Christian Nielsen, þjálfari Lyngby í danska boltanum, mun ekki stýra liðinu út árið eftir að hafa fengið bolta í höfuðið á æfingu.
Fyrir rúmri viku síðan fékk Nielsen boltann í höfuðið af stuttu færi á æfingu og fékk heilahristing sem hefur haldið honum frá vellinum.
Hann missti af leiknum gegn Slagelse í dönsku bikarkeppninni og nú hefur Lyngby staðfest að Nielsen geti ekki stýrt liðinu það sem eftir er af árinu 2020.
„Ég er miður mín að geta ekki verið í kringum liðið og ég sakna hversdagsins í félaginu. En stundum fær maður ekki val og það rétta fyrir mig núna er að passa upp á heilsuna og fá ró og næði næstu vikurnar,“ sagði Nielsen.
Lyngby er í bullandi fallbaráttu en Frederik Schram, markvörðurinn íslenski, er á mála hjá félaginu. Carit Falch, U19-ára þjálfari félagsins, mun stýra liðinu í komandi leikjum.
Fyrsti leikur hans verður á föstudaginn er annað Íslendingalið í fallbaráttunni, Horsens með Kjartan Henry Finnbogason og Ágúst Eðvald Hlynsson, kemur í heimsókn til Lyngby.
Den hovedskade, Christian Nielsen har pådraget sig ved at blive ramt af en bold på klos hold, er desværre meget alvorlig, og han er derfor sygemeldt. Den erfarne træner Carit Falch vikarierer for ham. Læs mere her: https://t.co/OocSgEMaiu#SammenforLyngby pic.twitter.com/356kHVlVhO
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) November 18, 2020