Tvö dómsmál gegn Michelle Ballarin Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. nóvember 2020 18:31 Búið er að höfða tvö dómsmál gegn bandaríska fjárfestinum Michelle Ballarin. Annað snýr að notkun á markaðsefni sem annar aðili telur sig eiga og hitt um vangoldin laun. Fljótlega eftir að WOW air varð gjaldþrota segist Engilbert Hafsteinsson fjárfestir og fyrrum framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs WOW air hafa keypt af þrotabúi WOW-air allt efni sem ritað var fyrir vef WOW air, í WOW Magazin og allt efni um Ísland á ensku. Seinna kom í ljós að Michelle Ballarin bandarískur fjárfestir taldi sig einnig hafa keypt allt markaðsefni WOW af þrotabúinu en eins og þekkt er orðið keypti hún vörumerkið WOW air af þrotabúinu. Engilbert segist eftir það hafa náð samkomulagi við þrotabúið um að fá þann hluta sem sneri að öllu efni um Ísland áensku. „Við bendum henni þá réttilega á að þetta hljóti að vera skýrt að við eigum efnið þar sem við höfum fengið það afhent frá þrotabúinu og hún fær gögn um greiðslur okkar til þrotabúsins, hún fær staðfestingar um þetta en neitar að taka efnið niður,“ segir Engilbert. Því hafi hann ákveðið að höfða dómsmál og er aðalmeðferð á dagskrá í janúar. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Michelle Ballarin.Vísir/Sigurjón „Minn umbjóðandi telur sig hafa keypt allt markaðsefni sem var til hjá WOW air og við það stendur,“ segir Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Michelle Ballarin og bætir við að kaupsamningur sýni fram á að Ballrin eigi allt markaðsefni. Engilbert segir um sé að ræða mikil verðmæti sem hlaupi á tugum milljóna. „Þetta eru fjörutíu blöð sem innihalda efni sem ég á, ljósmyndir og ritaður texti um Ísland og hún hefur verið að birta það á netinu eiginlega bara frá upphafi,“ segir Engilbert. Samskipti við félag Ballarin hafa gengið mjög erfiðlega. „Þau hafa bara stungið hausnum ofan í sandinn og látið eins og þetta komi þeim ekki við,“ segir Engilbert. WOW Air Fréttir af flugi Dómsmál Mest lesið SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Búið er að höfða tvö dómsmál gegn bandaríska fjárfestinum Michelle Ballarin. Annað snýr að notkun á markaðsefni sem annar aðili telur sig eiga og hitt um vangoldin laun. Fljótlega eftir að WOW air varð gjaldþrota segist Engilbert Hafsteinsson fjárfestir og fyrrum framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs WOW air hafa keypt af þrotabúi WOW-air allt efni sem ritað var fyrir vef WOW air, í WOW Magazin og allt efni um Ísland á ensku. Seinna kom í ljós að Michelle Ballarin bandarískur fjárfestir taldi sig einnig hafa keypt allt markaðsefni WOW af þrotabúinu en eins og þekkt er orðið keypti hún vörumerkið WOW air af þrotabúinu. Engilbert segist eftir það hafa náð samkomulagi við þrotabúið um að fá þann hluta sem sneri að öllu efni um Ísland áensku. „Við bendum henni þá réttilega á að þetta hljóti að vera skýrt að við eigum efnið þar sem við höfum fengið það afhent frá þrotabúinu og hún fær gögn um greiðslur okkar til þrotabúsins, hún fær staðfestingar um þetta en neitar að taka efnið niður,“ segir Engilbert. Því hafi hann ákveðið að höfða dómsmál og er aðalmeðferð á dagskrá í janúar. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Michelle Ballarin.Vísir/Sigurjón „Minn umbjóðandi telur sig hafa keypt allt markaðsefni sem var til hjá WOW air og við það stendur,“ segir Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Michelle Ballarin og bætir við að kaupsamningur sýni fram á að Ballrin eigi allt markaðsefni. Engilbert segir um sé að ræða mikil verðmæti sem hlaupi á tugum milljóna. „Þetta eru fjörutíu blöð sem innihalda efni sem ég á, ljósmyndir og ritaður texti um Ísland og hún hefur verið að birta það á netinu eiginlega bara frá upphafi,“ segir Engilbert. Samskipti við félag Ballarin hafa gengið mjög erfiðlega. „Þau hafa bara stungið hausnum ofan í sandinn og látið eins og þetta komi þeim ekki við,“ segir Engilbert.
WOW Air Fréttir af flugi Dómsmál Mest lesið SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira