Hafnarfjörður selur orkuinnviði sína Sigurður Þ. Ragnarsson skrifar 16. nóvember 2020 13:31 Nú hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fórnað á altari skammtímagróða, almannahagsmunum íbúa Hafnarfjarðar með sölunni á hlut bæjarins í HS-veitum. Hér er verið að selja síðasta hluta Rafveitu Hafnarfjarðar sem stofnuð var 1938 eftir botnlausa vinnu framsækinna Hafnfirðinga sem rekja má allt til ársins 1904 eða í 116 ár með frumkvöðlastarfsemi Jóhannesar Reykdal. Hlutur bæjarins í HS-veitum hefur hefur hækkað um 2 milljarða síðan 2013. Stórkostleg verkefni bíða þessa fyrirtækis handan hornsins. Rafvæðing hafna á Reykjanesskaga, uppbygging vetnisiðnaðar með tilheyrandi hafnaraðstöðu, fiskeldi í Helguvík og margt fleira. Þetta mun án nokkurs vafa auka verðmæti fyrirtækisins og þar með hlutar Hafnarfjarðar á komandi misserum og árum. Það alvarlega er að hvergi í verðmati sérfræðinga á verðmæti hlutarins/fyrirtækisins var þessum tækifærum velt upp. Uppgjör vegna Covid er eitthvað sem leysa verður á stærri vettvangi en í Hafnarfirði, og það er víða ekki á færi einstakra sveitarfélaga að leysa það tekjuhrun sem Covid 19 hefur valdið. Það hrun sem orðið hefur á rekstrarmódelum sveitarfélaga hefur ekkert með Hafnarfjörð einan að gera. Lánalínur frá ríki/Seðlabanka án vaxta og afborgana í 3-4 ár þurfa að koma til. Að afloknu Covid liggur svo fyrir hvort hægt sé að stilla upp sjálfbæru rekstrarmódeli sveitarfélaga m.t.t. tekjustofna þeirra. Þegar þeirri yfirferð er lokið fyrir Hafnarfjörð, þá fyrst hefði verið tímabært að taka yfirvegaða ákvörðun um sjálfbærni sveitarfélagsins og hvort neyðin myndi reka menn til sölu á eignum bæjarins. En núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hófu vegferðina með sölu á hlut sínum í hinu öfluga fyrirtæki HS-veitum áður en niðurstaða var fengin með aðkomu ríkisvaldsins eða hver hin endanlegu áhrif Covid 19 verða á bæjarsjóð. Hvað er það næst hjá meirihlutanum? Er það sala á Hafnarfjarðarhöfn, sala á jarðhitaréttindum í Krísuvík, nú eða að selja Krísuvíkursvæðið allt til Grindvíkinga sem bíða á hliðarlínunni eftir að fá að kaupa perluna Krísuvík. Helst á alls ekki að taka ákvarðanir í óstöðugu umhverfi líkt og meirihlutinn í Hafnarfirði hefur nú gert. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Hafnarfirði hafa með ákvörðun sinni fórnað á altari skammtímagróða almannahagsmunum íbúa Hafnarfjarðar. Langtímahagsmunum er kastað fyrir róða. Rafveita Hafnarfjarðar heyrir nú endanlega sögunni til. Dagurinn 28. október 2020 er því hinn dapri dagur í sögu Hafnarfjarðar. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Orkumál Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fórnað á altari skammtímagróða, almannahagsmunum íbúa Hafnarfjarðar með sölunni á hlut bæjarins í HS-veitum. Hér er verið að selja síðasta hluta Rafveitu Hafnarfjarðar sem stofnuð var 1938 eftir botnlausa vinnu framsækinna Hafnfirðinga sem rekja má allt til ársins 1904 eða í 116 ár með frumkvöðlastarfsemi Jóhannesar Reykdal. Hlutur bæjarins í HS-veitum hefur hefur hækkað um 2 milljarða síðan 2013. Stórkostleg verkefni bíða þessa fyrirtækis handan hornsins. Rafvæðing hafna á Reykjanesskaga, uppbygging vetnisiðnaðar með tilheyrandi hafnaraðstöðu, fiskeldi í Helguvík og margt fleira. Þetta mun án nokkurs vafa auka verðmæti fyrirtækisins og þar með hlutar Hafnarfjarðar á komandi misserum og árum. Það alvarlega er að hvergi í verðmati sérfræðinga á verðmæti hlutarins/fyrirtækisins var þessum tækifærum velt upp. Uppgjör vegna Covid er eitthvað sem leysa verður á stærri vettvangi en í Hafnarfirði, og það er víða ekki á færi einstakra sveitarfélaga að leysa það tekjuhrun sem Covid 19 hefur valdið. Það hrun sem orðið hefur á rekstrarmódelum sveitarfélaga hefur ekkert með Hafnarfjörð einan að gera. Lánalínur frá ríki/Seðlabanka án vaxta og afborgana í 3-4 ár þurfa að koma til. Að afloknu Covid liggur svo fyrir hvort hægt sé að stilla upp sjálfbæru rekstrarmódeli sveitarfélaga m.t.t. tekjustofna þeirra. Þegar þeirri yfirferð er lokið fyrir Hafnarfjörð, þá fyrst hefði verið tímabært að taka yfirvegaða ákvörðun um sjálfbærni sveitarfélagsins og hvort neyðin myndi reka menn til sölu á eignum bæjarins. En núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hófu vegferðina með sölu á hlut sínum í hinu öfluga fyrirtæki HS-veitum áður en niðurstaða var fengin með aðkomu ríkisvaldsins eða hver hin endanlegu áhrif Covid 19 verða á bæjarsjóð. Hvað er það næst hjá meirihlutanum? Er það sala á Hafnarfjarðarhöfn, sala á jarðhitaréttindum í Krísuvík, nú eða að selja Krísuvíkursvæðið allt til Grindvíkinga sem bíða á hliðarlínunni eftir að fá að kaupa perluna Krísuvík. Helst á alls ekki að taka ákvarðanir í óstöðugu umhverfi líkt og meirihlutinn í Hafnarfirði hefur nú gert. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Hafnarfirði hafa með ákvörðun sinni fórnað á altari skammtímagróða almannahagsmunum íbúa Hafnarfjarðar. Langtímahagsmunum er kastað fyrir róða. Rafveita Hafnarfjarðar heyrir nú endanlega sögunni til. Dagurinn 28. október 2020 er því hinn dapri dagur í sögu Hafnarfjarðar. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun