og ræðst á starfsmanninn sem hlýtur fyrir vikið mar á hálsi. Afleiðingin er sú að hann er ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni, og það á meðan hann var í geðrofi, útúr lyfjaður undir eftirliti og verndarvæng okkar vanmáttuga geðheilbrigðiskerfis. Geðlæknirinn hans skrifar um hann 23 blaðsíðna greinargerð. Þessi greinargerð er svo lögð fram sem greining eða faglegt mat á honum fyrir dómi. Vinurinn var í raun ekki með sjálfræði þegar brotið átti sér stað. Að mati læknisins telur hann að vinurinn hafi ekki verið sakhæfur á þeim tíma sem brotið átti sér stað en samt sem áður bíður hann ákæru sem um heilbrigðan og frjálsan mann sé um að ræða. Læknirinn sem í raun á að vera læknir, einhver sem læknar, heilar, elskar og vill vel, leggur til í skýrslu sinni til dómsins að vinurinn verði frelsissviptur óákveðið og allt í raun eftir því hvenær og hvernig honum finnst sjúklingnum vegna í sinni líðan. Hann segir einnig í skýrslunni að þessi mjúki maður, í raun bara drengur í mannslíkama, beri samkvæmt skilgreiningu merki um „siðblinda afætishegðun“. Vinurinn hins vegar hefur lítið um þetta að segja undir járnhæl þessa kerfis sem virðist aðeins hafa einn margþættan tilgang að leiðarljósi, kvelja og frysta niður alla mögulega eiginleika vitundarinnar til heilunar og leiðréttingar með lyfjum og fangelsisvist. Ég er með þessari lýsingu að klaga kerfið sem er að bjóða okkur upp á ónýt úrræði við geðheilbrigðisverkefnum. Lyfin auðsýnileg eru ekki að virka sem neitt annað en veldisaukning á vandamálið sem þeim er ætlað að leysa. Ég er ekki að halda því fram að ég viti nokkuð um hvað lyfin eiga að vera gera fyrir sjúklinginn en augljóst er að læknarnir virðast ekki vita það heldur. Við erum búin að tapa stríðinu gegn fíkniefnum, sjálfsmorðum hefur fjölgað, kulnun í leik og starfi er að aukast, um fjórðungar íslendinga er á þunglyndislyfjum og þá eru eftir allar hinar greiningarnar, svo sem adhd fyrir börn og fullorðna með tilheyrandi lyfjagjöf. Einnig ber að nefna lyfjagjafir við kvíða og svefnleysi. Ég er að klaga vanmáttugt geðheilbrigðiskerfi sem í grunninnn er keyrt af styrkjum lyfjafyrirtækja, pakkð í sellófan greiningarrisans. Vinur minn sem kýs ekki að koma fram undir nafni í þessum pistli, er enginn dýrlingur. Hann hefur glímt við hvatvísi, ranghugmyndir og athyglisbrest sem afleiðing þessa andlega meins sem er einn af þremur þáttum sjúkdómsgreiningar á alkóhólisma. Hann hefur sært sitt samferðarfólk sem hefur alltaf bara elskað hann, enda er hann elskunnar virði. Hann hefur svipt foreldra sína og systkini hugarró síðustu mörg ár ítrekað með einhverjum djöfulsins fíflaskap og vitleysu. En hann er að glíma við vitundarsjúkdóm sem þarfnast meðferðar, vandamálið er að meðferðin sem þarf til er ekki í boði fyrir hann. Hinsvegar er honum kippt úr umferð eins og sekum manni, beittur ofbeldi, brotinn og svo loks drepinn, en það virðist vera ætlunarverkið. Vinur minn er fíkill og alkóhólisti og þarfnast hjálpar í formi úrræða sem ekki eru í boði fyrir hann. Hann er orðinn örvæntingarfullur og á í raun ekkert eftir nema að kalla upphátt. Kalla upp sínar aðstæður og vanmátt, innilokaður í hið gaddavírsgirta hús sem honum er gert að búa í. Þessi grein er skrifuð í fullu samráði við vin minn sem ekki kýs að koma fram undir nafni. Höfundur er smíðakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Fíkn Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég á vin. Ekki minn elsti, engin æskuvinur en vinur samt sem áður. Við kynntumst árið 2008 í Kaupmannahöfn innan vissra tólf spora samtaka. Hann var að díla við fíknisjúkdóm eins og ég sjálfur hafði gert nokkrum árum áður. Hann var ungur og snöggur, glaður og spontant. Í raun það hress að maður hafði ekkert mikið í hann. Svolítið eins og spretthlaupari. Ég hef alltaf verið svona meira í tvö þúsund