Trump sagður velta sér upp úr ósigrinum á meðan faraldurinn geisar Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2020 23:53 Trump forseti hefur þagað þunnu hljóði um mikinn vöxt í kórónuveirufaraldrinum undanfarna daga. Þess í stað tístir hann af miklum móð um að kosningasigur hafi verið hafður af honum og bölsótast út í Fox-sjónvarpsstöðina. AP/Andrew Harnik Enn eitt metið yfir fjölda nýrra kórónuveirusmita var slegið í Bandaríkjunum í dag. Á sama tíma er Donald Trump forseti sagður hafa hætt afskiptum af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við faraldrinum og hann velti sér þess í stað upp úr ósigri sínum í forsetakosningunum í síðustu viku. Fleiri en 152.000 manns greindust smitaðir í Bandaríkjunum í dag og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi. Þetta var sjöundi dagurinn af síðustu níu þar sem met er slegið yfir fjölda smitaðra sem greinast á einum degi, að sögn Washington Post. Einnig var slegið met yfir fjölda innlagna á sjúkrahús vegna veirunnar, rúmlega 66.600 manns. Þrátt fyrir að faraldurinn, sem hefur valdið dauða fleiri en 240.000 Bandaríkjamanna til þessa, sé í örum vexti hefur Trump forseti nær algerlega kúplað sig út úr baráttunni við veiruna. Ráðgjafar hans segja AP-fréttastofunni að hann hafi lítinn áhuga sýnt á faraldrinum þrátt fyrir metfjölda nýsmita og að gjörgæsludeildir sjúkrahúsa séu að fyllast víða. Þess í stað er Trump gramur yfir kosningaúrslitunum og að lyfjarisinn Pfizer hafi ekki tilkynnt um framfarir í þróun bóluefnis fyrr en eftir kjördag. Forsetinn hefur ekkert tjáð sig um vöxt faraldursins undanfarna daga en heldur beint orku sinni í að saka Pfizer um að hafa haldið tíðindunum leyndum sem lið í samsæri gegn sér. Heilbrigðisstarfsmaður í bráðabirgðaskimunarmiðstöð í Brooklyn í New York. Ríkisstjórinn þar hefur skipað fyrir um hertar sóttvarnaaðgerðir frá og með morgundeginum vegna uppgangs faraldursins.AP/John Minchillo Ekki nóg að nýr forseti bjargi málunum Ríkisstjórn Trump hefur neitað að viðurkenna úrslit forsetakosninganna eða að vinna með Joe Biden, verðandi forseta, þvert á venjur við stjórnarskipti. Biden tekur við embætti forseta 20. janúar. Lýðheilsusérfræðingar óttast að faraldurinn eigi aðeins eftir að versna frekar og takmarka getu yfirvalda til að dreifa bóluefni hratt ef Trump neitar að grípa til afgerandi aðgerða eða vinna með undirbúningsteymi Biden. „Þetta er stórt vandamál. Stjórnarskiptin eiga sér ekki stað fyrr en í janúar og við erum í algeru neyðarástandi núna. Við vitum nú þegar hvert þetta stefnir. Það er ekki nógu gott að segja að við ætlum að bíða þar til nýr forseti tekur við með að bregðast við,“ segir Abraar Karan, lýðheilsusérfræðingur við Brigham and Women‘s-sjúkrahúsið í Boston og læknadeild Harvard-háskóla. Biden, verðandi forseti, á fundi með ráðgjafaráði sínu um faraldurinn á mánudag. Hann hefur heitið því að grípa til umfangsmikilla aðgerða þegar á fyrsta degi sem forseti í janúar.AP/Carolyn Kaster Enn sýkjast ráðgjafar forsetans Hópsýking geisar nú öðru sinni í Hvíta húsinu sjálfu og á meðal náinna ráðgjafa Trump forseta. Corey Lewandowski, ráðgjafi framboðs Trump og fyrrverandi kosningastjóri, greindist smitaður í dag og Richard Walters, starfsmannastjóri landsnefndar Repúblikanaflokksins, sömuleiðis. New York Times segir að Lewandowski og að minnsta kosti fjórir aðrir sem hafa greinst smitaðir, þar á meðal starfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi verið viðstaddir kosningavöku forsetans í Hvíta húsinu. Hundruð manna komu þar saman í fleiri klukkustundir, margir þeirra grímulausir. Í heildina hafa nú að minnsta kosti tuttugu manns í ríkisstjórn Trump, framboði hans og nánasta hring greinst smitaðir af veirunni auk hans sjálfs. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Enn eitt metið yfir fjölda nýrra kórónuveirusmita var slegið í Bandaríkjunum í dag. Á sama tíma er Donald Trump forseti sagður hafa hætt afskiptum af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við faraldrinum og hann velti sér þess í stað upp úr ósigri sínum í forsetakosningunum í síðustu viku. Fleiri en 152.000 manns greindust smitaðir í Bandaríkjunum í dag og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi. Þetta var sjöundi dagurinn af síðustu níu þar sem met er slegið yfir fjölda smitaðra sem greinast á einum degi, að sögn Washington Post. Einnig var slegið met yfir fjölda innlagna á sjúkrahús vegna veirunnar, rúmlega 66.600 manns. Þrátt fyrir að faraldurinn, sem hefur valdið dauða fleiri en 240.000 Bandaríkjamanna til þessa, sé í örum vexti hefur Trump forseti nær algerlega kúplað sig út úr baráttunni við veiruna. Ráðgjafar hans segja AP-fréttastofunni að hann hafi lítinn áhuga sýnt á faraldrinum þrátt fyrir metfjölda nýsmita og að gjörgæsludeildir sjúkrahúsa séu að fyllast víða. Þess í stað er Trump gramur yfir kosningaúrslitunum og að lyfjarisinn Pfizer hafi ekki tilkynnt um framfarir í þróun bóluefnis fyrr en eftir kjördag. Forsetinn hefur ekkert tjáð sig um vöxt faraldursins undanfarna daga en heldur beint orku sinni í að saka Pfizer um að hafa haldið tíðindunum leyndum sem lið í samsæri gegn sér. Heilbrigðisstarfsmaður í bráðabirgðaskimunarmiðstöð í Brooklyn í New York. Ríkisstjórinn þar hefur skipað fyrir um hertar sóttvarnaaðgerðir frá og með morgundeginum vegna uppgangs faraldursins.AP/John Minchillo Ekki nóg að nýr forseti bjargi málunum Ríkisstjórn Trump hefur neitað að viðurkenna úrslit forsetakosninganna eða að vinna með Joe Biden, verðandi forseta, þvert á venjur við stjórnarskipti. Biden tekur við embætti forseta 20. janúar. Lýðheilsusérfræðingar óttast að faraldurinn eigi aðeins eftir að versna frekar og takmarka getu yfirvalda til að dreifa bóluefni hratt ef Trump neitar að grípa til afgerandi aðgerða eða vinna með undirbúningsteymi Biden. „Þetta er stórt vandamál. Stjórnarskiptin eiga sér ekki stað fyrr en í janúar og við erum í algeru neyðarástandi núna. Við vitum nú þegar hvert þetta stefnir. Það er ekki nógu gott að segja að við ætlum að bíða þar til nýr forseti tekur við með að bregðast við,“ segir Abraar Karan, lýðheilsusérfræðingur við Brigham and Women‘s-sjúkrahúsið í Boston og læknadeild Harvard-háskóla. Biden, verðandi forseti, á fundi með ráðgjafaráði sínu um faraldurinn á mánudag. Hann hefur heitið því að grípa til umfangsmikilla aðgerða þegar á fyrsta degi sem forseti í janúar.AP/Carolyn Kaster Enn sýkjast ráðgjafar forsetans Hópsýking geisar nú öðru sinni í Hvíta húsinu sjálfu og á meðal náinna ráðgjafa Trump forseta. Corey Lewandowski, ráðgjafi framboðs Trump og fyrrverandi kosningastjóri, greindist smitaður í dag og Richard Walters, starfsmannastjóri landsnefndar Repúblikanaflokksins, sömuleiðis. New York Times segir að Lewandowski og að minnsta kosti fjórir aðrir sem hafa greinst smitaðir, þar á meðal starfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi verið viðstaddir kosningavöku forsetans í Hvíta húsinu. Hundruð manna komu þar saman í fleiri klukkustundir, margir þeirra grímulausir. Í heildina hafa nú að minnsta kosti tuttugu manns í ríkisstjórn Trump, framboði hans og nánasta hring greinst smitaðir af veirunni auk hans sjálfs.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent