Gylfi Þór Sigurðsson þurfti ekki langan tíma til að setja sitt mark á leik Íslands og Ungverjalands í Búdapest í kvöld. Gylfi kom íslenska landsliðinu í 1-0 á móti Ungverjum með marki beint úr aukaspyrnu strax á 11. mínútu leiksins.
Jóhann Berg Guðmundsson fékk aukaspyrnuna og stóð við boltann ásamt Gylfa. Það var hins vegar Gylfi sem tók spyrnuna og skoraði.
Péter Gulácsi í marki Ungverja hefði reyndar átt að gera miklu betur því boltinn fór í gegnum hendur hans.
„Hann er ekki með harpix,“ sagði Gummi Ben í lýsingunni á Stöð 2 Sport og það er mikið til í því.
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í undanúrslitaleiknum á móti Rúmenum og komu þau líka í fyrri hálfleik. Gylfi er því kominn með þrjú mörk í umspilsleikjunum og íslenska landsliðinu heldur betur mikilvægur í sóknarleiknum.
Hér fyrir neðan má sjá mark Gylfa.