Jón Þór um síðustu leiki undankeppninnar: Þetta verða krefjandi leikir, eru erfiðir útivellir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2020 20:30 Jón Þór Hauksson var töluvert rólegri í viðtalinu en hann er hér. vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttir fyrir Sportpakka Stöðvar 2 um landsliðshópinn sem var birtur í dag og komandi verkefni liðsins. Liðið ætlar sér á EM sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Því miður missum við Karolínu Leu [Vilhjálmsdóttur, leikmann Breiðabliks] því hún meiddist á hné og er á leiðinni í aðgerð. Hún er frá næstu vikur og mánuði sem er slæmt fyrir okkur þar sem hún hefur komið vel inn í okkar lið og sóknarleikinn okkar. Á móti kemur að við fáum Dagnýju [Brynjarsdóttur, leikmann Selfoss] og Rakel [Hönnudóttur, leikmann Breiðabliks] aftur inn í hópinn. Báðar eru virkilega góðir leikmenn, með mikla reynslu og munu nýtast okkur vel í þessum leikjum,“ sagði Jón Þór um helstu breytingarnar á íslenska landsliðshópnum. Hópur Íslands sem mætir Slóvakíu og Ungverjalandi í síðustu tveimur leikjunum í undankeppni EM 2021!This is our squad for games against Slovakia and Hungary in the @UEFAWomensEURO qualifiers!https://t.co/WxJPi6xrmm#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/4EeGelYLAH— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 13, 2020 „Við erum vongóð um að hún geti byrjað að æfa af krafti í næstu viku. Hún er búin að fá góða hvíld á ristina og samkvæmt því ætti hún að getað tekið þátt í þessu verkefni,“ sagði landsliðsþjálfarinn um stöðuna á Dagnýju sem missti af tapinu gegn Svíþjóð ytra vegna meiðsla. Ísland á tvo leiki eftir undankeppninni, gegn Slóvakíu og Ungverjalandi. „Við viljum halda áfram þessari leið að komast til Englands [á EM] og það hefur verið markmiðið frá fyrsta leik í þessum riðli. Það hefur ekkert breyst. Til þess þurfum við góð úrslit í þessum tveimur síðustu leikjum í riðlinum. Við stefnum á sigur í þessum leikjum.“ „Nú leitum við hefnda og látum þá finna fyrir því,“ sagði Jón Þór og glotti er hann var spurður út í leikinn gegn blessuðum Ungverjunum. „Þetta verða auðvitað krefjandi leikir, þetta eru erfiðir útivellir. Við verðum að vera einbeitt á þessa leiki og fara á fullu inn í þá. Þetta eru krefjandi aðstæður eins og fyrir alla í knattspyrnuheiminum og við þurfum að leysa það vel.“ Varðandi æfingar „Við fengum undanþágu til að æfa hér heima og undirbúa þá leikmenn sem spila í deildinni hér heima. Erum að æfa af krafti og stelpurnar hafa verið að æfa virkilega vel frá því mættum Svíum úti svo ég vonast til þess að við séum að halda leikmönnum í nægilega góðu standi til að þær geti komið af krafti í þessa tvo leiki. Auðvitað er þetta erfitt og krefjandi að spila enga leiki.“ „Við erum með marga leikmenn sem spila í deildinni hér heima og þeir hafa ekki spilað síðan í byrjun október. Það setur strik í reikninginn. Höfum reynt að haga okkar undirbúningi þannig að við séum að setja mikinn kraft í hann til að við séum eins nálægt því og við getum að vera í okkar besta formi þegar við komumst út. Við vonum að það gangi og það er mikill hugur í leikmönnum og nú þurfum við bara að klára riðilinn af krafti,“ sagði landsliðsþjálfari Íslands um undirbúninginn fyrir leikina tvo. Íslenska landsliðið mætir Slóvakíu ytra þann 26. nóvember og svo Ungverjalandi þann 1. desember. Klippa: Jón Þór um landsliðshópinn og markmið Íslands Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttir fyrir Sportpakka Stöðvar 2 um landsliðshópinn sem var birtur í dag og komandi verkefni liðsins. Liðið ætlar sér á EM sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Því miður missum við Karolínu Leu [Vilhjálmsdóttur, leikmann Breiðabliks] því hún meiddist á hné og er á leiðinni í aðgerð. Hún er frá næstu vikur og mánuði sem er slæmt fyrir okkur þar sem hún hefur komið vel inn í okkar lið og sóknarleikinn okkar. Á móti kemur að við fáum Dagnýju [Brynjarsdóttur, leikmann Selfoss] og Rakel [Hönnudóttur, leikmann Breiðabliks] aftur inn í hópinn. Báðar eru virkilega góðir leikmenn, með mikla reynslu og munu nýtast okkur vel í þessum leikjum,“ sagði Jón Þór um helstu breytingarnar á íslenska landsliðshópnum. Hópur Íslands sem mætir Slóvakíu og Ungverjalandi í síðustu tveimur leikjunum í undankeppni EM 2021!This is our squad for games against Slovakia and Hungary in the @UEFAWomensEURO qualifiers!https://t.co/WxJPi6xrmm#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/4EeGelYLAH— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 13, 2020 „Við erum vongóð um að hún geti byrjað að æfa af krafti í næstu viku. Hún er búin að fá góða hvíld á ristina og samkvæmt því ætti hún að getað tekið þátt í þessu verkefni,“ sagði landsliðsþjálfarinn um stöðuna á Dagnýju sem missti af tapinu gegn Svíþjóð ytra vegna meiðsla. Ísland á tvo leiki eftir undankeppninni, gegn Slóvakíu og Ungverjalandi. „Við viljum halda áfram þessari leið að komast til Englands [á EM] og það hefur verið markmiðið frá fyrsta leik í þessum riðli. Það hefur ekkert breyst. Til þess þurfum við góð úrslit í þessum tveimur síðustu leikjum í riðlinum. Við stefnum á sigur í þessum leikjum.“ „Nú leitum við hefnda og látum þá finna fyrir því,“ sagði Jón Þór og glotti er hann var spurður út í leikinn gegn blessuðum Ungverjunum. „Þetta verða auðvitað krefjandi leikir, þetta eru erfiðir útivellir. Við verðum að vera einbeitt á þessa leiki og fara á fullu inn í þá. Þetta eru krefjandi aðstæður eins og fyrir alla í knattspyrnuheiminum og við þurfum að leysa það vel.“ Varðandi æfingar „Við fengum undanþágu til að æfa hér heima og undirbúa þá leikmenn sem spila í deildinni hér heima. Erum að æfa af krafti og stelpurnar hafa verið að æfa virkilega vel frá því mættum Svíum úti svo ég vonast til þess að við séum að halda leikmönnum í nægilega góðu standi til að þær geti komið af krafti í þessa tvo leiki. Auðvitað er þetta erfitt og krefjandi að spila enga leiki.“ „Við erum með marga leikmenn sem spila í deildinni hér heima og þeir hafa ekki spilað síðan í byrjun október. Það setur strik í reikninginn. Höfum reynt að haga okkar undirbúningi þannig að við séum að setja mikinn kraft í hann til að við séum eins nálægt því og við getum að vera í okkar besta formi þegar við komumst út. Við vonum að það gangi og það er mikill hugur í leikmönnum og nú þurfum við bara að klára riðilinn af krafti,“ sagði landsliðsþjálfari Íslands um undirbúninginn fyrir leikina tvo. Íslenska landsliðið mætir Slóvakíu ytra þann 26. nóvember og svo Ungverjalandi þann 1. desember. Klippa: Jón Þór um landsliðshópinn og markmið Íslands
Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira