Litlu áorkað í löggæslumálum að mati Greco Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. nóvember 2020 10:08 Úttekt GRECO, sem var samþykkt þann 23. mars 2018, náði annars vegar til æðstu handhafa framkvæmdarvalds en hins vegar löggæsluyfirvalda og voru gerðar níu tillögur til Íslands í hvorum hluta. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld hafa innleitt fjórar af þeim átján tillögum sem GRECO, samtök ríkja gegn spillingu, lögðu til að innleiddar væru hér á landi til þess að sporna gegn spillingu. Samtökin telja íslensk stjórnvöld hafa áorkað litlu í tengslum við tillögur sem snúa að löggæsluyfirvöldum. Úttekt GRECO, sem var samþykkt þann 23. mars 2018, náði annars vegar til æðstu handhafa framkvæmdarvalds en hins vegar löggæsluyfirvalda og voru gerðar níu tillögur til Íslands í hvorum hluta. Samtökin hafa nú birt eftirfylgniskýrslu um aðgerðir Íslands vegna úttektarinnar þar sem segir að stjórnvöld þurfi að gera betur Í skýrslunni, sem lesa má hér, segir að Greco telji Ísland hafa innleitt fjórar tillögur á fullnægjandi hátt, sjö hafi verið innleiddar að hluta en sjö hafi ekki verið innleiddar. Á vef stjórnarráðsins segir að tillögurnar fjórar sem innleidar hafi verið varði æðstu handhafa framkvæmdarvalds hér á landi. Þar á meðal fagnar Greco því að lög um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands taki gildi þann 1. janúar næstkomandi. Þó nefna samtökin að ákvæði um starfsval hjá æðstu stjórnendum og aðstoðarmönnum þeirra að loknum opinberum störfum séu frekar veik, og er þar sérstaklega horft til ákvæðisins þar sem segir að æðstu stjórnendum sé óheimilt að gerast hagsmunaverði í sex mánuði eftir að störfum þeirra í Stjórnarráði Íslands lýkur. Ekki miklu áorkað hingað til í hinum flokknum Í niðurstöðukafla úttektarinnar segir að þegar kemur að tillögum sem snúa að löggæsluyfirvöldumm hinum flokknum sem tillögunar snúa að, sé ljóst að vinna stjórnvalda við úrbætur sé í gangi, án þess að miklu hafi verið áorkað hingað til. Til að mynda sé ekki búið að yfirfara siðareglur lögreglumanna og ekki sé búið að setja lögreglumönnum skýrari reglur hvað varðar gjafir og önnur fríðindi, svo dæmi séu tekin. Samtökin fara þess á leit að Ísland upplýsi um innleiðingu þeirra tillagna sem eftir standa fyrir þann 30. apríl 2022 en á vef stjórnarráðsins segir að unnið sé að innleiðingu tillagna GRECO í forsætisráðuneytinu í tengslum við vinnu starfshóps forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Í skýrslu starfshópsins frá september 2018 voru gerðar 25 tillögur til stjórnvalda og fela sumar þeirra í sér nánari útfærslu á tillögum GRECO. Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur frumvarp forsætisráðherra ekki nógu trúverðugt Frumvarp forsætisráðherra um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds er ekki nógu trúverðugt að mati formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 3. júní 2020 15:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa innleitt fjórar af þeim átján tillögum sem GRECO, samtök ríkja gegn spillingu, lögðu til að innleiddar væru hér á landi til þess að sporna gegn spillingu. Samtökin telja íslensk stjórnvöld hafa áorkað litlu í tengslum við tillögur sem snúa að löggæsluyfirvöldum. Úttekt GRECO, sem var samþykkt þann 23. mars 2018, náði annars vegar til æðstu handhafa framkvæmdarvalds en hins vegar löggæsluyfirvalda og voru gerðar níu tillögur til Íslands í hvorum hluta. Samtökin hafa nú birt eftirfylgniskýrslu um aðgerðir Íslands vegna úttektarinnar þar sem segir að stjórnvöld þurfi að gera betur Í skýrslunni, sem lesa má hér, segir að Greco telji Ísland hafa innleitt fjórar tillögur á fullnægjandi hátt, sjö hafi verið innleiddar að hluta en sjö hafi ekki verið innleiddar. Á vef stjórnarráðsins segir að tillögurnar fjórar sem innleidar hafi verið varði æðstu handhafa framkvæmdarvalds hér á landi. Þar á meðal fagnar Greco því að lög um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands taki gildi þann 1. janúar næstkomandi. Þó nefna samtökin að ákvæði um starfsval hjá æðstu stjórnendum og aðstoðarmönnum þeirra að loknum opinberum störfum séu frekar veik, og er þar sérstaklega horft til ákvæðisins þar sem segir að æðstu stjórnendum sé óheimilt að gerast hagsmunaverði í sex mánuði eftir að störfum þeirra í Stjórnarráði Íslands lýkur. Ekki miklu áorkað hingað til í hinum flokknum Í niðurstöðukafla úttektarinnar segir að þegar kemur að tillögum sem snúa að löggæsluyfirvöldumm hinum flokknum sem tillögunar snúa að, sé ljóst að vinna stjórnvalda við úrbætur sé í gangi, án þess að miklu hafi verið áorkað hingað til. Til að mynda sé ekki búið að yfirfara siðareglur lögreglumanna og ekki sé búið að setja lögreglumönnum skýrari reglur hvað varðar gjafir og önnur fríðindi, svo dæmi séu tekin. Samtökin fara þess á leit að Ísland upplýsi um innleiðingu þeirra tillagna sem eftir standa fyrir þann 30. apríl 2022 en á vef stjórnarráðsins segir að unnið sé að innleiðingu tillagna GRECO í forsætisráðuneytinu í tengslum við vinnu starfshóps forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Í skýrslu starfshópsins frá september 2018 voru gerðar 25 tillögur til stjórnvalda og fela sumar þeirra í sér nánari útfærslu á tillögum GRECO.
Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur frumvarp forsætisráðherra ekki nógu trúverðugt Frumvarp forsætisráðherra um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds er ekki nógu trúverðugt að mati formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 3. júní 2020 15:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Telur frumvarp forsætisráðherra ekki nógu trúverðugt Frumvarp forsætisráðherra um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds er ekki nógu trúverðugt að mati formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 3. júní 2020 15:00