Öryggið í heimsfaraldri Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 08:00 Ég held að flest öll séu farin að finna vel fyrir þreytu er varðar reglur og samkomubann vegna kórónuveirunnar. Mörg eru búin að missa vinnuna og sjá ekki hvenær möguleiki er að fá aftur vinnu. Við söknum þess að halda matarboð, kíkja með vinkonum og vinum á „happy- hour“, fara til útlanda og knúsa ömmu og afa. Þetta ástand er orðið þreytt. Ímyndið ykkur núna að vera atvinnulaus með tvö börn á framfæri, í íslenska skammdeginu með tilheyrandi lægðum að reyna að halda í jákvæðnina. Börnin fá að mæta í skólann og mæta glöð heim eftir góðan dag. Pottréttur mallar á eldavélinni og það er kveikt á kerti á eldhúsborðinu. En innra með þér er hræðsla. Svo ótrúlega mikil hræðsla því stjórnvöld vilja vísa þér úr landi. Úr landi sem þú ert búin að gera þér heimili og búa í næstum sjö ár. Í landi þar sem börnin þín fæddust og þekkja ekkert annað. Þar sem vinir þínir og vinir barnanna þinna eru. Þar sem öryggið er - það sem er heima. Í heimsfaraldri er hægt að missa þróttinn og vera þreytt. En það er öryggi í því að eiga heimili. Það er öryggi í því að börnin fái að mæta í skólann. Það er öryggi í því að stjórnvöld séu að gera allt sem þau geta til að ná niður smitum í samfélaginu. Það er öryggi að vera heima. Því miður er ekki öryggi fyrir öll að vera heima hjá sér en það er öryggi fyrir Mahe, Bassirou og dætur þeirra tvær sem á nú að senda úr landi. Senda þau burt til lands sem þau hræðast að búa í og telja að öryggi dætra sinna sé ógnað. Við getum ekki gefið þeim Covid-lausan heim eða að öllum sé tryggð atvinna. En við getum gefið þeim öryggi. Öryggið að fá dvalarleyfi og búa á Íslandi. Nú hafa rúmlega 20.000 manns skrifað undir áskorun þess efnis að fjölskyldan fái dvalarleyfi hér á Íslandi. Ég skora á Áslaugu Örnu að taka mál þeirra til skoðunar sem fyrst, hlusta á raddir rúmlega 20.000 manns og veita fjölskyldunni það öryggi sem öll eiga skilið. Höfundur er í miðstjórn Ungra jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég held að flest öll séu farin að finna vel fyrir þreytu er varðar reglur og samkomubann vegna kórónuveirunnar. Mörg eru búin að missa vinnuna og sjá ekki hvenær möguleiki er að fá aftur vinnu. Við söknum þess að halda matarboð, kíkja með vinkonum og vinum á „happy- hour“, fara til útlanda og knúsa ömmu og afa. Þetta ástand er orðið þreytt. Ímyndið ykkur núna að vera atvinnulaus með tvö börn á framfæri, í íslenska skammdeginu með tilheyrandi lægðum að reyna að halda í jákvæðnina. Börnin fá að mæta í skólann og mæta glöð heim eftir góðan dag. Pottréttur mallar á eldavélinni og það er kveikt á kerti á eldhúsborðinu. En innra með þér er hræðsla. Svo ótrúlega mikil hræðsla því stjórnvöld vilja vísa þér úr landi. Úr landi sem þú ert búin að gera þér heimili og búa í næstum sjö ár. Í landi þar sem börnin þín fæddust og þekkja ekkert annað. Þar sem vinir þínir og vinir barnanna þinna eru. Þar sem öryggið er - það sem er heima. Í heimsfaraldri er hægt að missa þróttinn og vera þreytt. En það er öryggi í því að eiga heimili. Það er öryggi í því að börnin fái að mæta í skólann. Það er öryggi í því að stjórnvöld séu að gera allt sem þau geta til að ná niður smitum í samfélaginu. Það er öryggi að vera heima. Því miður er ekki öryggi fyrir öll að vera heima hjá sér en það er öryggi fyrir Mahe, Bassirou og dætur þeirra tvær sem á nú að senda úr landi. Senda þau burt til lands sem þau hræðast að búa í og telja að öryggi dætra sinna sé ógnað. Við getum ekki gefið þeim Covid-lausan heim eða að öllum sé tryggð atvinna. En við getum gefið þeim öryggi. Öryggið að fá dvalarleyfi og búa á Íslandi. Nú hafa rúmlega 20.000 manns skrifað undir áskorun þess efnis að fjölskyldan fái dvalarleyfi hér á Íslandi. Ég skora á Áslaugu Örnu að taka mál þeirra til skoðunar sem fyrst, hlusta á raddir rúmlega 20.000 manns og veita fjölskyldunni það öryggi sem öll eiga skilið. Höfundur er í miðstjórn Ungra jafnaðarmanna.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun