Forsetar, dómarar og forstjórar Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 18. nóvember 2020 06:00 Kynjahlutföll hafa aldrei verið jafnari í Hæstarétti Íslands en þau verða með skipun tveggja kvenna við réttinn í gær. Þrjár konur munu sitja í Hæstarétti en fjórir karlar. Með hverju árinu færumst við nær jafnrétti á ólíkum sviðum samfélagsins. Ekki kemur lengur á óvart þegar útlendingar tala um að Ísland sé eitt þeirra landa sem fremst standa í jafnréttisbaráttu. Þeir lýsa jafnréttisparadís og telja upp fyrsta þjóðkjörna kvenforsetann, fyrstu samkynhneigðu konuna í embætti forsætisráðherra og unga, afar frambærilega konu í embætti forsætisráðherra. Við erum stolt af þessu. Hlutur kvenna í atvinnulífinu hefur vaxið hröðum skrefum undanfarna áratugi. Aukin menntun og fjölgun kvenna á vinnustöðum hefur gerbreytt umhverfinu, bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum. Blessunarlega þykja það ekki lengur sérstök tíðindi hér á landi þegar kona gegnir leiðtogahlutverki. En þrátt fyrir framfarir erum við ekki enn komin alla leið. Enn eru völd og áhrif kvenna í íslensku viðskiptalífi minni en karla. Því þarf að breyta. Mikilvægar fyrirmyndir Fyrir réttum sjö árum var kona ráðin forstjóri bandaríska stórfyrirtækisins General Motors, verkfræðingurinn Mary Barra. Ráðningin þótti fréttnæm, enda fyrsta konan til að gegna stöðu æðsta yfirmanns hjá bílaframleiðandanum. Fyrstu misserin í nýju starfi vék hún sér undan spurningum blaðamanna um kyn, sem hún sagði engu skipta. Sú afstaða breyttist þegar á vegi hennar urðu feðgin, verkfræðingur og ung dóttir hans. Faðirinn sneri sér að forstjóranum, sem þegar naut mikillar velgengni í sínu starfi, og þakkaði henni fyrir að ganga á undan með góðu fordæmi. Hún væri að ryðja brautina fyrir dóttur hans og hennar jafnöldrur, sem nú vissu að konur gætu verið forstjórar. Meira að segja forstjórar bandarískra bílarisa sem ekki hefðu getið sér orð fyrir að gefa konum tækifæri. Ef fleiri kynsystur fylgdu í hennar fótspor yrðu það ekki sérstök tíðindi þótt kona kæmist til metorða. Þannig framtíð vildi hann búa dóttur sinni. Verk að vinna Í íslensku atvinnulífi hefur heilmargt áunnist. Enn er þó tækifæri til að gera betur. Rannsóknir sýna svo ekki verður um villst að fjölbreyttur hópur stjórnarmanna nær betri árangri en einsleitur. Því er mikið hagsmunamál fyrir atvinnulífið að starfsmenn, stjórnendur og stjórnarmenn, komi úr mörgum áttum og færi með sér fjölbreytta reynslu og þekkingu. Verði fyrirmyndir þeirra sem á eftir koma. SA munu hér eftir sem hingað til leggja þunga áherslu á aukið jafnrétti og fjölbreytni í atvinnulífinu. Því enn er verk að vinna. Stöndum undir nafni Í dag klukkan 9 verður streymt frá Hvatningarverðlaunum jafnréttismála á vefsíðu SA. Verðlaununum er ætlað að vekja athygli á fyrirtækjum sem skara framúr í jafnréttismálum. Önnur fyrirtæki eru hvött til þess að feta sömu braut. Að hvatningunni standa Samtök atvinnulífsins, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð, Háskóli Íslands og UN Women á Íslandi. Þær Mary Barra og frú Vigdís Finnbogadóttir, forstjórinn og forsetinn, koma úr ólíkum áttum. Þær eiga það hins vegar sameiginlegt að hafa rutt brautina og sýnt komandi kynslóðum, þvert á landamæri og atvinnugreinar, að engin ástæða sé til að treysta ekki konum til æðstu metorða. Höldum áfram að gera betur. Styrkja stoðir atvinnulífsins á öllum vígstöðvum. Samfélaginu öllu til heilla. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Jafnréttismál Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kynjahlutföll hafa aldrei verið jafnari í Hæstarétti Íslands en þau verða með skipun tveggja kvenna við réttinn í gær. Þrjár konur munu sitja í Hæstarétti en fjórir karlar. Með hverju árinu færumst við nær jafnrétti á ólíkum sviðum samfélagsins. Ekki kemur lengur á óvart þegar útlendingar tala um að Ísland sé eitt þeirra landa sem fremst standa í jafnréttisbaráttu. Þeir lýsa jafnréttisparadís og telja upp fyrsta þjóðkjörna kvenforsetann, fyrstu samkynhneigðu konuna í embætti forsætisráðherra og unga, afar frambærilega konu í embætti forsætisráðherra. Við erum stolt af þessu. Hlutur kvenna í atvinnulífinu hefur vaxið hröðum skrefum undanfarna áratugi. Aukin menntun og fjölgun kvenna á vinnustöðum hefur gerbreytt umhverfinu, bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum. Blessunarlega þykja það ekki lengur sérstök tíðindi hér á landi þegar kona gegnir leiðtogahlutverki. En þrátt fyrir framfarir erum við ekki enn komin alla leið. Enn eru völd og áhrif kvenna í íslensku viðskiptalífi minni en karla. Því þarf að breyta. Mikilvægar fyrirmyndir Fyrir réttum sjö árum var kona ráðin forstjóri bandaríska stórfyrirtækisins General Motors, verkfræðingurinn Mary Barra. Ráðningin þótti fréttnæm, enda fyrsta konan til að gegna stöðu æðsta yfirmanns hjá bílaframleiðandanum. Fyrstu misserin í nýju starfi vék hún sér undan spurningum blaðamanna um kyn, sem hún sagði engu skipta. Sú afstaða breyttist þegar á vegi hennar urðu feðgin, verkfræðingur og ung dóttir hans. Faðirinn sneri sér að forstjóranum, sem þegar naut mikillar velgengni í sínu starfi, og þakkaði henni fyrir að ganga á undan með góðu fordæmi. Hún væri að ryðja brautina fyrir dóttur hans og hennar jafnöldrur, sem nú vissu að konur gætu verið forstjórar. Meira að segja forstjórar bandarískra bílarisa sem ekki hefðu getið sér orð fyrir að gefa konum tækifæri. Ef fleiri kynsystur fylgdu í hennar fótspor yrðu það ekki sérstök tíðindi þótt kona kæmist til metorða. Þannig framtíð vildi hann búa dóttur sinni. Verk að vinna Í íslensku atvinnulífi hefur heilmargt áunnist. Enn er þó tækifæri til að gera betur. Rannsóknir sýna svo ekki verður um villst að fjölbreyttur hópur stjórnarmanna nær betri árangri en einsleitur. Því er mikið hagsmunamál fyrir atvinnulífið að starfsmenn, stjórnendur og stjórnarmenn, komi úr mörgum áttum og færi með sér fjölbreytta reynslu og þekkingu. Verði fyrirmyndir þeirra sem á eftir koma. SA munu hér eftir sem hingað til leggja þunga áherslu á aukið jafnrétti og fjölbreytni í atvinnulífinu. Því enn er verk að vinna. Stöndum undir nafni Í dag klukkan 9 verður streymt frá Hvatningarverðlaunum jafnréttismála á vefsíðu SA. Verðlaununum er ætlað að vekja athygli á fyrirtækjum sem skara framúr í jafnréttismálum. Önnur fyrirtæki eru hvött til þess að feta sömu braut. Að hvatningunni standa Samtök atvinnulífsins, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð, Háskóli Íslands og UN Women á Íslandi. Þær Mary Barra og frú Vigdís Finnbogadóttir, forstjórinn og forsetinn, koma úr ólíkum áttum. Þær eiga það hins vegar sameiginlegt að hafa rutt brautina og sýnt komandi kynslóðum, þvert á landamæri og atvinnugreinar, að engin ástæða sé til að treysta ekki konum til æðstu metorða. Höldum áfram að gera betur. Styrkja stoðir atvinnulífsins á öllum vígstöðvum. Samfélaginu öllu til heilla. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun