Óttast ekki að missa Messi: Fundu ekki fyrir því þegar Ronaldo og Neymar fóru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2020 10:31 Leo Messi er mögulega á förum frá Barcelona næsta sumar. Getty/Urbanandsport Forseti spænsku deildarinnar óttast ekki áhrifin af því ef Lionel Messi hættir hjá Barcelona í sumar og færir sig yfir í ensku úrvalsdeildina. Hann segir La Liga tilbúna fyrir að missa Messi. Javier Tebas, forseti La Liga, ræddi mögulega brottför Lionel Messi frá Barcelona og gagnrýndi um leið Manchester City, félagið sem hann heldur sjálfur að Lionel Messi semji við. Tebas vill að Lionel Messi haldi áfram að spila á Spáni en hefur ekki áhyggjur af því að það komi mikið niður á spænsku deildinni á missa hann. La Liga president Javier Tebas says he is "ready" for the exit of Barcelona star Lionel Messi.Full story: https://t.co/1qYiAUHzKZ pic.twitter.com/r8IRoyaQ5H— BBC Sport (@BBCSport) November 17, 2020 „Við vildum auðvitað helst að Messi yrði áfram í La Liga en bæði Ronaldo og Neymar fóru og við höfum ekki fundið fyrir neinni breytingu,“ sagði Javier Tebas í viðtali við breska ríkisútvarpið. Lionel Messi er 33 ára gamall og rennur út á samningi hjá Barcelona í sumar. Hann fer því á frjálsri sölu ef hann ákveður að yfirgefa félagið sem hann hefur spilað með síðan að hann var þrettán ára gamall. Það er samt lítill vafi á því að það verður ekki sami alþjóðlegi áhugi á spænska boltanum ef hvorki Cristiano Ronaldo né Lionel Messi spila í deildinni. La Liga president Javier Tebas has been speaking about the prospect of Lionel Messi leaving the league. And he's criticised Manchester City, a club he believes could sign him. Find out more: https://t.co/8Cmrg02Fvb pic.twitter.com/4WSqFd4fQc— BBC Sport (@BBCSport) November 17, 2020 Javier Tebas hélt áfram að skjóta á enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City, liðið sem er að gera allt til þess að fá Lionel Messi til sín. „Það lítur út fyrir að eina félagið í ensku úrvalsdeildinni sem talar um að fá Messi til sín sé Manchester City, félag sem fylgir ekki reglunum. Ég er ekki sá eini sem segir það,“ sagði Tebas. „Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af þeim. Ég hef gagnrýnt starfshætti þeirra svo oft. Það skiptir ekki máli þótt þeir geri það einu sinni einn. Hvorki kórónuveirufaraldurinn, heimsfaraldrar eða eitthvað annað hefur áhrif á City af því að félagið er fjármagnað á annan hátt en við hin og það er ómögulegt að keppa við það,“ sagði Tebas. Spænski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Sjá meira
Forseti spænsku deildarinnar óttast ekki áhrifin af því ef Lionel Messi hættir hjá Barcelona í sumar og færir sig yfir í ensku úrvalsdeildina. Hann segir La Liga tilbúna fyrir að missa Messi. Javier Tebas, forseti La Liga, ræddi mögulega brottför Lionel Messi frá Barcelona og gagnrýndi um leið Manchester City, félagið sem hann heldur sjálfur að Lionel Messi semji við. Tebas vill að Lionel Messi haldi áfram að spila á Spáni en hefur ekki áhyggjur af því að það komi mikið niður á spænsku deildinni á missa hann. La Liga president Javier Tebas says he is "ready" for the exit of Barcelona star Lionel Messi.Full story: https://t.co/1qYiAUHzKZ pic.twitter.com/r8IRoyaQ5H— BBC Sport (@BBCSport) November 17, 2020 „Við vildum auðvitað helst að Messi yrði áfram í La Liga en bæði Ronaldo og Neymar fóru og við höfum ekki fundið fyrir neinni breytingu,“ sagði Javier Tebas í viðtali við breska ríkisútvarpið. Lionel Messi er 33 ára gamall og rennur út á samningi hjá Barcelona í sumar. Hann fer því á frjálsri sölu ef hann ákveður að yfirgefa félagið sem hann hefur spilað með síðan að hann var þrettán ára gamall. Það er samt lítill vafi á því að það verður ekki sami alþjóðlegi áhugi á spænska boltanum ef hvorki Cristiano Ronaldo né Lionel Messi spila í deildinni. La Liga president Javier Tebas has been speaking about the prospect of Lionel Messi leaving the league. And he's criticised Manchester City, a club he believes could sign him. Find out more: https://t.co/8Cmrg02Fvb pic.twitter.com/4WSqFd4fQc— BBC Sport (@BBCSport) November 17, 2020 Javier Tebas hélt áfram að skjóta á enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City, liðið sem er að gera allt til þess að fá Lionel Messi til sín. „Það lítur út fyrir að eina félagið í ensku úrvalsdeildinni sem talar um að fá Messi til sín sé Manchester City, félag sem fylgir ekki reglunum. Ég er ekki sá eini sem segir það,“ sagði Tebas. „Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af þeim. Ég hef gagnrýnt starfshætti þeirra svo oft. Það skiptir ekki máli þótt þeir geri það einu sinni einn. Hvorki kórónuveirufaraldurinn, heimsfaraldrar eða eitthvað annað hefur áhrif á City af því að félagið er fjármagnað á annan hátt en við hin og það er ómögulegt að keppa við það,“ sagði Tebas.
Spænski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Sjá meira