Framboð Trump dregur stærstu ásakanir sínar í Pennsylvaníu til baka Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2020 10:34 Starfsmaður kjörstjórnar í Pottsville í Pennsylvaníu opnar bráðabirgðaatkvæði. Fyrir aftan sitja eftirlitsmenn frá stjórnmálaflokkunum. Trump framboðið hefur ítrekað haldið því fram að eftirlitsmenn þess hafi ekki fengið nægilegan aðgang að talningu atkvæða. AP/Lindsey Shuey/The Republican-Herald Dómsmál sem framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta rekur vegna kosningaúrslitanna í Pennsylvaníu getur ekki hugsanlega hnikað úrslitunum til eftir að framboðið lét stærstan hluta ásakana sinna um meint kosningasvik niður falla. Forsetinn þráast engu að síður enn við að viðurkenna ósigur. Lögmenn framboðsins lögðu fram breytingar á stefnu sinni fyrir alríkisdómstól í gær. Þeir halda því nú ekki lengur fram að starfsmenn kjörstjórna hafi brotið á stjórnarskrárvörðum réttindum framboðsins með því að takmarka aðgang eftirlitsmanna þess að talningu atkvæða, að sögn Washington Post. Kröfðust þeir upphaflega að 682.479 utankjörfundaratkvæði sem voru talin án þess að eftirlitsmenn þeirra hefðu nægilegan aðgang yrðu ekki staðfest. Stefnan beinist nú aðeins að ásökunum um að ákvörðun sýslna þar sem demókratar fara með stjórn um að leyfa kjósendum að lagfæra villur sem hefðu annars ógilt póstatkvæði þeirra hafi komið niður á repúblikönum á ólöglegan hátt. Sýsluyfirvöld segja að aðeins sé um örfá atkvæði að ræða. Það stangast á við ítrekaðar fullyrðingar Trump forseta og Rudys Giuliani, persónulegs lögmanns hans, um að ógilda verði fleiri en 600.000 atkvæði í Fíladelfíu og Pittsburgh af þessum sökum. Tom Wolf, ríkisstjóri Pennsylvaníu úr röðum Demókrataflokksins, hefur sagt að eftirlitsmenn allra flokka hafi fengið að fylgjast með talningu og fullyrðingar um annað séu lygar. Lögmenn Trump-framboðsins hafa raunar viðurkennt fyrir dómi að það hafi verið með eftirlitsmenn við talninguna. Bráðabirgðaatkvæði í Schuylkill-sýslu í Pennsylvaníu. Repúblikanar eru ósáttir við að sumar sýslur hafi leyft kjósendum að lagfæra utankjörfundaratkvæði sem bárust fyrir kjördag sem annars hefðu verið úrskurðuð ógild vegna formgalla.AP/Lindsey Shuey/The Republican-Herald Engin áhrif á endanleg úrslitin Framboðið krefst þess enn að dómari stöðvi staðfestingu úrslita kosninganna í Pennsylvaníu. Joe Biden, frambjóðandi demókrata, var lýstur sigurvegari í ríkinu á laugardag fyrir viku og tryggði það honum sigur í forsetakosningunum á Trump forseta. Cliff Levine, lögmaður Demókrataflokksins, segir að málsókn Trump-framboðsins geti nú engan veginn haft áhrif á úrslitin. Að minnsta kosti 70.000 atkvæðum munaði á Biden og Trump í Pennsylvaníu. „Núna erum við bara að tala um örfá atkvæði. Þau hefðu alls engin áhrif á lokatalninguna né sigur Joe Biden á Donald Trump,“ fullyrðir hann. Kathy Boockvar, innanríkisráðherra Pennsylvaníu úr röðum Demókrataflokksins, krefst þess að dómari vísi málinu frá, að sögn AP-fréttastofunnar. Framboð Trump er þó ekki tilbúið að leggja ásakanir sínar um atkvæðin í Pennsylvaníu alveg á hilluna. Tim Murtaugh, samskiptastjóri framboðsins, segir Washington Post að það færi enn „sterk rök“ fyrir því að hátt í 700.000 atkvæði hafi verið talin „á laun“. Eftirlitsmenn hafi ekki fengið nægilegan aðgang að talningu og því sé enn haldið fram í stefnunni. Heldur fram að demókratar hafi „breytt“ milljónum atkvæða Þrátt fyrir að verulega hafi fjarað undan málsóknum Trump-framboðsins til að hnekkja úrslitum forsetakosninganna undanfarna daga hefur Trump haldið fast við sinn keip. Á Twitter heldur hann áfram að varpa fram stoðlausum ásökunum um stórfelld kosningasvik. Engar trúverðugar sannanir hafa verið lagðar fram fyrir að meiriháttar svik hafi verið framin og alríkisstofnun stjórnar Trump hefur sjálf sagt að kosningarnar hafi verið þær öruggustu sem haldnar hafa verið. Í gærkvöldi hélt forsetinn því til að mynda fram að demókratar hefðu „breytt“ milljónum atkvæða án þess að rökstyðja það frekar. Hann hefur síðustu daga ítrekað alið á samsæriskenningum um að kosningahugbúnaður sem var notaður í sumum ríkjum hafi á einhvern hátt breytt atkvæðum sem voru greidd honum. Enginn fótur er fyrir slíkum kenningum. Why does the Fake News Media continuously assume that Joe Biden will ascend to the Presidency, not even allowing our side to show, which we are just getting ready to do, how badly shattered and violated our great Constitution has been in the 2020 Election. It was attacked,..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 16, 2020 Trump hefur um árabil haldið á lofti staðlausum ásökunum um að stórfelld kosningasvik eigi sér stað í Bandaríkjunum. Eftir að hann sigraði í forsetakosningunum árið 2016 fullyrti hann til að mynda að milljónir manna hefðu greitt atkvæði ólöglega og því hafi hann ekki fengið meirihluta atkvæða á landsvísu. Engar vísbendingar eru um að þær staðhæfingar eigi við nokkur rök að styðjast. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump virðist viðurkenna ósigur á Twitter Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið mikinn á Twitter undanfarna daga í kjölfar kosninganna vestanhafs. 15. nóvember 2020 14:30 Fjarar undan málsóknum Trump vegna kosningaúrslitanna Langsóttar tilraunir Donalds Trump Bandaríkjaforseta og framboðs hans til þess að tefja endaleg úrslit forsetakosninganna urðu fyrir röð áfalla í dag. 13. nóvember 2020 20:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Dómsmál sem framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta rekur vegna kosningaúrslitanna í Pennsylvaníu getur ekki hugsanlega hnikað úrslitunum til eftir að framboðið lét stærstan hluta ásakana sinna um meint kosningasvik niður falla. Forsetinn þráast engu að síður enn við að viðurkenna ósigur. Lögmenn framboðsins lögðu fram breytingar á stefnu sinni fyrir alríkisdómstól í gær. Þeir halda því nú ekki lengur fram að starfsmenn kjörstjórna hafi brotið á stjórnarskrárvörðum réttindum framboðsins með því að takmarka aðgang eftirlitsmanna þess að talningu atkvæða, að sögn Washington Post. Kröfðust þeir upphaflega að 682.479 utankjörfundaratkvæði sem voru talin án þess að eftirlitsmenn þeirra hefðu nægilegan aðgang yrðu ekki staðfest. Stefnan beinist nú aðeins að ásökunum um að ákvörðun sýslna þar sem demókratar fara með stjórn um að leyfa kjósendum að lagfæra villur sem hefðu annars ógilt póstatkvæði þeirra hafi komið niður á repúblikönum á ólöglegan hátt. Sýsluyfirvöld segja að aðeins sé um örfá atkvæði að ræða. Það stangast á við ítrekaðar fullyrðingar Trump forseta og Rudys Giuliani, persónulegs lögmanns hans, um að ógilda verði fleiri en 600.000 atkvæði í Fíladelfíu og Pittsburgh af þessum sökum. Tom Wolf, ríkisstjóri Pennsylvaníu úr röðum Demókrataflokksins, hefur sagt að eftirlitsmenn allra flokka hafi fengið að fylgjast með talningu og fullyrðingar um annað séu lygar. Lögmenn Trump-framboðsins hafa raunar viðurkennt fyrir dómi að það hafi verið með eftirlitsmenn við talninguna. Bráðabirgðaatkvæði í Schuylkill-sýslu í Pennsylvaníu. Repúblikanar eru ósáttir við að sumar sýslur hafi leyft kjósendum að lagfæra utankjörfundaratkvæði sem bárust fyrir kjördag sem annars hefðu verið úrskurðuð ógild vegna formgalla.AP/Lindsey Shuey/The Republican-Herald Engin áhrif á endanleg úrslitin Framboðið krefst þess enn að dómari stöðvi staðfestingu úrslita kosninganna í Pennsylvaníu. Joe Biden, frambjóðandi demókrata, var lýstur sigurvegari í ríkinu á laugardag fyrir viku og tryggði það honum sigur í forsetakosningunum á Trump forseta. Cliff Levine, lögmaður Demókrataflokksins, segir að málsókn Trump-framboðsins geti nú engan veginn haft áhrif á úrslitin. Að minnsta kosti 70.000 atkvæðum munaði á Biden og Trump í Pennsylvaníu. „Núna erum við bara að tala um örfá atkvæði. Þau hefðu alls engin áhrif á lokatalninguna né sigur Joe Biden á Donald Trump,“ fullyrðir hann. Kathy Boockvar, innanríkisráðherra Pennsylvaníu úr röðum Demókrataflokksins, krefst þess að dómari vísi málinu frá, að sögn AP-fréttastofunnar. Framboð Trump er þó ekki tilbúið að leggja ásakanir sínar um atkvæðin í Pennsylvaníu alveg á hilluna. Tim Murtaugh, samskiptastjóri framboðsins, segir Washington Post að það færi enn „sterk rök“ fyrir því að hátt í 700.000 atkvæði hafi verið talin „á laun“. Eftirlitsmenn hafi ekki fengið nægilegan aðgang að talningu og því sé enn haldið fram í stefnunni. Heldur fram að demókratar hafi „breytt“ milljónum atkvæða Þrátt fyrir að verulega hafi fjarað undan málsóknum Trump-framboðsins til að hnekkja úrslitum forsetakosninganna undanfarna daga hefur Trump haldið fast við sinn keip. Á Twitter heldur hann áfram að varpa fram stoðlausum ásökunum um stórfelld kosningasvik. Engar trúverðugar sannanir hafa verið lagðar fram fyrir að meiriháttar svik hafi verið framin og alríkisstofnun stjórnar Trump hefur sjálf sagt að kosningarnar hafi verið þær öruggustu sem haldnar hafa verið. Í gærkvöldi hélt forsetinn því til að mynda fram að demókratar hefðu „breytt“ milljónum atkvæða án þess að rökstyðja það frekar. Hann hefur síðustu daga ítrekað alið á samsæriskenningum um að kosningahugbúnaður sem var notaður í sumum ríkjum hafi á einhvern hátt breytt atkvæðum sem voru greidd honum. Enginn fótur er fyrir slíkum kenningum. Why does the Fake News Media continuously assume that Joe Biden will ascend to the Presidency, not even allowing our side to show, which we are just getting ready to do, how badly shattered and violated our great Constitution has been in the 2020 Election. It was attacked,..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 16, 2020 Trump hefur um árabil haldið á lofti staðlausum ásökunum um að stórfelld kosningasvik eigi sér stað í Bandaríkjunum. Eftir að hann sigraði í forsetakosningunum árið 2016 fullyrti hann til að mynda að milljónir manna hefðu greitt atkvæði ólöglega og því hafi hann ekki fengið meirihluta atkvæða á landsvísu. Engar vísbendingar eru um að þær staðhæfingar eigi við nokkur rök að styðjast.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump virðist viðurkenna ósigur á Twitter Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið mikinn á Twitter undanfarna daga í kjölfar kosninganna vestanhafs. 15. nóvember 2020 14:30 Fjarar undan málsóknum Trump vegna kosningaúrslitanna Langsóttar tilraunir Donalds Trump Bandaríkjaforseta og framboðs hans til þess að tefja endaleg úrslit forsetakosninganna urðu fyrir röð áfalla í dag. 13. nóvember 2020 20:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Trump virðist viðurkenna ósigur á Twitter Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið mikinn á Twitter undanfarna daga í kjölfar kosninganna vestanhafs. 15. nóvember 2020 14:30
Fjarar undan málsóknum Trump vegna kosningaúrslitanna Langsóttar tilraunir Donalds Trump Bandaríkjaforseta og framboðs hans til þess að tefja endaleg úrslit forsetakosninganna urðu fyrir röð áfalla í dag. 13. nóvember 2020 20:12