Bóluefni Moderna veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 12:08 EPA/CJ GUNTHER Bóluefni sem bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna hefur verið með í þróun veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta sýna fyrstu niðurstöður úr rannsóknum Moderna, sem fyrirtækið tilkynnti um rétt í þessu. Niðurstöðurnar eru birtar um viku eftir að lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnti um sambærilegar niðurstöður sínar. Bóluefni Pfizer sýndi 90 prósent vörn gegn veirunni, sem þótti fram úr björtustu vonum sérfræðinga. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Moderna í tilkynningu að stefnt sé að því að sækja um leyfi fyrir bóluefninu á næstu vikum. Reynt verði að hafa 20 milljón skammta af efninu tilbúna til notkunar í Bandaríkjunum eins fljótt og auðið er og allt að milljarð skammta til notkunar um allan heim á næsta ári. Efnið var prófað á um 30 þúsund manns í Bandaríkjunum. Helmingi voru gefnir tveir skammtar með fjögurra vikna millibili en hinn helmingurinn var sprautaður með lyfleysu. Þá eru niðurstöður Moderna sagðar sýna að ellefu af þeim 30 þúsund sem tóku þátt í rannsókninni hafi veikst alvarlega af Covid-19, sjúkdómnum sem veiran veldur. Enginn þeirra hafði hins vegar fengið bóluefnisskammt. „Virknin í heildina hefur verið ótrúleg... þetta er frábær dagur,“ segir Tal Zaks, yfirmaður heilbrigðismála hjá Moderna, í samtali við BBC. Spurningum enn ósvarað Enn er talsvert mörgum spurningum þó ósvarað varðandi virkni bóluefnisins, að því er fram kemur í frétt BBC. Þannig er ekki vitað hversu lengi ónæmi við veirunni varir og þá er heldur ekki vitað hvaða áhrif efnið hefur á eldra fólk. Zaks segir þó í samtali við BBC að ekkert bendi til þess að virkni efnisins dvíni með hækkandi aldri. Bóluefni Moderna er nokkuð svipað og bóluefni Pfizer en bæði eru svokölluð RNA-bóluefni. Slík bóluefni innihalda erfðaefni kórónuveirunnar sem myndar broddprótín (e. spike protein) sem hjálpar henni að komast inn í frumur. Virðist geymast betur en Pfizer Þá sýna niðurstöður rannsókna beggja fyrirtækja að efnin veiti svipaða vörn gegn veirunni; Pfizer um 90 prósent og Moderna 94,5 prósent. Rannsóknir á báðum efnum eru þó enn yfirstandandi og hlutfallið gæti breyst. Hins vegar virðist sem auðveldara verði að geyma Moderna-bóluefnið. Pfizer-bóluefnið þarf að geyma við allt að 80 stiga frost en Moderna-efnið helst stöðugt við -20 gráður í allt að sex mánuði. Þá segir í frétt BBC að hægt sé að geyma það í „hefðbundnum ísskáp“ í allt að mánuð. Ísland hefur þegar tryggt sér aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið. Framkvæmdastjórn sambandsins hefur samið við fjóra framleiðendur; Pfizer, AstraZeneca, Sanofi og Janssen. Þá gaf sambandið það út í síðustu viku að „árangursríkum“ viðræðum við Moderna um kaup á bóluefni væri lokið. Fréttin hefur verið uppfærð. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir „Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggur áherslu að fólk gæti að hópamyndun og passi upp á tveggja metra regluna, hvort sem það er inni eða úti. 16. nóvember 2020 08:39 Vonir um bóluefni hreyfa við mörkuðum í Asíu Verð á hlutabréfum í Asíu náði hæstu hæðum í nótt þegar opnað var fyrir viðskipti með bréf eftir helgina. 16. nóvember 2020 07:31 Einn þeirra sem kemur að Pfizer-bóluefninu segir lífið ekki verða eðlilegt fyrr en næsta vetur Áhrif nýs bóluefnis við kórónuveirunni munu gæta verulega næsta sumar og lífið ætti að verða orðið eðlilegt næsta vetur. Þetta segir prófessor Ugur Sahin, einn af stofnendum fyrirtækisins BioNTech, en fyrirtækið þróar bóluefni við kórónuveirunni ásamt bandaríska fyrirtækinu Pfizer. 15. nóvember 2020 14:14 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira
Bóluefni sem bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna hefur verið með í þróun veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta sýna fyrstu niðurstöður úr rannsóknum Moderna, sem fyrirtækið tilkynnti um rétt í þessu. Niðurstöðurnar eru birtar um viku eftir að lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnti um sambærilegar niðurstöður sínar. Bóluefni Pfizer sýndi 90 prósent vörn gegn veirunni, sem þótti fram úr björtustu vonum sérfræðinga. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Moderna í tilkynningu að stefnt sé að því að sækja um leyfi fyrir bóluefninu á næstu vikum. Reynt verði að hafa 20 milljón skammta af efninu tilbúna til notkunar í Bandaríkjunum eins fljótt og auðið er og allt að milljarð skammta til notkunar um allan heim á næsta ári. Efnið var prófað á um 30 þúsund manns í Bandaríkjunum. Helmingi voru gefnir tveir skammtar með fjögurra vikna millibili en hinn helmingurinn var sprautaður með lyfleysu. Þá eru niðurstöður Moderna sagðar sýna að ellefu af þeim 30 þúsund sem tóku þátt í rannsókninni hafi veikst alvarlega af Covid-19, sjúkdómnum sem veiran veldur. Enginn þeirra hafði hins vegar fengið bóluefnisskammt. „Virknin í heildina hefur verið ótrúleg... þetta er frábær dagur,“ segir Tal Zaks, yfirmaður heilbrigðismála hjá Moderna, í samtali við BBC. Spurningum enn ósvarað Enn er talsvert mörgum spurningum þó ósvarað varðandi virkni bóluefnisins, að því er fram kemur í frétt BBC. Þannig er ekki vitað hversu lengi ónæmi við veirunni varir og þá er heldur ekki vitað hvaða áhrif efnið hefur á eldra fólk. Zaks segir þó í samtali við BBC að ekkert bendi til þess að virkni efnisins dvíni með hækkandi aldri. Bóluefni Moderna er nokkuð svipað og bóluefni Pfizer en bæði eru svokölluð RNA-bóluefni. Slík bóluefni innihalda erfðaefni kórónuveirunnar sem myndar broddprótín (e. spike protein) sem hjálpar henni að komast inn í frumur. Virðist geymast betur en Pfizer Þá sýna niðurstöður rannsókna beggja fyrirtækja að efnin veiti svipaða vörn gegn veirunni; Pfizer um 90 prósent og Moderna 94,5 prósent. Rannsóknir á báðum efnum eru þó enn yfirstandandi og hlutfallið gæti breyst. Hins vegar virðist sem auðveldara verði að geyma Moderna-bóluefnið. Pfizer-bóluefnið þarf að geyma við allt að 80 stiga frost en Moderna-efnið helst stöðugt við -20 gráður í allt að sex mánuði. Þá segir í frétt BBC að hægt sé að geyma það í „hefðbundnum ísskáp“ í allt að mánuð. Ísland hefur þegar tryggt sér aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið. Framkvæmdastjórn sambandsins hefur samið við fjóra framleiðendur; Pfizer, AstraZeneca, Sanofi og Janssen. Þá gaf sambandið það út í síðustu viku að „árangursríkum“ viðræðum við Moderna um kaup á bóluefni væri lokið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir „Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggur áherslu að fólk gæti að hópamyndun og passi upp á tveggja metra regluna, hvort sem það er inni eða úti. 16. nóvember 2020 08:39 Vonir um bóluefni hreyfa við mörkuðum í Asíu Verð á hlutabréfum í Asíu náði hæstu hæðum í nótt þegar opnað var fyrir viðskipti með bréf eftir helgina. 16. nóvember 2020 07:31 Einn þeirra sem kemur að Pfizer-bóluefninu segir lífið ekki verða eðlilegt fyrr en næsta vetur Áhrif nýs bóluefnis við kórónuveirunni munu gæta verulega næsta sumar og lífið ætti að verða orðið eðlilegt næsta vetur. Þetta segir prófessor Ugur Sahin, einn af stofnendum fyrirtækisins BioNTech, en fyrirtækið þróar bóluefni við kórónuveirunni ásamt bandaríska fyrirtækinu Pfizer. 15. nóvember 2020 14:14 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira
„Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggur áherslu að fólk gæti að hópamyndun og passi upp á tveggja metra regluna, hvort sem það er inni eða úti. 16. nóvember 2020 08:39
Vonir um bóluefni hreyfa við mörkuðum í Asíu Verð á hlutabréfum í Asíu náði hæstu hæðum í nótt þegar opnað var fyrir viðskipti með bréf eftir helgina. 16. nóvember 2020 07:31
Einn þeirra sem kemur að Pfizer-bóluefninu segir lífið ekki verða eðlilegt fyrr en næsta vetur Áhrif nýs bóluefnis við kórónuveirunni munu gæta verulega næsta sumar og lífið ætti að verða orðið eðlilegt næsta vetur. Þetta segir prófessor Ugur Sahin, einn af stofnendum fyrirtækisins BioNTech, en fyrirtækið þróar bóluefni við kórónuveirunni ásamt bandaríska fyrirtækinu Pfizer. 15. nóvember 2020 14:14