„Það bjargar ekki pabba mínum en þetta gæti bjargað börnunum mínum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2020 10:00 Gylfi Sigurðsson býr sig undir að skalla boltann í leik með Everton í ensku úrvalsdeildinni. Getty/ Visionhaus Margir vilja takmarka það hversu oft fótboltafólk skallar boltann á fótboltaæfingum til að sporna við mögulegum eftirmálum þess sífelldu skalla seinna á ævi fólks. Mikil umræða er um það í Bretlandi þessa dagana hvaða áhrif þess að skalla mikið boltann hafi á heila fótboltafólks í framtíðinni. Ættingjar Nobby Stiles, sem var í heimsmeistaraliði Englendinga 1966 og lést á dögunum, gáfu það frá sér við lát föður síns að fótboltaheimurinn þyrfti að taka á því hversu mikil er um heilabilun hjá gömlum fótboltamönnum. Þau töluðum um að þetta væri hneyksli fyrir fótboltann. Aðstandendur Nobby Stiles gagnrýndu líka leikmannasamtökin fyrir að sýna leikmönnum ekki mikinn stuðnings. Nobby Stiles lést í október 78 ára gamall. Hann var með heilabilun og krabbamein. Stiles er fimmti leikmaðurinn úr heimsmeistaraliði Englendinga sem greindist með heilabilun. Rannsóknir sýna að gamlir fótboltamenn eru meira en þrisvar sinnum líklegri til að deyja úr heilabilun heldur en hinn almenni einstaklingur. Einn af þeim sem blandaði sér í umræðuna var Chris Sutton, fyrrum leikmaður í ensku úrvalsdeildinni sem skallaði ófáa boltana á sínum ferli. Sutton ræddi málið á BBC Radio 5 Live eins og sjá má hér fyrir neðan. "It's not gonna save my dad and I don't know whether I'm going to be affected but it might save my children" @chris_sutton73 tells @NickyAACampbell why the amount players head a football at all ages must be reduced. Read more https://t.co/TOVhCfMHL4 pic.twitter.com/WrGrTSDfZ4— BBC Radio 5 Live (@bbc5live) November 18, 2020 „Við þurfum að reyna að minnka áhættuna. Ég talaði við Dr Willie Stewart sem hefur stundað þessar rannsóknir í Skotlandi og þar kemur fram að þú ert 3,5 sinnum líklegri til að fá heilabilun sem gamall fótboltamaður,“ sagði Chris Sutton sem skoraði yfir 150 mörk í enska boltanum á ferlinum þar af var hann markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 1997-98 með þeim Dion Dublin og Michael Owen. Chris Sutton skoraði stóran hluta marka sinna með skalla en hann var mjög öflugur í loftinu. „Hann talar um að lágmarka það hversu oft fótboltamenn skalla boltann á æfingum. Við erum að tala um hámark tuttugu skallar á æfingu og lágmark 48 tímar á milli æfinga. Hverjir eru ókostirnir við þessar tillögur? Þeir eru engir og af hverju setjum við ekki þessar reglur,“ spurði Chris Sutton sem nefndi þau viðmið sem eru í gildi í Bretlandi að börn yngri en ellefu ára skalli ekki boltann. „Hvað gerist þegar þessi börn verða tólf, þrettán, fjórtán, fimmtán og sextán ára? Hvernig ætlum við að taka á þessu hjá þeim? Þetta eru einfaldar leiðbeiningar og þetta eru einfaldar tillögur sem við ættum að taka upp,“ sagði Sutton. „Það bjargar ekki pabba mínum og ég veit ekki hvort ég fái þetta en þetta gæti bjargað börnunum mínum og þetta gæti bjargað kynslóðum framtíðarinnar. Það er einfaldlega verið að minnka áhættuna,“ sagði Sutton en það má heyra alla klippuna hér fyrir ofan. Gary Lineker hefur tekið undir þetta eins og sjá má hér fyrir neðan. Research shows ex-pros are at a 350% increased risk of dying from a neurological disease - @GaryLineker joins @England football team legend Sir Geoff Hurst in demanding action | @JWTelegraph https://t.co/fP6PR5a68C pic.twitter.com/15zzaF4FmA— Telegraph Sport (@TelegraphSport) November 19, 2020 Enski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Íþróttir barna Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Margir vilja takmarka það hversu oft fótboltafólk skallar boltann á fótboltaæfingum til að sporna við mögulegum eftirmálum þess sífelldu skalla seinna á ævi fólks. Mikil umræða er um það í Bretlandi þessa dagana hvaða áhrif þess að skalla mikið boltann hafi á heila fótboltafólks í framtíðinni. Ættingjar Nobby Stiles, sem var í heimsmeistaraliði Englendinga 1966 og lést á dögunum, gáfu það frá sér við lát föður síns að fótboltaheimurinn þyrfti að taka á því hversu mikil er um heilabilun hjá gömlum fótboltamönnum. Þau töluðum um að þetta væri hneyksli fyrir fótboltann. Aðstandendur Nobby Stiles gagnrýndu líka leikmannasamtökin fyrir að sýna leikmönnum ekki mikinn stuðnings. Nobby Stiles lést í október 78 ára gamall. Hann var með heilabilun og krabbamein. Stiles er fimmti leikmaðurinn úr heimsmeistaraliði Englendinga sem greindist með heilabilun. Rannsóknir sýna að gamlir fótboltamenn eru meira en þrisvar sinnum líklegri til að deyja úr heilabilun heldur en hinn almenni einstaklingur. Einn af þeim sem blandaði sér í umræðuna var Chris Sutton, fyrrum leikmaður í ensku úrvalsdeildinni sem skallaði ófáa boltana á sínum ferli. Sutton ræddi málið á BBC Radio 5 Live eins og sjá má hér fyrir neðan. "It's not gonna save my dad and I don't know whether I'm going to be affected but it might save my children" @chris_sutton73 tells @NickyAACampbell why the amount players head a football at all ages must be reduced. Read more https://t.co/TOVhCfMHL4 pic.twitter.com/WrGrTSDfZ4— BBC Radio 5 Live (@bbc5live) November 18, 2020 „Við þurfum að reyna að minnka áhættuna. Ég talaði við Dr Willie Stewart sem hefur stundað þessar rannsóknir í Skotlandi og þar kemur fram að þú ert 3,5 sinnum líklegri til að fá heilabilun sem gamall fótboltamaður,“ sagði Chris Sutton sem skoraði yfir 150 mörk í enska boltanum á ferlinum þar af var hann markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 1997-98 með þeim Dion Dublin og Michael Owen. Chris Sutton skoraði stóran hluta marka sinna með skalla en hann var mjög öflugur í loftinu. „Hann talar um að lágmarka það hversu oft fótboltamenn skalla boltann á æfingum. Við erum að tala um hámark tuttugu skallar á æfingu og lágmark 48 tímar á milli æfinga. Hverjir eru ókostirnir við þessar tillögur? Þeir eru engir og af hverju setjum við ekki þessar reglur,“ spurði Chris Sutton sem nefndi þau viðmið sem eru í gildi í Bretlandi að börn yngri en ellefu ára skalli ekki boltann. „Hvað gerist þegar þessi börn verða tólf, þrettán, fjórtán, fimmtán og sextán ára? Hvernig ætlum við að taka á þessu hjá þeim? Þetta eru einfaldar leiðbeiningar og þetta eru einfaldar tillögur sem við ættum að taka upp,“ sagði Sutton. „Það bjargar ekki pabba mínum og ég veit ekki hvort ég fái þetta en þetta gæti bjargað börnunum mínum og þetta gæti bjargað kynslóðum framtíðarinnar. Það er einfaldlega verið að minnka áhættuna,“ sagði Sutton en það má heyra alla klippuna hér fyrir ofan. Gary Lineker hefur tekið undir þetta eins og sjá má hér fyrir neðan. Research shows ex-pros are at a 350% increased risk of dying from a neurological disease - @GaryLineker joins @England football team legend Sir Geoff Hurst in demanding action | @JWTelegraph https://t.co/fP6PR5a68C pic.twitter.com/15zzaF4FmA— Telegraph Sport (@TelegraphSport) November 19, 2020
Enski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Íþróttir barna Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira