Heilsársleikskóli í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 18:35 ,,Markmið með sumaropnun er að koma til móts við óskir foreldra um að hafa leikskólann opinn í júlí og þannig auka möguleika á að foreldrar geti verið í sumarfríi á sama tíma og börn þeirra. Krafa um heilsársopnun er einnig í takt við nútíma samfélag, íslenskt atvinnulíf og rétt barna til að njóta sem flestra stunda með fjölskyldu sinni í fríi sínu.“ Þannig hefst bókun fræðsluráðs Hafnarfjarðarbæjar miðvikudaginn 18. nóvember um opnun leikskóla bæjarins í júlí – heilsársleikskóli. Ákvörðun sem eykur orlofsvalfrelsi foreldra yfir sumarmánuðina sem vonandi leiðir af sér lengri og gæðameiri fjölskyldustundir. Ákvörðun sem styður betur hafnfirskar fjölskyldur sem fara strax á nýju ári að skipuleggja næsta sumar – ákvörðun sem bætir leikskólaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar. Ég hef sagt það áður að það er góð tilfinning fyrir kjörna fulltrúa þegar þeir finna fyrir áhuga og ástríðu íbúa fyrir þeim málum sem þeir vinna að. Ég hef líka sagt áður að það sé þakkarvert þegar foreldrar, íbúar og starfsmenn sveitarfélagsins leggja á sig mikla vinnu til að setja sig inn í mál, hvort sem það er til að gagnrýna eða styðja tiltekin málefni. Þannig er hægt að segja að allt frá því að málið var sett á dagskrá hefur farið fram fagleg og góð undirbúningsvinna, uppbyggileg og gagnrýnin umræða og víðtækt samráð haft við sérfræðinga og þá sem nýta þjónustuna. Starfshópur var skipaður af starfsmönnum, stjórnendum, foreldrum, starfsmönnum mennta- og lýðheilsusviðs og kjörnum fulltrúum sem fjölluðu um allar þær vangaveltur og ábendingar sem komu upp um málið. Aukið valfrelsi eykur lífsgæði fjölskyldna, gefur fjölskyldum betra tækifæri til að eyða sínu sumarfríi sem ein heild. Aukið valfrelsi gefur starfsmönnum meira svigrúm til að eyða sínu sumarfríi eins og þeim og þeirra fjölskyldu hentar best. Mikil breyting hefur orðið á faglegu starfi innan leikskóla í landinu á undanförnum árum, á meðan þjónustan hefur ekki tekið breytingum miðað við það nútíma samfélag sem við búum við í dag. Kröfur atvinnulífsins hafa breyst, þær eru orðnar meiri og ítarlegri með tilheyrandi auknu álagi á fjölskyldur. Í ljósi COVID tíma eykst þetta álag til muna. Það er því eðlilegt og nauðsynlegt að Hafnarfjarðarbær auki þjónustu sína og stuðning í takt við aukið álag á barnafjölskyldur. Þá stendur eftir að þessar breytingar eru framfarir fyrir foreldra, forráðamenn og starfsfólk leikskóla Hafnarfjarðarbæjar. Þessar breytingar auka valfrelsi, lífsgæði og þjónustu. Það er mikil blessun fyrir Hafnarfjarðarbæ að eiga jafn faglegt, drífandi og dásamlegt starfsfólk á leikskólum bæjarins. Forréttindi sem einkenna Hafnarfjörð og setja bæinn í fremstu röð. Margrét Vala Marteinsdóttir Greinarhöfundur er varaformaður fræðsluráðs Hafnafjarðarbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
,,Markmið með sumaropnun er að koma til móts við óskir foreldra um að hafa leikskólann opinn í júlí og þannig auka möguleika á að foreldrar geti verið í sumarfríi á sama tíma og börn þeirra. Krafa um heilsársopnun er einnig í takt við nútíma samfélag, íslenskt atvinnulíf og rétt barna til að njóta sem flestra stunda með fjölskyldu sinni í fríi sínu.“ Þannig hefst bókun fræðsluráðs Hafnarfjarðarbæjar miðvikudaginn 18. nóvember um opnun leikskóla bæjarins í júlí – heilsársleikskóli. Ákvörðun sem eykur orlofsvalfrelsi foreldra yfir sumarmánuðina sem vonandi leiðir af sér lengri og gæðameiri fjölskyldustundir. Ákvörðun sem styður betur hafnfirskar fjölskyldur sem fara strax á nýju ári að skipuleggja næsta sumar – ákvörðun sem bætir leikskólaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar. Ég hef sagt það áður að það er góð tilfinning fyrir kjörna fulltrúa þegar þeir finna fyrir áhuga og ástríðu íbúa fyrir þeim málum sem þeir vinna að. Ég hef líka sagt áður að það sé þakkarvert þegar foreldrar, íbúar og starfsmenn sveitarfélagsins leggja á sig mikla vinnu til að setja sig inn í mál, hvort sem það er til að gagnrýna eða styðja tiltekin málefni. Þannig er hægt að segja að allt frá því að málið var sett á dagskrá hefur farið fram fagleg og góð undirbúningsvinna, uppbyggileg og gagnrýnin umræða og víðtækt samráð haft við sérfræðinga og þá sem nýta þjónustuna. Starfshópur var skipaður af starfsmönnum, stjórnendum, foreldrum, starfsmönnum mennta- og lýðheilsusviðs og kjörnum fulltrúum sem fjölluðu um allar þær vangaveltur og ábendingar sem komu upp um málið. Aukið valfrelsi eykur lífsgæði fjölskyldna, gefur fjölskyldum betra tækifæri til að eyða sínu sumarfríi sem ein heild. Aukið valfrelsi gefur starfsmönnum meira svigrúm til að eyða sínu sumarfríi eins og þeim og þeirra fjölskyldu hentar best. Mikil breyting hefur orðið á faglegu starfi innan leikskóla í landinu á undanförnum árum, á meðan þjónustan hefur ekki tekið breytingum miðað við það nútíma samfélag sem við búum við í dag. Kröfur atvinnulífsins hafa breyst, þær eru orðnar meiri og ítarlegri með tilheyrandi auknu álagi á fjölskyldur. Í ljósi COVID tíma eykst þetta álag til muna. Það er því eðlilegt og nauðsynlegt að Hafnarfjarðarbær auki þjónustu sína og stuðning í takt við aukið álag á barnafjölskyldur. Þá stendur eftir að þessar breytingar eru framfarir fyrir foreldra, forráðamenn og starfsfólk leikskóla Hafnarfjarðarbæjar. Þessar breytingar auka valfrelsi, lífsgæði og þjónustu. Það er mikil blessun fyrir Hafnarfjarðarbæ að eiga jafn faglegt, drífandi og dásamlegt starfsfólk á leikskólum bæjarins. Forréttindi sem einkenna Hafnarfjörð og setja bæinn í fremstu röð. Margrét Vala Marteinsdóttir Greinarhöfundur er varaformaður fræðsluráðs Hafnafjarðarbæjar.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar