Öldrunarþjónusta orðið undir og óheppilegt að sjóður eldri borgara sé nýttur í rekstur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 19:31 Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og fyrrverandi öldrunarlæknir á Landakoti, tekur undir það að ekki hafi verið hugað nægilega vel að áformum um öldrunarþjónustu í tengslum við endurbætur á Landspítala. Þá segir hann óheppilegt hversu stórum hluta af Framkvæmdasjóði aldraðra hafi verið varið í rekstur hjúkrunarheimila þegar sjóðnum er ætlað að stuðla að uppbyggingu þeirra. Minnst þrettán andlát eru rakin til Landakots eftir hópsýkinguna þar í síðasta mánuði. Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um hvert starfsemi Landakots verður færð og öldrunarlæknar hafa lýst yfir þungum áhyggjum yfir stöðunni. Ólafur tekur undir áhyggjurnar og segir aðspurður að hópsýkingin á Landakoti hafi ekki komið á óvart enda hafi þar áður komið upp hópsýkingar, til dæmis í tengslum við nóróveirusmit, sem hafi dreifst hratt. „Félag íslenskra öldrunarlækna veit ég að hefur vakið athygli á þessu og ég tek undir mikið af þeim áhyggjum sem þeir lýsa. Ég er kannski ekki sammála öllu sem kemur frá þeim en það er mjög mikilvægt að það sé vakið máls á þessu og vakin athygli á því að við erum að eldast sem þjóð og við þurfum að vera tilbúin til að takast á við þær áskoranir sem því fylgir." Þjónusta við aldraða hafi ekki verið nógu fyrirferðarmikil í umræðu um uppbyggingu nýs spítala. „Áherslurnar hafa ekki verið í nægjanlega miklum mæli fyrir þann hóp og ég tel að við eigum að skoða betur hvort það sé ekki hægt að taka betur utan um þann hóp." Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, gagnrýndi í dag að Framkvæmdasjóður aldraðra væri að mestu nýttur í rekstur hjúkrunarheimila en ekki uppbyggingu þeirra líkt og reglur kveða á um. Ólafur tekur undir þetta. „Það er óheppilegt aðviðskulum halda áfram að nota hluta af framkvæmdasjóðnum til rekstrar hjúkrunarheimila vegna þess að það var ekki upprunalega ætlunin með sjóðnum," segir hann. „Ég held að við ættum að reyna með öllum ráðum að snúa af þeirri braut og nota þennan tekjustofn sem gjöld í framkvæmdasjóðinn eru til þess að einbeita okkur að uppbyggingu á húsnæði og starfsemi sem gagnast eldra fólki til framtíðar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur Formaður Landssambands eldri borgara segir að fleiri hjúkrunarrými væru í boði ef framkvæmdasjóður aldraðra hefði verið nýttur í uppbyggingu þeirra, líkt og reglur kveða á um. 19. nóvember 2020 12:01 Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og fyrrverandi öldrunarlæknir á Landakoti, tekur undir það að ekki hafi verið hugað nægilega vel að áformum um öldrunarþjónustu í tengslum við endurbætur á Landspítala. Þá segir hann óheppilegt hversu stórum hluta af Framkvæmdasjóði aldraðra hafi verið varið í rekstur hjúkrunarheimila þegar sjóðnum er ætlað að stuðla að uppbyggingu þeirra. Minnst þrettán andlát eru rakin til Landakots eftir hópsýkinguna þar í síðasta mánuði. Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um hvert starfsemi Landakots verður færð og öldrunarlæknar hafa lýst yfir þungum áhyggjum yfir stöðunni. Ólafur tekur undir áhyggjurnar og segir aðspurður að hópsýkingin á Landakoti hafi ekki komið á óvart enda hafi þar áður komið upp hópsýkingar, til dæmis í tengslum við nóróveirusmit, sem hafi dreifst hratt. „Félag íslenskra öldrunarlækna veit ég að hefur vakið athygli á þessu og ég tek undir mikið af þeim áhyggjum sem þeir lýsa. Ég er kannski ekki sammála öllu sem kemur frá þeim en það er mjög mikilvægt að það sé vakið máls á þessu og vakin athygli á því að við erum að eldast sem þjóð og við þurfum að vera tilbúin til að takast á við þær áskoranir sem því fylgir." Þjónusta við aldraða hafi ekki verið nógu fyrirferðarmikil í umræðu um uppbyggingu nýs spítala. „Áherslurnar hafa ekki verið í nægjanlega miklum mæli fyrir þann hóp og ég tel að við eigum að skoða betur hvort það sé ekki hægt að taka betur utan um þann hóp." Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, gagnrýndi í dag að Framkvæmdasjóður aldraðra væri að mestu nýttur í rekstur hjúkrunarheimila en ekki uppbyggingu þeirra líkt og reglur kveða á um. Ólafur tekur undir þetta. „Það er óheppilegt aðviðskulum halda áfram að nota hluta af framkvæmdasjóðnum til rekstrar hjúkrunarheimila vegna þess að það var ekki upprunalega ætlunin með sjóðnum," segir hann. „Ég held að við ættum að reyna með öllum ráðum að snúa af þeirri braut og nota þennan tekjustofn sem gjöld í framkvæmdasjóðinn eru til þess að einbeita okkur að uppbyggingu á húsnæði og starfsemi sem gagnast eldra fólki til framtíðar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur Formaður Landssambands eldri borgara segir að fleiri hjúkrunarrými væru í boði ef framkvæmdasjóður aldraðra hefði verið nýttur í uppbyggingu þeirra, líkt og reglur kveða á um. 19. nóvember 2020 12:01 Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur Formaður Landssambands eldri borgara segir að fleiri hjúkrunarrými væru í boði ef framkvæmdasjóður aldraðra hefði verið nýttur í uppbyggingu þeirra, líkt og reglur kveða á um. 19. nóvember 2020 12:01
Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53
Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01