Bil eða Víðisfjarri? Leitað að orði fyrir lykilhugtak í kórónukreppunni Þórir Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2020 19:00 Ríkisstjórnin boðar hertar aðgerðir gegn kórónuveirunni á blaðamannafundi í Hörpu Vísir/vilhelm Enn hefur ekki tekist að finna gott íslenskt orð yfir lykilhugtak í baráttunni gegn kórónuveirufarsóttinni, segir Ágústa Þorbergsdóttir ritstjóri nýyrðavefs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þó hafa borist tugir hugmynda en engin náð að festa sig í sessi. Ágústa segir að sárlega vanti góða þýðingu á enska hugtakinu physical distancing, sem lýsir því þegar fólk heldur fjarlægð frá öðru fólki. „Alþjóða heilbrigðismálastofnunin kom upphaflega með social distancing en síðan var því breytt í physical distancing sem er heppilegra,“ segir Ágústa. „Þetta snýst bara um fjarlægð en maður á að halda samskiptum við aðra.“ Ágústa segir að margir virðist hafa fest sig í fyrra hugtakinu, og komið með orð eins og félagsforðun, en ekki tekið eftir því þegar því var breytt. Samt vanti ekki hugvitsamlegar tillögur. Ágústa Þorbergsdóttir ritstjóri nýyrðavefs.Aðsend „Það hafa komið alveg ótrúlega margar tillögur, alls í kringum 70,“ segir Ágústa. „Þær eru meðal annars nálægðartakmörk, samskiptafjarlægð, fjarlægðarmörk, félagsleg fjarlægð og sumir segja bara bil og vilja ekkert annað orð. Og út í það að vera Víðisfjarri, sem gengur nú ekki. Það er ekkert eitt orð fast en gríðarlega margar tillögur.“ Nýyrðavefurinn er tveggja ára. Hann var birtur á degi íslenskrar tungu fyrir tveimur árum en deginum er einmitt fagnað í dag. Eins og nærri má geta endurspegla hugmyndir að nýyrðum sem Ágústu berast veruleikann og tíðarandann í samfélaginu á hverjum tíma. „Stundum er það þannig að ef það er ekki auglýst eftir orði þá er bara ekkert eitt orð sem sigrar. Svo eru önnur orð sem eru bara notuð eins og smitgát, heimasóttkví og úrvinnslusóttkví. Fólk er bara sátt við þau orð og er ekkert að breyta þeim.“ Eitt orð, sem byrjaði sem slangur, er farið að vinna sér fastan sess í orðaforða margra segir Ágústa. „Það sem lifir er orðið kóviti, um þennan sjálfskipaða sérfræðing í veirufræðum sem veit í rauninni ekki neitt.“ Á vefnum má sjá að umtalaðasta nýyrðið er orð sem er reyndar alls ekki nýtt heldur hefur fengið aðra merkingu. Orðið dóni þýðir ekki bara dóni, það er einhver sem er dónalegur, heldur má nota það yfir dróna með myndavél. Einhverjum finnast slík tæki greinilega vera dónar. Önnur umtöluð orð eru til dæmis blökkudagur fyrir Black Friday, sjallaballi fyrir fyrrum alþýðubandalagsmenn sem nú eru í stjórnarsamstarfi við sjálfstæðisflokkinn og Víxla, sem er hugsað sem íslenskt heiti á Nintendo Switch leikjatölvunni. Þeir sem heima sitja á þessum heimaverutímum ættu auðveldlega að geta varið tímanum vel við að vafra á nýyrðavefnum. Hægt er að fletta upp vinsælustu nýyrðunum, þeim nýjustu og þeim sem eru mest umtöluð. Þannig er vinsælasta nýyrðið þyrnihrós, sem lýsir því þegar „einhver gefur þér hrós sem er sagt eða meint á niðrandi máta.“ Nýjasta nýyrðið þegar þetta er skrifað er heyrnartappi, sem flestir kalla bara airpods upp á ensku. Önnur orð eru til dæmis standhjól, kraftakría, bossabrennir og brjóstblundur – sem lesendur geta reynt að geta sér til um hvað þýða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenska á tækniöld Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Enn hefur ekki tekist að finna gott íslenskt orð yfir lykilhugtak í baráttunni gegn kórónuveirufarsóttinni, segir Ágústa Þorbergsdóttir ritstjóri nýyrðavefs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þó hafa borist tugir hugmynda en engin náð að festa sig í sessi. Ágústa segir að sárlega vanti góða þýðingu á enska hugtakinu physical distancing, sem lýsir því þegar fólk heldur fjarlægð frá öðru fólki. „Alþjóða heilbrigðismálastofnunin kom upphaflega með social distancing en síðan var því breytt í physical distancing sem er heppilegra,“ segir Ágústa. „Þetta snýst bara um fjarlægð en maður á að halda samskiptum við aðra.“ Ágústa segir að margir virðist hafa fest sig í fyrra hugtakinu, og komið með orð eins og félagsforðun, en ekki tekið eftir því þegar því var breytt. Samt vanti ekki hugvitsamlegar tillögur. Ágústa Þorbergsdóttir ritstjóri nýyrðavefs.Aðsend „Það hafa komið alveg ótrúlega margar tillögur, alls í kringum 70,“ segir Ágústa. „Þær eru meðal annars nálægðartakmörk, samskiptafjarlægð, fjarlægðarmörk, félagsleg fjarlægð og sumir segja bara bil og vilja ekkert annað orð. Og út í það að vera Víðisfjarri, sem gengur nú ekki. Það er ekkert eitt orð fast en gríðarlega margar tillögur.“ Nýyrðavefurinn er tveggja ára. Hann var birtur á degi íslenskrar tungu fyrir tveimur árum en deginum er einmitt fagnað í dag. Eins og nærri má geta endurspegla hugmyndir að nýyrðum sem Ágústu berast veruleikann og tíðarandann í samfélaginu á hverjum tíma. „Stundum er það þannig að ef það er ekki auglýst eftir orði þá er bara ekkert eitt orð sem sigrar. Svo eru önnur orð sem eru bara notuð eins og smitgát, heimasóttkví og úrvinnslusóttkví. Fólk er bara sátt við þau orð og er ekkert að breyta þeim.“ Eitt orð, sem byrjaði sem slangur, er farið að vinna sér fastan sess í orðaforða margra segir Ágústa. „Það sem lifir er orðið kóviti, um þennan sjálfskipaða sérfræðing í veirufræðum sem veit í rauninni ekki neitt.“ Á vefnum má sjá að umtalaðasta nýyrðið er orð sem er reyndar alls ekki nýtt heldur hefur fengið aðra merkingu. Orðið dóni þýðir ekki bara dóni, það er einhver sem er dónalegur, heldur má nota það yfir dróna með myndavél. Einhverjum finnast slík tæki greinilega vera dónar. Önnur umtöluð orð eru til dæmis blökkudagur fyrir Black Friday, sjallaballi fyrir fyrrum alþýðubandalagsmenn sem nú eru í stjórnarsamstarfi við sjálfstæðisflokkinn og Víxla, sem er hugsað sem íslenskt heiti á Nintendo Switch leikjatölvunni. Þeir sem heima sitja á þessum heimaverutímum ættu auðveldlega að geta varið tímanum vel við að vafra á nýyrðavefnum. Hægt er að fletta upp vinsælustu nýyrðunum, þeim nýjustu og þeim sem eru mest umtöluð. Þannig er vinsælasta nýyrðið þyrnihrós, sem lýsir því þegar „einhver gefur þér hrós sem er sagt eða meint á niðrandi máta.“ Nýjasta nýyrðið þegar þetta er skrifað er heyrnartappi, sem flestir kalla bara airpods upp á ensku. Önnur orð eru til dæmis standhjól, kraftakría, bossabrennir og brjóstblundur – sem lesendur geta reynt að geta sér til um hvað þýða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenska á tækniöld Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira