Sextán skipverjar gefa skýrslu um hópsmitið í sjóprófinu Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2020 14:37 Sjóprófið fer fram í Héraðsdómi Vestfjarða á mánudag. Bæjarins besta Sjópróf vegna hópsmits kórónuveiru sem kom upp um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni hefst í Héraðsdómi Vestfjarða á mánudag. Sextán skipverjar gefa skýrslu í sjóprófinu en skipstjórinn ætlar ekki að taka þátt. Deilt var um hvort að stjórnendur Hraðfrystihússins Gunnvarar gefi skýrslu við fyrirtöku í dag. Tuttugu og tveir af tuttugu og fimm skipverjum um borð í Júlíusi Geirmundssyni veiktust eða smituðust af kórónuveirunni í þriggja vikna túr í síðasta mánuði. Skipverjar byrjuðu að veikjast skömmu eftir að túrinn hófst en skipið hélt engu að síður veiðum áfram. Áhöfnin fór í sýnatöku á Ísafirði en skipinu var snúið aftur út á haf áður en niðurstöður lágu fyrir. Stéttarfélög skipverjanna kærðu framgöngu útgerðarinnar til lögreglu og kröfðust þess jafnframt að sjópróf yrði haldið. Það fer fram í Héraðsdómi Vestfjarða á mánudag. Jónas Þór Jónasson, lögmaður stéttarfélaganna, segir Vísi að eins og stendur muni sextán skipverjar auk Súsönnu Bjargar Ástvaldsdóttur, umdæmislæknis sóttvarna á Vestfjörðum, gefa skýrslu í sjóprófinu. Fimmtán þeirra smituðust af kórónuveirunni. Sjópróf er ekki hefðbundið dómsmál. Í því felst að skýrslur eru teknar um atburðina sem eru til skoðunar. Framburðurinn er svo tekinn saman en enginn dómur felldur. Jónas Þór segir að sjóprófið geti nýst sem mögulegt sönnunargagn í dómsmálum síðar meir. Sakamálarannsókn stendur enn yfir á hópsmitinu hjá lögreglu. Skipstjórinn tekur ekki þátt Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður Sveins Geirs Arnarssonar skipstjóra, vísaði í yfirlýsingu skipstjórans frá því fyrir helgi um að hann ætlaði sér ekki að taka þátt í sjóprófinu í samtali við Vísi í dag. Í yfirlýsingunni sagðist Sveinn Geir með réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmitinu. Hann ætlaði sér að bíða niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Við fyrirtöku málsins í héraðsdómi í dag var deilt um hvað fælist í sjóprófi og hvort stjórnendur útgerðarinnar gæfu skýrslu. Jónas Þór, lögmaður stéttarfélaga, sagði Vísi að forsvarsmenn Gunnvarar ætluðu sér ekki að gefa skýrslu. Arnar Þór Stefánsson, lögmaður útgerðarinnar og Einars Vals Kristjánssonar, framkvæmdastjóra, segir að þeir líti svo á að lög standi ekki til þess að framkvæmdastjórinn gefi skýrslu í málinu. Hann vildi ekki tjá sig um það að öðru leyti. Ríkisútvarpið greindi frá því í gærkvöldi að skipverjar á Júlíusi Geirmundssyni sem voru í landi þegar smitið kom upp hefðu lýst yfir vantrausti á Svein Geir skipstjóra. Þeir krefjist þess að hann verði látinn hætta. Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Tengdar fréttir Lýsa yfir vantrausti á skipstjóra sinn Skipverjar á togaranum Júlíusi Geirmundssyni hafa lýst yfir vantrausti á skipstjórann Svein Geir Arnarsson. 18. nóvember 2020 00:58 Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni með stöðu sakbornings Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar, segist vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti Covid-19 sem kom upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. 16. nóvember 2020 14:01 Sjópróf vegna hópsmitsins á Júlíusi Geirmundssyni Ákveðið var að sjópróf skyldi fara fram vegna hópsýkingar kórónuveiru um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni þegar mál vegna þess var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Stéttarfélög áhafnarinnar fóru fram á sjópróf. 13. nóvember 2020 18:54 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira
Sjópróf vegna hópsmits kórónuveiru sem kom upp um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni hefst í Héraðsdómi Vestfjarða á mánudag. Sextán skipverjar gefa skýrslu í sjóprófinu en skipstjórinn ætlar ekki að taka þátt. Deilt var um hvort að stjórnendur Hraðfrystihússins Gunnvarar gefi skýrslu við fyrirtöku í dag. Tuttugu og tveir af tuttugu og fimm skipverjum um borð í Júlíusi Geirmundssyni veiktust eða smituðust af kórónuveirunni í þriggja vikna túr í síðasta mánuði. Skipverjar byrjuðu að veikjast skömmu eftir að túrinn hófst en skipið hélt engu að síður veiðum áfram. Áhöfnin fór í sýnatöku á Ísafirði en skipinu var snúið aftur út á haf áður en niðurstöður lágu fyrir. Stéttarfélög skipverjanna kærðu framgöngu útgerðarinnar til lögreglu og kröfðust þess jafnframt að sjópróf yrði haldið. Það fer fram í Héraðsdómi Vestfjarða á mánudag. Jónas Þór Jónasson, lögmaður stéttarfélaganna, segir Vísi að eins og stendur muni sextán skipverjar auk Súsönnu Bjargar Ástvaldsdóttur, umdæmislæknis sóttvarna á Vestfjörðum, gefa skýrslu í sjóprófinu. Fimmtán þeirra smituðust af kórónuveirunni. Sjópróf er ekki hefðbundið dómsmál. Í því felst að skýrslur eru teknar um atburðina sem eru til skoðunar. Framburðurinn er svo tekinn saman en enginn dómur felldur. Jónas Þór segir að sjóprófið geti nýst sem mögulegt sönnunargagn í dómsmálum síðar meir. Sakamálarannsókn stendur enn yfir á hópsmitinu hjá lögreglu. Skipstjórinn tekur ekki þátt Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður Sveins Geirs Arnarssonar skipstjóra, vísaði í yfirlýsingu skipstjórans frá því fyrir helgi um að hann ætlaði sér ekki að taka þátt í sjóprófinu í samtali við Vísi í dag. Í yfirlýsingunni sagðist Sveinn Geir með réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmitinu. Hann ætlaði sér að bíða niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Við fyrirtöku málsins í héraðsdómi í dag var deilt um hvað fælist í sjóprófi og hvort stjórnendur útgerðarinnar gæfu skýrslu. Jónas Þór, lögmaður stéttarfélaga, sagði Vísi að forsvarsmenn Gunnvarar ætluðu sér ekki að gefa skýrslu. Arnar Þór Stefánsson, lögmaður útgerðarinnar og Einars Vals Kristjánssonar, framkvæmdastjóra, segir að þeir líti svo á að lög standi ekki til þess að framkvæmdastjórinn gefi skýrslu í málinu. Hann vildi ekki tjá sig um það að öðru leyti. Ríkisútvarpið greindi frá því í gærkvöldi að skipverjar á Júlíusi Geirmundssyni sem voru í landi þegar smitið kom upp hefðu lýst yfir vantrausti á Svein Geir skipstjóra. Þeir krefjist þess að hann verði látinn hætta.
Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Tengdar fréttir Lýsa yfir vantrausti á skipstjóra sinn Skipverjar á togaranum Júlíusi Geirmundssyni hafa lýst yfir vantrausti á skipstjórann Svein Geir Arnarsson. 18. nóvember 2020 00:58 Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni með stöðu sakbornings Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar, segist vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti Covid-19 sem kom upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. 16. nóvember 2020 14:01 Sjópróf vegna hópsmitsins á Júlíusi Geirmundssyni Ákveðið var að sjópróf skyldi fara fram vegna hópsýkingar kórónuveiru um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni þegar mál vegna þess var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Stéttarfélög áhafnarinnar fóru fram á sjópróf. 13. nóvember 2020 18:54 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira
Lýsa yfir vantrausti á skipstjóra sinn Skipverjar á togaranum Júlíusi Geirmundssyni hafa lýst yfir vantrausti á skipstjórann Svein Geir Arnarsson. 18. nóvember 2020 00:58
Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni með stöðu sakbornings Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar, segist vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti Covid-19 sem kom upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. 16. nóvember 2020 14:01
Sjópróf vegna hópsmitsins á Júlíusi Geirmundssyni Ákveðið var að sjópróf skyldi fara fram vegna hópsýkingar kórónuveiru um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni þegar mál vegna þess var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Stéttarfélög áhafnarinnar fóru fram á sjópróf. 13. nóvember 2020 18:54