Skiptir þverun Grunnafjarðar máli? Guðjón S. Brjánsson skrifar 15. nóvember 2020 13:27 Fyrr á árinu lagði ég fram fyrirspurn í nokkrum liðum til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á Alþingi um þverun Grunnafjarðar og hvaða möguleikar standi þar til boða. Í svari ráðherra kom fram að þverun Grunnafjarðar og færsla þjóðvegar 1 vestur fyrir Akrafjall hafi ekkert verið skoðuð á vegum Vegagerðarinnar síðasta áratug en nú stæði til að skoða málin í ljósi tvöföldunar á Kjalarnesi og tvöföldun Hvalfjarðarganga sem eru á samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. Aukið umferðaröryggi og færri gatnamót Fram kemur í svari ráðherra, að mat Vegagerðarinnar sé að miklar líkur séu á að veglína um mynni Grunnafjarðar sé þjóðhagslega hagkvæm, sérstaklega vegna styttingar milli Akraness og Borgarness. Enn fremur eru miklar líkur á að umferðaröryggi verði meira á nýrri leið heldur en á breikkuðum núverandi vegi. Það er bæði vegna hagstæðari legu, áhrifa á umferðaröryggi og færri tenginga. Sem dæmi yrðu um þrjátíu vegslóðar og varasöm gatnamót á leiðinni upp í Borgarnes úr sögunni. Grunnafjarðarleiðin getur þannig stytt hringveginn mest um einn kílómetra. Stytting milli stóru þéttbýlisstaðanna Akraness og Borgarness er hins vegar um sjö kílómetrar. Í greinargerð VSÓ-ráðgjafar frá árinu 2009 er auk þess sett fram sú niðurstaða veðurfræðings að veðurfar á nýju vegstæði muni að öllum líkindum stuðla að auknu öryggi. Það er helst vegna þess að þau tilfelli þar sem saman fara ofsaveður og hálka verða færri. Lauslega áætlaður kostnaður við þverun Grunnafjarðar og færslu hringvegarins vestur fyrir Akrafjall er metinn á 9.000 millj. kr. Kostnaður við breikkun vegarins í núverandi vegstæði hefur hins vegar verið metinn á 8.000 millj. kr. Horft til framtíðar Í fyrirspurninni kemur skýrt fram að þverun Grunnafjarðar og færsla þjóðvegar 1 vestur fyrir Akrafjall er framkvæmd sem er bæði möguleg og hefur ákveðna kosti. Akranes hefði betri möguleika á auknum viðskiptum ef þjóðvegurinn færi skammt hjá sveitarfélaginu, bæði ferðamenn og aðra gesti sem verslun og fyrirtæki nytu góðs af. Á móti er klárt mál að skoða þarf þessar hugsanlegu framkvæmdir með tilliti til umhverfissjónarmiða og náttúruverndar og fram þarf að fara heildstætt umhverfismat. Ekki má slá af kröfum hvað það varðar en niðurstöður Vegagerðarinnar benda til að þær megi uppfylla með mjög ásættanlegum hætti. Þetta yrðu umfangsmiklar framkvæmdir sem þarf að vinna mjög vel að. Tökum umræðuna Þessari grein er ætlað að opna á mikilvægu umræðu og hvetja fólk til þess að ræða um þetta álitamál og meta fjölþætta hagsmuni. Öll umræða er af hinu góða og til þess fallin að virkja fólk til þátttöku um hagsmunamál í sínu nærumhverfi. Umfangsmiklar framkvæmdir eru þegar á teikniborði Vegagerðarinnar á þeirri samgönguleið sem um ræðir. Því er það einmitt tímabært nú að fjalla um þessa valkosti sem falla raunar mjög vel að stefnu stjórnvalda um stækkun og eflingu sveitastjórnarstigsins sem líka er mikið hagsmunamál íbúanna á svæðinu. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í norðvestur kjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón S. Brjánsson Akranes Borgarbyggð Samgöngur Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Fyrr á árinu lagði ég fram fyrirspurn í nokkrum liðum til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á Alþingi um þverun Grunnafjarðar og hvaða möguleikar standi þar til boða. Í svari ráðherra kom fram að þverun Grunnafjarðar og færsla þjóðvegar 1 vestur fyrir Akrafjall hafi ekkert verið skoðuð á vegum Vegagerðarinnar síðasta áratug en nú stæði til að skoða málin í ljósi tvöföldunar á Kjalarnesi og tvöföldun Hvalfjarðarganga sem eru á samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. Aukið umferðaröryggi og færri gatnamót Fram kemur í svari ráðherra, að mat Vegagerðarinnar sé að miklar líkur séu á að veglína um mynni Grunnafjarðar sé þjóðhagslega hagkvæm, sérstaklega vegna styttingar milli Akraness og Borgarness. Enn fremur eru miklar líkur á að umferðaröryggi verði meira á nýrri leið heldur en á breikkuðum núverandi vegi. Það er bæði vegna hagstæðari legu, áhrifa á umferðaröryggi og færri tenginga. Sem dæmi yrðu um þrjátíu vegslóðar og varasöm gatnamót á leiðinni upp í Borgarnes úr sögunni. Grunnafjarðarleiðin getur þannig stytt hringveginn mest um einn kílómetra. Stytting milli stóru þéttbýlisstaðanna Akraness og Borgarness er hins vegar um sjö kílómetrar. Í greinargerð VSÓ-ráðgjafar frá árinu 2009 er auk þess sett fram sú niðurstaða veðurfræðings að veðurfar á nýju vegstæði muni að öllum líkindum stuðla að auknu öryggi. Það er helst vegna þess að þau tilfelli þar sem saman fara ofsaveður og hálka verða færri. Lauslega áætlaður kostnaður við þverun Grunnafjarðar og færslu hringvegarins vestur fyrir Akrafjall er metinn á 9.000 millj. kr. Kostnaður við breikkun vegarins í núverandi vegstæði hefur hins vegar verið metinn á 8.000 millj. kr. Horft til framtíðar Í fyrirspurninni kemur skýrt fram að þverun Grunnafjarðar og færsla þjóðvegar 1 vestur fyrir Akrafjall er framkvæmd sem er bæði möguleg og hefur ákveðna kosti. Akranes hefði betri möguleika á auknum viðskiptum ef þjóðvegurinn færi skammt hjá sveitarfélaginu, bæði ferðamenn og aðra gesti sem verslun og fyrirtæki nytu góðs af. Á móti er klárt mál að skoða þarf þessar hugsanlegu framkvæmdir með tilliti til umhverfissjónarmiða og náttúruverndar og fram þarf að fara heildstætt umhverfismat. Ekki má slá af kröfum hvað það varðar en niðurstöður Vegagerðarinnar benda til að þær megi uppfylla með mjög ásættanlegum hætti. Þetta yrðu umfangsmiklar framkvæmdir sem þarf að vinna mjög vel að. Tökum umræðuna Þessari grein er ætlað að opna á mikilvægu umræðu og hvetja fólk til þess að ræða um þetta álitamál og meta fjölþætta hagsmuni. Öll umræða er af hinu góða og til þess fallin að virkja fólk til þátttöku um hagsmunamál í sínu nærumhverfi. Umfangsmiklar framkvæmdir eru þegar á teikniborði Vegagerðarinnar á þeirri samgönguleið sem um ræðir. Því er það einmitt tímabært nú að fjalla um þessa valkosti sem falla raunar mjög vel að stefnu stjórnvalda um stækkun og eflingu sveitastjórnarstigsins sem líka er mikið hagsmunamál íbúanna á svæðinu. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í norðvestur kjördæmi
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar