Desemberuppbót en ekki biðraðir Drífa Snædal skrifar 13. nóvember 2020 12:01 Við vitum öll að sú kreppa sem nú gengur yfir kemur afar misjafnt niður á fólki eftir aldri, atvinnugreinum og búsetu. Ósk eftir aðstoð frá hjálparsamtökum hefur aukist til muna og sama má segja um beiðnir um fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna. Við hljótum að vera sammála um að draga úr neyðinni og það sé smánarblettur að fólk þurfi að leita á náðir hjálparsamtaka til að geta haldið jól. Það minnsta sem hægt er að gera einmitt núna er að tryggja atvinnuleitendum desemberuppbót sambærilega þeirri sem er að finna í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði, þ.e. 94.000 krónur. Það er uppbótin sem aðilar vinnumarkaðarins hafa samið um sem viðmið og það er eðlileg krafa að atvinnuleitendur fái slíka uppbót. Að sama skapi skal tryggja uppbót fyrir öryrkja sem kemur þeim ekki í koll í harkalegum skerðingum þannig að desemberuppbótin verði skatta- og skerðingalaus. Gerum allavega þetta rétt og drögum úr neyðinni! Í vikunni birti OECD ótrúlega skýrslu um samkeppnismat á Íslandi. Það er eins og dustað hafi verið rykið af skýrslu frá síðustu aldamótum og úreltar kreddur um að draga úr eftirliti séu í sjálfu sér góðar óháð innihaldinu. Við verðum að hafa í huga að reglur um mannvirki eins og aðrar reglur eru til að vernda heilsu og velferð fólks. Það verður að vera í forgrunni við allar ákvarðanir að við séum ekki að slaka á kröfum um velferð. Sama má segja um tillögurnar um að draga úr löggjöf um löggiltar starfsgreinar – slíkar reglur eru settar til að tryggja fagmennsku og gæði umfram allt annað og við eigum að hafa þann metnað áfram. Að „draga úr samkeppnishindrunum“ í leigubifreiðaakstri er til að mynda glórulaus tillaga um að sleppa hark-hagkerfinu lausu og verður til þess eins að draga úr öryggi farþega og lækka tekjur þeirra sem hafa lífsviðurværi sitt af leigubifreiðaakstri. Gerum ekki sömu mistök og aðrar þjóðir í þeim efnum! Endurreisum atvinnulífið á tryggum ráðningarsamböndum, fagmennsku og öryggi! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Við vitum öll að sú kreppa sem nú gengur yfir kemur afar misjafnt niður á fólki eftir aldri, atvinnugreinum og búsetu. Ósk eftir aðstoð frá hjálparsamtökum hefur aukist til muna og sama má segja um beiðnir um fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna. Við hljótum að vera sammála um að draga úr neyðinni og það sé smánarblettur að fólk þurfi að leita á náðir hjálparsamtaka til að geta haldið jól. Það minnsta sem hægt er að gera einmitt núna er að tryggja atvinnuleitendum desemberuppbót sambærilega þeirri sem er að finna í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði, þ.e. 94.000 krónur. Það er uppbótin sem aðilar vinnumarkaðarins hafa samið um sem viðmið og það er eðlileg krafa að atvinnuleitendur fái slíka uppbót. Að sama skapi skal tryggja uppbót fyrir öryrkja sem kemur þeim ekki í koll í harkalegum skerðingum þannig að desemberuppbótin verði skatta- og skerðingalaus. Gerum allavega þetta rétt og drögum úr neyðinni! Í vikunni birti OECD ótrúlega skýrslu um samkeppnismat á Íslandi. Það er eins og dustað hafi verið rykið af skýrslu frá síðustu aldamótum og úreltar kreddur um að draga úr eftirliti séu í sjálfu sér góðar óháð innihaldinu. Við verðum að hafa í huga að reglur um mannvirki eins og aðrar reglur eru til að vernda heilsu og velferð fólks. Það verður að vera í forgrunni við allar ákvarðanir að við séum ekki að slaka á kröfum um velferð. Sama má segja um tillögurnar um að draga úr löggjöf um löggiltar starfsgreinar – slíkar reglur eru settar til að tryggja fagmennsku og gæði umfram allt annað og við eigum að hafa þann metnað áfram. Að „draga úr samkeppnishindrunum“ í leigubifreiðaakstri er til að mynda glórulaus tillaga um að sleppa hark-hagkerfinu lausu og verður til þess eins að draga úr öryggi farþega og lækka tekjur þeirra sem hafa lífsviðurværi sitt af leigubifreiðaakstri. Gerum ekki sömu mistök og aðrar þjóðir í þeim efnum! Endurreisum atvinnulífið á tryggum ráðningarsamböndum, fagmennsku og öryggi! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun