Brotin sem enginn vill vita af Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 15. nóvember 2020 22:37 Mig langar að nefna hér brotin sem við viljum helst ekki vita af. Ekki heyra um og ekki sjá að séu til. Veruleikinn er því miður engu að síður sá að barnaníðsefni er vaxandi brotaflokkur. Af þeim sökum lagði ég fram mitt fyrsta frumvarp fyrir hönd þingflokks Viðreisnar, um breytingar á ákvæðum almennra hegningarlaga um kynferðisbrot gegn börnum. Tilefni frumvarpsins er aukin útbreiðsla barnaníðsefnis og umfang slíkra mála sem koma til kasta lögreglu, ákæruvalds og dómstóla. Þessi veruleiki kallar á þær lagabreytingar sem lagðar eru til. Eins jákvæð og tækniþróunin er þá er það hins vegar um leið staðreynd að á henni eru dökkar hliðar. Samhliða framþróun tækninnar hefur orðið mun auðveldara en áður að verða sér úti um barnaníðsefni á netinu sem og að dreifa því, efni sem sýnir börn og ungmenni á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Slík brot eru umfangsmeiri, skipulagðari og grófari en áður. Þessi þróun er alþjóðleg og Ísland er þar ekki undanskilið. Alþjóðleg samvinna lögreglu er gríðarlega mikilvæg á þessu sviði og hefur leitt til þess að yfirvöld eru að fá inn á borð til sín mál sem stærri að umfangi en áður. Slík er staðan hér núna, lögregla hefur nokkur mjög stór mál til meðferðar. Vitaskuld hefur þetta frumvarp ekki bein áhrif á þau mál, enda refsilöggjöf aldrei afturvirk. En staðan undirstrikar þörfina. Þegar dómar fyrir brot gegn 210. gr. a almennra hegningarlaga eru rýndir má jafnframt sjá að þegar um stórfelld brot hefur verið að ræða hafa sakborningar verið með tugi þúsunda mynda í vörslum sínum. Meginbreytingin sem lögð er til er að refsirammi fyrir stórfelld brot á þessu ákvæði verði hækkaður og fari úr 2 árum og upp í 6 ár. Með því værum við með refsiramma sem er á svipuðum slóðum og á öðrum Norðurlöndum. Við vinnslu frumvarpsins skoðaði ég sérstaklega hver þróun löggjafar hefur verið á Norðurlöndunum að þessu leyti. Og það er eðlilegt að svo sé, að það sé samræmi þegar lögregla vinnur saman þvert á landamæri, að sýnin sé hin sama. Efri mörk refsirammans mun eftir sem áður aðeins taka til þessara stóru mála, sem í ákvæðinu kallast stórfelld Samskipti á netinu auðvelda aðgengi að barnaníðsefni. Það verður til þess að myndskeið af kynferðisbrotum gegn börnum geta náð gríðarlega mikilli útbreiðslu. Brot gegn viðkomandi barni felst þá annars vegar í því að beita barnið kynferðislegu ofbeldi og hins vegar í því að efni sem sýnir brotið er aðgengilegt öðrum brotamönnum á netinu. Sem fyrr eru það börn í viðkvæmri stöðu sem eru í mestri hættu gagnvart brotum af þessu tagi og börn í ákveðnum löndum og svæðum þar sem iðnaður sem þessi þrífst. Með hærra refsihámarki fyrir stórfelld brot mun ákvæðið skýrlega bera með sér þá afstöðu löggjafans að menn sem skoða barnaníðsefni, hafa það í vörslum sínum eða afla sér eða öðrum, eiga veigamikinn þátt í því að barnaníðsefni er framleitt. Framhjá þessu verður einfaldlega ekki litið. Barnaníðsefni verður nefnilega eingöngu til vegna þess að eftirspurn eftir slíku ofbeldi gegn börnum og ungmennum er fyrir hendi. Mikilvægt er sömuleiðis að hafa í huga að við framleiðslu barnaníðsefnis er framið brot gegn því barni eða þeim börnum sem sjá má. Með frumvarpi þessu eru janframt lögð fram í greinargerð ákveðin sjónarmið sem líta á til við mat á alvarleika brots og atriði sem litið skal til við ákvörðun refsingar. Þar var farin sú leið að miða við sömu atriði og lögð eru til grundvallar í danskri og sænskri refsilöggjöf. Mér hefur fundist gott að finna stuðninginn við málið á Alþingi. Þingflokkur Viðreisnar stendur saman að þessu máli, en meðflutningsmenn okkar koma úr öllum flokkum á þingi. Fyrir það er ég þakklát og það er von mín að það sé vísbending um að þetta frumvarp geti orðið að lögum á þessu þingi. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að nefna hér brotin sem við viljum helst ekki vita af. Ekki heyra um og ekki sjá að séu til. Veruleikinn er því miður engu að síður sá að barnaníðsefni er vaxandi brotaflokkur. Af þeim sökum lagði ég fram mitt fyrsta frumvarp fyrir hönd þingflokks Viðreisnar, um breytingar á ákvæðum almennra hegningarlaga um kynferðisbrot gegn börnum. Tilefni frumvarpsins er aukin útbreiðsla barnaníðsefnis og umfang slíkra mála sem koma til kasta lögreglu, ákæruvalds og dómstóla. Þessi veruleiki kallar á þær lagabreytingar sem lagðar eru til. Eins jákvæð og tækniþróunin er þá er það hins vegar um leið staðreynd að á henni eru dökkar hliðar. Samhliða framþróun tækninnar hefur orðið mun auðveldara en áður að verða sér úti um barnaníðsefni á netinu sem og að dreifa því, efni sem sýnir börn og ungmenni á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Slík brot eru umfangsmeiri, skipulagðari og grófari en áður. Þessi þróun er alþjóðleg og Ísland er þar ekki undanskilið. Alþjóðleg samvinna lögreglu er gríðarlega mikilvæg á þessu sviði og hefur leitt til þess að yfirvöld eru að fá inn á borð til sín mál sem stærri að umfangi en áður. Slík er staðan hér núna, lögregla hefur nokkur mjög stór mál til meðferðar. Vitaskuld hefur þetta frumvarp ekki bein áhrif á þau mál, enda refsilöggjöf aldrei afturvirk. En staðan undirstrikar þörfina. Þegar dómar fyrir brot gegn 210. gr. a almennra hegningarlaga eru rýndir má jafnframt sjá að þegar um stórfelld brot hefur verið að ræða hafa sakborningar verið með tugi þúsunda mynda í vörslum sínum. Meginbreytingin sem lögð er til er að refsirammi fyrir stórfelld brot á þessu ákvæði verði hækkaður og fari úr 2 árum og upp í 6 ár. Með því værum við með refsiramma sem er á svipuðum slóðum og á öðrum Norðurlöndum. Við vinnslu frumvarpsins skoðaði ég sérstaklega hver þróun löggjafar hefur verið á Norðurlöndunum að þessu leyti. Og það er eðlilegt að svo sé, að það sé samræmi þegar lögregla vinnur saman þvert á landamæri, að sýnin sé hin sama. Efri mörk refsirammans mun eftir sem áður aðeins taka til þessara stóru mála, sem í ákvæðinu kallast stórfelld Samskipti á netinu auðvelda aðgengi að barnaníðsefni. Það verður til þess að myndskeið af kynferðisbrotum gegn börnum geta náð gríðarlega mikilli útbreiðslu. Brot gegn viðkomandi barni felst þá annars vegar í því að beita barnið kynferðislegu ofbeldi og hins vegar í því að efni sem sýnir brotið er aðgengilegt öðrum brotamönnum á netinu. Sem fyrr eru það börn í viðkvæmri stöðu sem eru í mestri hættu gagnvart brotum af þessu tagi og börn í ákveðnum löndum og svæðum þar sem iðnaður sem þessi þrífst. Með hærra refsihámarki fyrir stórfelld brot mun ákvæðið skýrlega bera með sér þá afstöðu löggjafans að menn sem skoða barnaníðsefni, hafa það í vörslum sínum eða afla sér eða öðrum, eiga veigamikinn þátt í því að barnaníðsefni er framleitt. Framhjá þessu verður einfaldlega ekki litið. Barnaníðsefni verður nefnilega eingöngu til vegna þess að eftirspurn eftir slíku ofbeldi gegn börnum og ungmennum er fyrir hendi. Mikilvægt er sömuleiðis að hafa í huga að við framleiðslu barnaníðsefnis er framið brot gegn því barni eða þeim börnum sem sjá má. Með frumvarpi þessu eru janframt lögð fram í greinargerð ákveðin sjónarmið sem líta á til við mat á alvarleika brots og atriði sem litið skal til við ákvörðun refsingar. Þar var farin sú leið að miða við sömu atriði og lögð eru til grundvallar í danskri og sænskri refsilöggjöf. Mér hefur fundist gott að finna stuðninginn við málið á Alþingi. Þingflokkur Viðreisnar stendur saman að þessu máli, en meðflutningsmenn okkar koma úr öllum flokkum á þingi. Fyrir það er ég þakklát og það er von mín að það sé vísbending um að þetta frumvarp geti orðið að lögum á þessu þingi. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun