Ekkert samkomulag liggi fyrir um byggingu lúxushótels á Miðbakka Reykjavíkurhafnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 21:21 Áform um byggingu lúxushótels undir merkjum Four Seasons-hótelkeðjunnar á Miðbakka Reykjavíkurhafnar stranda ekki aðeins á deiliskipulagi heldur eru viðræður um hótelið sagðar á algjöru byrjunarstigi. Getty Áform um byggingu lúxushótels undir merkjum Four Seasons-hótelkeðjunnar á Miðbakka Reykjavíkurhafnar stranda ekki aðeins á deiliskipulagi heldur eru viðræður um hótelið á algjöru byrjunarstigi og ekkert samkomulag liggur fyrir af hálfu hótelkeðjunnar. Þetta kemur fram í frétt á vef Túrista þar sem vitnað er í svar Four Seasons-hótelkeðjunnar við fyrirspurn Túrista. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að fjárfestirinn Vincent Tan frá Malasíu sem, nýlega keypti öll Icelandair-hótelin, sé með stórar hugmyndir um að byggja fjölnota hús á Miðbakka, þrjátíu og þriggja þúsund fermetra hús, sem meðal annars ætti að hýsa fimm stjörnu hótel Four Season hótelkeðjunnar. Faxaflóahafnir eiga lóðina en skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa hafnað hugmyndinni. Þá er haft eftir Tryggva Þór Herbertssyni, stjórnarformanni Icelandair hótela og umsjónarmanni fjárfestinga Vincent Tan, að þrátt fyrir svör hótelkeðjunnar við fyrirspurn Túrista, standi hann við þau orð sín að hægt sé að hefja framkvæmdir við bygginguna nú þegar. Það verði hins vegar ekki hægt að ganga frá samningum við Four Seasons fyrr en byggingarleyfi sé í höfn. Í annarri frétt Túrista af málinu í dag segir að sterk tengsl séu á milli forsprakka Marriott Edition-hótelsins við Hörpu, Richard L. Freidmann, og Four Seasons-hótelkeðjunnar. Freidmann vinni til að mynd að byggingu tveggja hótela sem rekin verða af Four Seasons auk þess sem hann sat í fjölda ára í stjórn hótelkeðjunnar. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
Áform um byggingu lúxushótels undir merkjum Four Seasons-hótelkeðjunnar á Miðbakka Reykjavíkurhafnar stranda ekki aðeins á deiliskipulagi heldur eru viðræður um hótelið á algjöru byrjunarstigi og ekkert samkomulag liggur fyrir af hálfu hótelkeðjunnar. Þetta kemur fram í frétt á vef Túrista þar sem vitnað er í svar Four Seasons-hótelkeðjunnar við fyrirspurn Túrista. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að fjárfestirinn Vincent Tan frá Malasíu sem, nýlega keypti öll Icelandair-hótelin, sé með stórar hugmyndir um að byggja fjölnota hús á Miðbakka, þrjátíu og þriggja þúsund fermetra hús, sem meðal annars ætti að hýsa fimm stjörnu hótel Four Season hótelkeðjunnar. Faxaflóahafnir eiga lóðina en skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa hafnað hugmyndinni. Þá er haft eftir Tryggva Þór Herbertssyni, stjórnarformanni Icelandair hótela og umsjónarmanni fjárfestinga Vincent Tan, að þrátt fyrir svör hótelkeðjunnar við fyrirspurn Túrista, standi hann við þau orð sín að hægt sé að hefja framkvæmdir við bygginguna nú þegar. Það verði hins vegar ekki hægt að ganga frá samningum við Four Seasons fyrr en byggingarleyfi sé í höfn. Í annarri frétt Túrista af málinu í dag segir að sterk tengsl séu á milli forsprakka Marriott Edition-hótelsins við Hörpu, Richard L. Freidmann, og Four Seasons-hótelkeðjunnar. Freidmann vinni til að mynd að byggingu tveggja hótela sem rekin verða af Four Seasons auk þess sem hann sat í fjölda ára í stjórn hótelkeðjunnar.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira