Dagur íslenskrar tungu: „Viltu tala íslensku við mig“? Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 09:00 Dagur íslenskrar tungu minnir okkur á að íslenskan er sameign okkar allra. Það er áríðandi að við séum meðvituð um það. Ekki bara á þessum degi heldur alla daga. Íslenskan er mikilvæg fyrir þá sem tala íslensku og mikilvæg fyrir þá sem eru að læra íslensku. Fyrir þá sem eru að læra íslensku sem annað mál skiptir miklu máli að taka þátt í samskiptum á íslensku. Þar sem enskukunnátta er almenn er alltof oft skipt yfir í ensku þegar íslenskunemar reyna að tala íslensku. Á degi íslenskrar tungu er því tilvalið að hvetja til þess að við tölum íslensku við þá sem eru að læra tungumálið og hafa áhuga á samskiptum. Það þarf samfélag til að læra tungumál Íslenskuþorpið er kennsluverkefni í íslensku sem öðru máli sem myndar brú úr kennslustofunni yfir í dagleg samskipti á íslensku og hvetur til virkrar þátttöku í samfélaginu. Í stuðningsneti Íslenskuþorpsins er hægt að æfa og læra íslensku í raunverlegum aðstæðum eftir nýjum leiðum. Nýjar rannsóknir á því hvernig við lærum tungumál sýna fram á mikilvægi málnotkunar fyrir tungumálanámið. Það er því mikilvægt að byrja sem fyrst að tala og þá skiptir mestu máli að tala við einhvern sem kann meira í nýja málinu en sá sem lærir og að tungumálanámið fari fram í samhengi við aðstæður. Íslenskuþorpið býður upp á markvisst og sérsniðið æfingaumhverfi og verkefni þar sem gengið er út frá því að tungumál lærist í félagslegum samskiptum. Stuðningsnetið er hannað og aðlagað nemendahópnum hverju sinni eftir aldri og þörfum. Það er skipað vinsamlegu og velviljuðu fólki sem leggur sig fram um að skilja erindi nemenda og talar íslensku. Samið er við fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga um að taka þátt í verkefninu og eiga samskipti við nemendur á íslensku. Kaffihús, bakarí, bókabúðir, bókasöfn, félagsmiðstöðvar eldri borgara, mentorar á vinnustöðum og fleiri mynda þannig stuðningsnet sem gerir íslenskunámið aðgengilegt, hagnýtt og skemmtilegt. Jákvæð upplifun í byrjun tungumálanáms eykur sjálfstraust nemenda í notkun málsins og stuðlar að árangri. Samstillt átak í grunnskólum Í vetur hefur skólasamsfélagið í Grafarvogi og á Kjalarnesi verið að innleiða kennsluaðferðir og stuðningsnet Íslenskuþorpsins fyrir nemendur með íslensku sem annað mál undir yfirskriftinni “Viltu tala íslensku við mig?” Markmiðið er að efla tjáningafærni og samskipti nemenda á íslensku og styðja við fjölmenningarsamfélag skólanna. Það er vel við hæfi að velja dag íslenskrar tungu til kynningar á átakinu og vekja athygli á mikilvægi þess að tala íslensku, sérstaklega fyrir þá sem eru að læra málið. Langflestir sem hingað flytja vilja læra íslensku, aðstæður og tækifæri þeirra til náms eru misjöfn og því má ekki gleyma. Spurningin: „Viltu tala íslensku við mig?“ gefur leyfi til að segja nei. Virðum þá sem vilja tala annað mál eða eru ekki tilbúnir til samskipta á íslensku. Fögnum þeim sem segja já og bjóðum upp á samskipti á íslensku. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni islenskuthorpid.is. „Vilt þú tala íslensku við mig?“ Höfundur er verkefnastjóri Íslenskuþorpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Dagur íslenskrar tungu minnir okkur á að íslenskan er sameign okkar allra. Það er áríðandi að við séum meðvituð um það. Ekki bara á þessum degi heldur alla daga. Íslenskan er mikilvæg fyrir þá sem tala íslensku og mikilvæg fyrir þá sem eru að læra íslensku. Fyrir þá sem eru að læra íslensku sem annað mál skiptir miklu máli að taka þátt í samskiptum á íslensku. Þar sem enskukunnátta er almenn er alltof oft skipt yfir í ensku þegar íslenskunemar reyna að tala íslensku. Á degi íslenskrar tungu er því tilvalið að hvetja til þess að við tölum íslensku við þá sem eru að læra tungumálið og hafa áhuga á samskiptum. Það þarf samfélag til að læra tungumál Íslenskuþorpið er kennsluverkefni í íslensku sem öðru máli sem myndar brú úr kennslustofunni yfir í dagleg samskipti á íslensku og hvetur til virkrar þátttöku í samfélaginu. Í stuðningsneti Íslenskuþorpsins er hægt að æfa og læra íslensku í raunverlegum aðstæðum eftir nýjum leiðum. Nýjar rannsóknir á því hvernig við lærum tungumál sýna fram á mikilvægi málnotkunar fyrir tungumálanámið. Það er því mikilvægt að byrja sem fyrst að tala og þá skiptir mestu máli að tala við einhvern sem kann meira í nýja málinu en sá sem lærir og að tungumálanámið fari fram í samhengi við aðstæður. Íslenskuþorpið býður upp á markvisst og sérsniðið æfingaumhverfi og verkefni þar sem gengið er út frá því að tungumál lærist í félagslegum samskiptum. Stuðningsnetið er hannað og aðlagað nemendahópnum hverju sinni eftir aldri og þörfum. Það er skipað vinsamlegu og velviljuðu fólki sem leggur sig fram um að skilja erindi nemenda og talar íslensku. Samið er við fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga um að taka þátt í verkefninu og eiga samskipti við nemendur á íslensku. Kaffihús, bakarí, bókabúðir, bókasöfn, félagsmiðstöðvar eldri borgara, mentorar á vinnustöðum og fleiri mynda þannig stuðningsnet sem gerir íslenskunámið aðgengilegt, hagnýtt og skemmtilegt. Jákvæð upplifun í byrjun tungumálanáms eykur sjálfstraust nemenda í notkun málsins og stuðlar að árangri. Samstillt átak í grunnskólum Í vetur hefur skólasamsfélagið í Grafarvogi og á Kjalarnesi verið að innleiða kennsluaðferðir og stuðningsnet Íslenskuþorpsins fyrir nemendur með íslensku sem annað mál undir yfirskriftinni “Viltu tala íslensku við mig?” Markmiðið er að efla tjáningafærni og samskipti nemenda á íslensku og styðja við fjölmenningarsamfélag skólanna. Það er vel við hæfi að velja dag íslenskrar tungu til kynningar á átakinu og vekja athygli á mikilvægi þess að tala íslensku, sérstaklega fyrir þá sem eru að læra málið. Langflestir sem hingað flytja vilja læra íslensku, aðstæður og tækifæri þeirra til náms eru misjöfn og því má ekki gleyma. Spurningin: „Viltu tala íslensku við mig?“ gefur leyfi til að segja nei. Virðum þá sem vilja tala annað mál eða eru ekki tilbúnir til samskipta á íslensku. Fögnum þeim sem segja já og bjóðum upp á samskipti á íslensku. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni islenskuthorpid.is. „Vilt þú tala íslensku við mig?“ Höfundur er verkefnastjóri Íslenskuþorpsins.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun