Leikjafræði Lilju Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 19:12 Á sunnudaginn var sat menntamálaráðherra í útvarpsviðtali og ræddi um þá niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála að hún hefði brotið jafnréttislög. Í viðtalinu sagði ráðherra eftirfarandi orð; „Ég er ráðherra. Ég er líka einstaklingur og ég verð alveg eins og allir aðrir í íslensku samfélagi, ef ég tel að það sé brotið á mér - þá hlýt ég að eiga sama rétt og viðkomandi einstaklingur að sækja minn rétt.“ Þessi ummæli eru merkileg þegar þau eru rýnd. Ummæli ráðherra bera vott um ákveðið skilningsleysi Lilju Alfreðsdóttur á hennar stöðu sem ráðherra og aðstöðumuninum á ráðherra og einstaklingnum sem hún stefnir. Í viðtalinu talaði ráðherra með þeim hætti að þetta dómsmál snerist um hennar persónu fremur um starfshætti hennar og meðferð valds. Menntamálaráðherra er hins vegar ekki fyrsti ráðherrann sem fær úrskurð um brot á jafnréttislögum. Aðrir ráðherrar hafa hins vegar ekki farið hennar leið, heldur almennt unað svona úrskurðum. Kannski hafa þeir séð að málin snúast einmitt ekki persónu þeirra heldur um yfirvegaða stjórnsýslu og vandaða. Menntamálaráðherra lýsti því hins vegar yfir í umræðunni að hún hefði sýnt kjark með því að stefna umræddum umsækjanda fyrir dóm. Dæmi hver fyrir sig um það. Menntamálaráðherra lýsti því einnig í þessu sama viðtali að hún hefði sætt þyngri gagnrýni en aðrir ráðherrar í sambærilegri stöðu. Tengdi hún það við kynferði sitt. Mun nærtækari skýring er nú samt sú staðreynd að aðrir ráðamenn hafa einmitt almennt ekki farið fram af þeirri hörku sem hún gerir í kjölfar svona úrskurðar. Það gerðu ekki Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, ekki Jóhanna Sigurðardóttir og ekki Bjarni Benediktsson. Seint verður sagt um þetta ágæta fólk að þau skorti kjarkinn. Mögulega voru aðrir hagsmunir þeim ofar í huga, jafnvel bara stærri hagsmunir. Embættismennirnir sem ekki getað svarað Umræddan sunnudag fór menntamálaráðherra sömuleiðis með dagskrárvald sitt þannig að þar sat hún og ræddi í útvarpi um nafngreinda og ónafngreinda embættismenn. Það gerði ráðherra þrátt fyrir að vita ósköp vel að embættismaður svarar ekki ráðherra og þarf því að sitja undir því að ráðherra veitist að þeim, án þess að geta tekið til svara. Þessa leikjafræði höfum fram til þess fyrst og fremst séð hjá fyrrum flokkssystur hennar Vigdísi Hauksdóttur, sem hefur stundað það af kappi að tala niður til embættismanna borgarinnar. Ummæli menntamálaráðherra í útvarpsviðtali sunnudagsins birta djúpa Framsóknarmennsku, þar sem þeim er gerð upp spilling sem spyrja spurninga og vilja ræða það þegar fram kemur úrskurður um brot á jafnréttislögum. Svör ráðherrans í þingsal í dag voru um kjark sem hún sýnir. Ég verð að viðurkenna að öll nálgun ráðherra í þessu máli finnst mér bera vott um eitthvað allt annað en kjark. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Jafnréttismál Stjórnsýsla Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á sunnudaginn var sat menntamálaráðherra í útvarpsviðtali og ræddi um þá niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála að hún hefði brotið jafnréttislög. Í viðtalinu sagði ráðherra eftirfarandi orð; „Ég er ráðherra. Ég er líka einstaklingur og ég verð alveg eins og allir aðrir í íslensku samfélagi, ef ég tel að það sé brotið á mér - þá hlýt ég að eiga sama rétt og viðkomandi einstaklingur að sækja minn rétt.“ Þessi ummæli eru merkileg þegar þau eru rýnd. Ummæli ráðherra bera vott um ákveðið skilningsleysi Lilju Alfreðsdóttur á hennar stöðu sem ráðherra og aðstöðumuninum á ráðherra og einstaklingnum sem hún stefnir. Í viðtalinu talaði ráðherra með þeim hætti að þetta dómsmál snerist um hennar persónu fremur um starfshætti hennar og meðferð valds. Menntamálaráðherra er hins vegar ekki fyrsti ráðherrann sem fær úrskurð um brot á jafnréttislögum. Aðrir ráðherrar hafa hins vegar ekki farið hennar leið, heldur almennt unað svona úrskurðum. Kannski hafa þeir séð að málin snúast einmitt ekki persónu þeirra heldur um yfirvegaða stjórnsýslu og vandaða. Menntamálaráðherra lýsti því hins vegar yfir í umræðunni að hún hefði sýnt kjark með því að stefna umræddum umsækjanda fyrir dóm. Dæmi hver fyrir sig um það. Menntamálaráðherra lýsti því einnig í þessu sama viðtali að hún hefði sætt þyngri gagnrýni en aðrir ráðherrar í sambærilegri stöðu. Tengdi hún það við kynferði sitt. Mun nærtækari skýring er nú samt sú staðreynd að aðrir ráðamenn hafa einmitt almennt ekki farið fram af þeirri hörku sem hún gerir í kjölfar svona úrskurðar. Það gerðu ekki Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, ekki Jóhanna Sigurðardóttir og ekki Bjarni Benediktsson. Seint verður sagt um þetta ágæta fólk að þau skorti kjarkinn. Mögulega voru aðrir hagsmunir þeim ofar í huga, jafnvel bara stærri hagsmunir. Embættismennirnir sem ekki getað svarað Umræddan sunnudag fór menntamálaráðherra sömuleiðis með dagskrárvald sitt þannig að þar sat hún og ræddi í útvarpi um nafngreinda og ónafngreinda embættismenn. Það gerði ráðherra þrátt fyrir að vita ósköp vel að embættismaður svarar ekki ráðherra og þarf því að sitja undir því að ráðherra veitist að þeim, án þess að geta tekið til svara. Þessa leikjafræði höfum fram til þess fyrst og fremst séð hjá fyrrum flokkssystur hennar Vigdísi Hauksdóttur, sem hefur stundað það af kappi að tala niður til embættismanna borgarinnar. Ummæli menntamálaráðherra í útvarpsviðtali sunnudagsins birta djúpa Framsóknarmennsku, þar sem þeim er gerð upp spilling sem spyrja spurninga og vilja ræða það þegar fram kemur úrskurður um brot á jafnréttislögum. Svör ráðherrans í þingsal í dag voru um kjark sem hún sýnir. Ég verð að viðurkenna að öll nálgun ráðherra í þessu máli finnst mér bera vott um eitthvað allt annað en kjark. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun