Vill fá höfuðstöðvar Landsbankans á Selfoss Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. nóvember 2020 13:13 Landsbankahúsið á Selfossi, sem hefur verið sett á sölu. Húsið þykir eitt af glæsilegustu húsum á Suðurlandi og er eitt af einkennistáknum fyrir Selfoss. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarfulltrúi í Árborg gagnrýnir Landsbankann fyrir að vera búin að setja útibú bankans á Selfossi á sölu. Miklu nær væri að bankinn myndi flytja höfuðstöðvar sínar í húsið í stað þess að vera að eyða milljörðum í byggingu nýrra höfuðstöðva í miðbæ Reykjavíkur. Landsbankinn auglýsti nýlega húsið sitt við Austurveg 20 á Selfossi til sölu en húsið var byggt á árunum 1949-1953 og hefur löngum verið talið eitt fallegasta húsið á Suðurlandi. Landsbankahúsið á Selfossi er byggt eftir frumteikningum Guðjóns Samúelssonar. Húsið er um 1200 fermetrar að stærð, auk 77 fermetra bílskúrs og 7.300 fermetra lóða. Brunabótamat hússins er rúmlega 450 milljónir króna og fasteignamatið rúmlega 200 milljónir króna. Á heimaíðu bankans kemur fram að breytingar á bankaþjónustu valda því að útibúið þarf nú minna húsnæði undir starfsemi sína, en starfsemin verði í húsinu þar til að starfsemi bankans getur hafist á nýjum stað á Selfossi en líklegt þykir að bankinn flyti starfsemi sína í nýja miðbæinn, sem er verið að byggja á Selfossi. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í meirihlutanum í Árborg er ósáttur við þá ákvörðun Landsbankans að vilja selja húsið á Selfossi. „Þetta er glæsilegasta húsið á Suðurlandi og það eru reyndar mörg tækifæri, sem felast í þessu húsi og einhverjir vilja meina það að höfuðstöðvar Landsbankans ættu bara að vera hér á Selfossi í staðinn fyrri það að vera að eyða milljörðum króna í byggingu í miðbæ Reykjavíkur,“ segir Tómas Ellert og bætir við. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg, sem á sæti í meirihluta bæjarstjórnar.Einkasafn „Ég hefði helst viljað sjá að ríkisstjórnin gerði nú alvöru úr sínum hugmyndum varðandi störf án staðsetningar og kæmi upp einskonar staðarráðuneyti þannig að hluti af störfunum í ráðuneytunum í Reykjavík myndu færast austur fyrir fjall. Eins og við vitum þá starfa um tuttugu prósent af vinnuaflinu hér á Selfossi í Reykjavík og mikið af því fólki er háskólamenntað fólk.“ En kemur til greina að Sveitarfélagið Árborg kaupi Landsbankahúsið á Selfossi? „Ég veit það ekki, það er þá spurning hvaða hlutverk það ætti að gegna hjá sveitarfélaginu. Það eru náttúrlega ýmis tækifæri sem felast bæði í húsnæðinu og sérstaklega baklóðinni fyrir sveitarfélagið undir ýmiskonar starfsemi. Við erum að skoða þetta mál og fylgjast með hvernig því mun framvinda,“ segir Tómas Ellert. Árborg Íslenskir bankar Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Fleiri fréttir Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Sjá meira
Bæjarfulltrúi í Árborg gagnrýnir Landsbankann fyrir að vera búin að setja útibú bankans á Selfossi á sölu. Miklu nær væri að bankinn myndi flytja höfuðstöðvar sínar í húsið í stað þess að vera að eyða milljörðum í byggingu nýrra höfuðstöðva í miðbæ Reykjavíkur. Landsbankinn auglýsti nýlega húsið sitt við Austurveg 20 á Selfossi til sölu en húsið var byggt á árunum 1949-1953 og hefur löngum verið talið eitt fallegasta húsið á Suðurlandi. Landsbankahúsið á Selfossi er byggt eftir frumteikningum Guðjóns Samúelssonar. Húsið er um 1200 fermetrar að stærð, auk 77 fermetra bílskúrs og 7.300 fermetra lóða. Brunabótamat hússins er rúmlega 450 milljónir króna og fasteignamatið rúmlega 200 milljónir króna. Á heimaíðu bankans kemur fram að breytingar á bankaþjónustu valda því að útibúið þarf nú minna húsnæði undir starfsemi sína, en starfsemin verði í húsinu þar til að starfsemi bankans getur hafist á nýjum stað á Selfossi en líklegt þykir að bankinn flyti starfsemi sína í nýja miðbæinn, sem er verið að byggja á Selfossi. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í meirihlutanum í Árborg er ósáttur við þá ákvörðun Landsbankans að vilja selja húsið á Selfossi. „Þetta er glæsilegasta húsið á Suðurlandi og það eru reyndar mörg tækifæri, sem felast í þessu húsi og einhverjir vilja meina það að höfuðstöðvar Landsbankans ættu bara að vera hér á Selfossi í staðinn fyrri það að vera að eyða milljörðum króna í byggingu í miðbæ Reykjavíkur,“ segir Tómas Ellert og bætir við. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg, sem á sæti í meirihluta bæjarstjórnar.Einkasafn „Ég hefði helst viljað sjá að ríkisstjórnin gerði nú alvöru úr sínum hugmyndum varðandi störf án staðsetningar og kæmi upp einskonar staðarráðuneyti þannig að hluti af störfunum í ráðuneytunum í Reykjavík myndu færast austur fyrir fjall. Eins og við vitum þá starfa um tuttugu prósent af vinnuaflinu hér á Selfossi í Reykjavík og mikið af því fólki er háskólamenntað fólk.“ En kemur til greina að Sveitarfélagið Árborg kaupi Landsbankahúsið á Selfossi? „Ég veit það ekki, það er þá spurning hvaða hlutverk það ætti að gegna hjá sveitarfélaginu. Það eru náttúrlega ýmis tækifæri sem felast bæði í húsnæðinu og sérstaklega baklóðinni fyrir sveitarfélagið undir ýmiskonar starfsemi. Við erum að skoða þetta mál og fylgjast með hvernig því mun framvinda,“ segir Tómas Ellert.
Árborg Íslenskir bankar Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Fleiri fréttir Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Sjá meira