metrunum meðan hann hljóp bara hundrað. Sagan af þessum gauk er ofur eðlileg. Bjó í húsi sem barn með stórum garði, átti hund sem hét Tinni. Hann á foreldra sem gerðu sitt besta í að ala hann upp, veittu honum ást og umhyggju, öryggi og aðhald. Hann lærði á Barington horn þar til að hann fékk ofnæmi fyrir munnstykkinu og flutti sig yfir í píanó. Um sautján, átján ára aldurinn fer hann að sækja í hugarfarsbreytingu. Hraðinn og skörun hugsana er mikil og vanmátturinn gagnvart því algjör. Hass, gras, sveppir í bland við alkóhól. Allt þetta góða stöff, stöffið sem fer með punktinn undir möru hins þjakaða hugarfars. Hann er greindur með svokallað þunglyndi átján ára sem klíniskt ástand, sem sjúkdóm en ekki sem einkenni eða afleiðing þeirrar neyslu sem hann var komin í. Í kjölfarið hefst þessi tvöfalda sjúkdómsgreining sem svo hefur fylgt honum æ síðan. Neyslan eykst jafnt og þétt í bland við fjölgun efna. Fyrstu meðferðina inn á Vogi fer hann í um nítján ára gamall. Það varð fyrsta meðferðin hans af sjö eða átta. Einu sinni kláraði hann heila tuttugu og átta daga meðferð á Staðarfelli og þrisvar fór hann á Krísuvík en aldrei var klárað. Margar tilraunir innan tólf spora samfélags hafa verið reyndar án árangurs. Lengsti edrú tími sem hann hefur náð er um níu mánuðir. Síðan 2012 hefur hann lagst sjö sinnum inn á geðdeild Landsspítalans í mislangan tíma. Í öll skipti nema fyrsta hefur hann verið sviptur sjálfræði og nú síðast árið 2018. Sú svipting er enn í gangi og lítur út fyrir að hún verði mögulega til frambúðar. Ástæðan fyrir því er stórmerkileg og kem ég að því síðar. Afleiðing misnotkunar þessara vímuefna vinar míns eru geðrof og þunglyndi. Það einfaldlega segir sig sjálft. Úrræðin sem svo eru í boði fyrir þennan góða vin minn af hálfu þess heilbrigðiskerfis sem kostað er af skattgreiðendum eru vægast sagt ótrúleg. Og tekið skal fram að ekki er verið að bjóða honum þessi úrræði, þeim er klínt á hann með valdi og viðurstyggilegu ofbeldi því jú, maðurinn hefur verið sviptur frelsi í hvert skipti. Listinn yfir þau lyf sem geðheilbrigðiskerfið hefur reynt á hann er svohljóðandi: Lithium Cipralex Zoloft Prozac Wellbutrin Risperdal Zyprexa Invega Clozapine Seroquel Abilify Haldol Peratsin Phenergan Klórprómasin Rítalin Concerta Strattera Librium Sobrill Temestad Rivotrill. Venlaxafine. Í dag er hann vinur minn, sem er svo langt frá því að vera siðblindur lygari, eins og geðbatteríið meðal annars skilgreinir hann, á eftirfarandi lyfjakúr. Lithium Olanzapine í sprautu, 210mg mánaðarlega Fluanxol 40mg tvisvar í mánuði Invega 3mg á dag Sertral 50mg Librium 75mg á dag Akiniton Og svo að sjálfsögðu er hann orðinn að eftirspurn blóðþrýstings og sykursýkislyfja. Hann er þrátt fyrir allan þennan töfrakúr þjakaður af þunglyndi, komin í yfirvigt, heldur ekki einbeitingu í einn sjónvarpsþátt og sér í raun ekkert fyrir sig nema að lífið endi haldi þetta áfram. Kerfið sem hann situr fastur í, frelsissviptur eins og glæpamaður, hefur svikið hann og gjáin milli hans og úræðanna er orðin algjör. Þetta er sem fangelsisvist krydduð með lyfjatilraunum. Ég er ekki að halda því fram að um illan ásetning sé um að ræða. Mig grunar að málin liggi þannig að viss örvænting grípi heilt kerfi í vanmættinum. Svo er þessi nátenging hins frjálsa geðlyfjamarkaðar við kerfið sem á að vinna fyrir okkur, okkur fólkið, vægast sagt siðlaus. Ásetningur lyfjarisans er náttúrulega bara hagnaður með öllum mögulegum ráðum. Síðan 2012 hefur vinur minn verið innlagður, sviptur sjálfræði í um 50 af 100 mánuðum. Þessi innlögn sem nú er í gangi hefur staðið yfir síðan sumarið 2018. Hann var lagður inn í kjölfar geðrofs sem var triggerað af neyslu eins og svo oft áður. Hann var sviptur eins og svo oft áður enda með talsverðar ranghugmyndir sem geta auðveldlega verið honum og samferðafólki til mikillar