Samkomulag í höfn um að öllum minkum í Danmörku skuli lógað Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2020 12:17 Áætlað er að um 14 milljónir minka séu á minkabúum í Danmörku. AP Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. Tilkynningin kemur á sama tíma og greint er frá því að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunni hafi fundist á nokkrum minkabúum til viðbótar í landinu. Danskir fjölmiðlar segja Jafnaðarmannaflokk Frederiksens hafa náð samkomulag við samstarfsflokkana Enhedslisten, SF, De Radikale og Alternativet um aðgerðina. Mogen Jensen, matvælaráðherra Danmerkur, kveðst mjög ánægður með að samkomulagið sé í höfn og að vonandi verði hægt að einhverja sátt um þann stórfellda niðurskurð sem þarf að ráðast í. „Þetta hefur verið óreiðukennt ferli, ég er fyrstur til að viðurkenna það,“ segir ráðherrann í samtali við DR. Samkomulagið felur meðal annars í sér að ræktendur fái 30 danskar krónur á hvern mink sem er aflífaður. Þá verður óheimilt að rækta minka í landinu til ársloka 2021. Fyrr í haust var greint frá því að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar hafi fundist á fjölda minkabúa í Danmörku og hafði veiran borist í fólk. 4. nóvember síðastliðinn greindi Frederiksen frá því að ákveðið hafi verið að lóga öllum minkum í landinu. Ákvörðunin sætti hins vegar mikilli gagnrýni eftir að í ljós kom að ríkisstjórnin hafði ekki lagaheimild til að grípa til þessa ráðs og hafa spjótin beinst sérstaklega að matvælaráðherranum Jensen. Þingmenn munu nú greiða atkvæði um lagafrumvarpið en eins og áður sagði hefur samkomulag náðst og er fastlega gert ráð fyrir að meirihluti þingmanna muni greiða atkvæði með. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Tengdar fréttir Átta milljónir minka á skilgreindum áhættusvæðum þegar verið aflífaðir Stökkbreytt afbrigði kórónuveiru kom upp á minkabúum á Jótlandi fyrr í þessum mánuði og ákváðu dönsk stjórnvöld að allir minkar í Danmörku, um sautján milljónir talsins, skyldu aflífaðir. 15. nóvember 2020 21:23 Danskir minkabændur ósáttir Danmerkurstjórn fékk upplýsingar um að hún mætti ekki fyrirskipa að allir minkar í landinu yrðu drepnir meira en viku áður en Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti um fyrirskipun þess efnis. 11. nóvember 2020 17:04 Mette baðst afsökunar á ólöglegri fyrirskipun Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, baðst í dag afsökunar og sagði að danska dýra- og matvælaeftirlitið hefði gert mistök með því að krefjast þess að allir minkar landsins verði drepnir. 10. nóvember 2020 15:13 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. Tilkynningin kemur á sama tíma og greint er frá því að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunni hafi fundist á nokkrum minkabúum til viðbótar í landinu. Danskir fjölmiðlar segja Jafnaðarmannaflokk Frederiksens hafa náð samkomulag við samstarfsflokkana Enhedslisten, SF, De Radikale og Alternativet um aðgerðina. Mogen Jensen, matvælaráðherra Danmerkur, kveðst mjög ánægður með að samkomulagið sé í höfn og að vonandi verði hægt að einhverja sátt um þann stórfellda niðurskurð sem þarf að ráðast í. „Þetta hefur verið óreiðukennt ferli, ég er fyrstur til að viðurkenna það,“ segir ráðherrann í samtali við DR. Samkomulagið felur meðal annars í sér að ræktendur fái 30 danskar krónur á hvern mink sem er aflífaður. Þá verður óheimilt að rækta minka í landinu til ársloka 2021. Fyrr í haust var greint frá því að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar hafi fundist á fjölda minkabúa í Danmörku og hafði veiran borist í fólk. 4. nóvember síðastliðinn greindi Frederiksen frá því að ákveðið hafi verið að lóga öllum minkum í landinu. Ákvörðunin sætti hins vegar mikilli gagnrýni eftir að í ljós kom að ríkisstjórnin hafði ekki lagaheimild til að grípa til þessa ráðs og hafa spjótin beinst sérstaklega að matvælaráðherranum Jensen. Þingmenn munu nú greiða atkvæði um lagafrumvarpið en eins og áður sagði hefur samkomulag náðst og er fastlega gert ráð fyrir að meirihluti þingmanna muni greiða atkvæði með.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Tengdar fréttir Átta milljónir minka á skilgreindum áhættusvæðum þegar verið aflífaðir Stökkbreytt afbrigði kórónuveiru kom upp á minkabúum á Jótlandi fyrr í þessum mánuði og ákváðu dönsk stjórnvöld að allir minkar í Danmörku, um sautján milljónir talsins, skyldu aflífaðir. 15. nóvember 2020 21:23 Danskir minkabændur ósáttir Danmerkurstjórn fékk upplýsingar um að hún mætti ekki fyrirskipa að allir minkar í landinu yrðu drepnir meira en viku áður en Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti um fyrirskipun þess efnis. 11. nóvember 2020 17:04 Mette baðst afsökunar á ólöglegri fyrirskipun Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, baðst í dag afsökunar og sagði að danska dýra- og matvælaeftirlitið hefði gert mistök með því að krefjast þess að allir minkar landsins verði drepnir. 10. nóvember 2020 15:13 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Átta milljónir minka á skilgreindum áhættusvæðum þegar verið aflífaðir Stökkbreytt afbrigði kórónuveiru kom upp á minkabúum á Jótlandi fyrr í þessum mánuði og ákváðu dönsk stjórnvöld að allir minkar í Danmörku, um sautján milljónir talsins, skyldu aflífaðir. 15. nóvember 2020 21:23
Danskir minkabændur ósáttir Danmerkurstjórn fékk upplýsingar um að hún mætti ekki fyrirskipa að allir minkar í landinu yrðu drepnir meira en viku áður en Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti um fyrirskipun þess efnis. 11. nóvember 2020 17:04
Mette baðst afsökunar á ólöglegri fyrirskipun Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, baðst í dag afsökunar og sagði að danska dýra- og matvælaeftirlitið hefði gert mistök með því að krefjast þess að allir minkar landsins verði drepnir. 10. nóvember 2020 15:13