hættu. Sviptingin í þetta skipti náði í fyrstu til þriggja mánaða en var svo framlengd til tveggja ára. Sá tími er nú liðinn en nú í síðasta mánuði var enn framlengt til árs í viðbót. En það sem svo gerist í byrjun þessarar innlagnar er að inn á bráðageðdeild ræðst vinur minn á starfsmann því hann hafði heyrt hann segja við sig trekk í trekk “þú deyrð, þú deyrð”. Vinurinn í öllum sínum ranghugmyndum missir þá sáralitlu stjórn sem hann hafði á sjálfum sér og ræðst á starfsmanninn sem hlýtur fyrir vikið mar á hálsi. Afleiðingin er sú að hann er ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni, og það á meðan hann var í geðrofi, útúr lyfjaður undir eftirliti og verndarvæng okkar vanmáttuga geðheilbrigðiskerfis. Geðlæknirinn hans skrifar um hann 23 blaðsíðna greinargerð. Þessi greinargerð er svo lögð fram sem greining eða faglegt mat á honum fyrir dómi. Vinurinn var í raun ekki með sjálfræði þegar brotið átti sér stað. Að mati læknisins telur hann að vinurinn hafi ekki verið sakhæfur á þeim tíma sem brotið átti sér stað en samt sem áður bíður hann ákæru sem um heilbrigðan og frjálsan mann sé um að ræða. Læknirinn sem í raun á að vera læknir, einhver sem læknar, heilar, elskar og vill vel, leggur til í skýrslu sinni til dómsins að vinurinn verði frelsissviptur óákveðið og allt í raun eftir því hvenær og hvernig honum finnst sjúklingnum vegna í sinni líðan. Hann segir einnig í skýrslunni að þessi mjúki maður, í raun bara drengur í mannslíkama, beri samkvæmt skilgreiningu merki um „siðblinda afætishegðun“. Vinurinn hins vegar hefur lítið um þetta að segja undir járnhæl þessa kerfis sem virðist aðeins hafa einn margþættan tilgang að leiðarljósi, kvelja og frysta niður alla mögulega eiginleika vitundarinnar til heilunar og leiðréttingar með lyfjum og fangelsisvist. Ég er með þessari lýsingu að klaga kerfið sem er að bjóða okkur upp á ónýt úrræði við geðheilbrigðisverkefnum. Lyfin auðsýnileg eru ekki að virka sem neitt annað en veldisaukning á vandamálið sem þeim er ætlað að leysa. Ég er ekki að halda því fram að ég viti nokkuð um hvað lyfin eiga að vera gera fyrir sjúklinginn en augljóst er að læknarnir virðast ekki vita það heldur. Við erum búin að tapa stríðinu gegn fíkniefnum, sjálfsmorðum hefur fjölgað, kulnun í leik og starfi er að aukast, um fjórðungar íslendinga er á þunglyndislyfjum og þá eru eftir allar hinar greiningarnar, svo sem adhd fyrir börn og fullorðna með tilheyrandi lyfjagjöf. Einnig ber að nefna lyfjagjafir við kvíða og svefnleysi. Ég er að klaga vanmáttugt geðheilbrigðiskerfi sem í grunninnn er keyrt af styrkjum lyfjafyrirtækja, pakkð í sellófan greiningarrisans. Vinur minn sem kýs ekki að koma fram undir nafni í þessum pistli, er enginn dýrlingur. Hann hefur glímt við hvatvísi, ranghugmyndir og athyglisbrest sem afleiðing þessa andlega meins sem er einn af þremur þáttum sjúkdómsgreiningar á alkóhólisma. Hann hefur sært sitt samferðarfólk sem hefur alltaf bara elskað hann, enda er hann elskunnar virði. Hann hefur svipt foreldra sína og systkini hugarró síðustu mörg ár ítrekað með einhverjum djöfulsins fíflaskap og vitleysu. En hann er að glíma við vitundarsjúkdóm sem þarfnast meðferðar, vandamálið er að meðferðin sem þarf til er ekki í boði fyrir hann. Hinsvegar er honum kippt úr umferð eins og sekum manni, beittur ofbeldi, brotinn og svo loks drepinn, en það virðist vera ætlunarverkið. Vinur minn er fíkill og alkóhólisti og þarfnast hjálpar í formi úrræða sem ekki eru í boði fyrir hann. Hann er orðinn örvæntingarfullur og á í raun ekkert eftir nema að kalla upphátt. Kalla upp sínar aðstæður og vanmátt, innilokaður í hið gaddavírsgirta hús sem honum er gert að búa í. Þessi grein er skrifuð í fullu samráði við vin minn sem ekki kýs að koma fram undir nafni. Höfundur er smíðakennari.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun