Greiðslur til Ivönku Trump til rannsóknar í New York Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2020 10:17 Ivanka Trump var einn stjórnenda Trump-fyrirtækisins sem greiddi öðru fyrirtæki hennar fyrir ráðgjafarstörf. Trump-fyrirtækið lækkaði skattbyrði sína með því að afskrifa ráðgjafargreiðslurnar sem rekstrarkostnað. Vísir/Getty Skattaafskriftir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, eru nú viðfangsefni tveggja rannsókna í New York. Rannsóknirnar beinast meðal annars að ráðgjafargreiðslum sem virðast hafa runnið til Ivönku Trump, dóttur forsetans. Umdæmissaksóknari á Manhattan stýrir sakamálarannsókn og dómsmálaráðherra New York-ríkis einkamálarannsókn á meintum fjársvikum Trump og fyrirtækis hans, að sögn New York Times. Þær fara fram óháðar hvor annarri en bæði embætti hafa stefnt Trump-fyrirtækinu um gögn sem tengjast greiðslum til ráðgjafarfyrirtækja á undanförnum vikum. Upplýsingar úr skattskýrslum Trump sem New York Times birti nýlega leiddu í ljós að Trump hefur greitt lítinn sem engan tekjuskatt í fleiri ár þar sem hann hefur getað afskrifað taprekstur fyrirtækisins. Þannig gat Trump til dæmis lækkað skattbyrði sína með því að afskrifa greiðslur upp á um 26 milljónir dollara, jafnvirði um 3,5 milljarða íslenskra króna, til ónefndra ráðgjafa sem rekstrarkostnað við fjölda verkefna fyrirtækisins á milli áranna 2010 og 2018. Ivanka Trump virðist hafa þegið meira en 747.000 dollara, jafnvirði tæpra 102 milljóna íslenskra króna, frá Trump-fyrirtækinu í gegnum ráðgjafarfyrirtæki í hennar nafni. Trump-fyrirtækið afskrifaði jafnháa upphæð vegna ráðgjafarkostnaðar við hótelframkvæmdir á Havaí og Vancouver í Kanada. Hún var á meðal stjórnenda Trump-fyrirtækisins á sama tíma og hún þáði ráðgjafargreiðslurnar. New York Times segir að bandarísk skattayfirvöld krefjist þess vanalega að ráðgjafargreiðslur byggist á markaðslegum forsendum og að þær séu nauðsynlegar fyrir rekstur fyrirtækis. Grunsemdir eru sagðar um að ráðgjafargreiðslurnar hafi verið leið til nýta launagreiðslur til barna Trump til draga úr skattbyrði eða forðast að þurfa að greiða skatt af tilfærslu eigna til barnanna. New York Times hefur áður sagt frá því að Trump-fjölskyldan hafi komið sér undan því að greiða erfðafjárskatt þegar auðæfi foreldra forsetans voru færð til barna þeirra á sínum tíma með vafasömum hætti. Sló úr og í um eignir sínar eftir hentugleika Alan Garten, lögmaður Trump-fyrirtækisins, fullyrðir að rannsóknirnar séu lítið annað en „veiðiferð“ sem sé ætlað að áreita fyrirtækið. Það hafi farið að lögum í einu og öllu. Trump hefur fram að þessu náð að tefja rannsókn saksóknarans í New York með því að reyna að koma í veg fyrir að hann fái skattskýrslur hans afhentar á þeim forsendum að hann sé forseti. Málið kemur brátt fyrir hæstarétt í annað skiptið. Trump lætur af embætti 20. janúar. Rannsókn dómsmálaráðherrans í New York beinist einnig að starfsemi Trump-fyrirtækisins. Hún hófst eftir að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, greindi frá því að forsetinn hefði sem fasteignamógúll í New York ýkt eignir sínar á lánaumsóknum en gert minna úr þeim en efni stóðu til til að draga úr skattbyrði sinni. Eric Trump, einn sona forsetans og stjórnenda fyrirtækisins, gaf skýrslu í rannsókn dómsmálaráðherrans í síðasta mánuði. Letitia James, dómsmálaráðherrann, getur vísað málinu til sakamálarannsóknar eða óskað eftir heimild frá ríkisstjóra eða fjármálastjóra New York til þess að gefa sjálf út ákærur. Ivanka Trump brást hart við fréttum af rannsóknunum á Twitter í dag og fullyrti að þær væru „áreitni“ demókrata í New York sem ætti sér pólitískar rætur. Staðhæfði hún jafnframt að greiðslurnar hefðu ekki falið í sér neitt skattalegt hagræði. This is harassment pure and simple. This ‘inquiry’ by NYC democrats is 100% motivated by politics, publicity and rage. They know very well that there’s nothing here and that there was no tax benefit whatsoever. These politicians are simply ruthless.https://t.co/4dQoDzQlRX— Ivanka Trump (@IvankaTrump) November 20, 2020 This is harassment pure and simple. This ‘inquiry’ by NYC democrats is 100% motivated by politics, publicity and rage. They know very well that there’s nothing here and that there was no tax benefit whatsoever. These politicians are simply ruthless.https://t.co/4dQoDzQlRX— Ivanka Trump (@IvankaTrump) November 20, 2020 Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Skattaafskriftir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, eru nú viðfangsefni tveggja rannsókna í New York. Rannsóknirnar beinast meðal annars að ráðgjafargreiðslum sem virðast hafa runnið til Ivönku Trump, dóttur forsetans. Umdæmissaksóknari á Manhattan stýrir sakamálarannsókn og dómsmálaráðherra New York-ríkis einkamálarannsókn á meintum fjársvikum Trump og fyrirtækis hans, að sögn New York Times. Þær fara fram óháðar hvor annarri en bæði embætti hafa stefnt Trump-fyrirtækinu um gögn sem tengjast greiðslum til ráðgjafarfyrirtækja á undanförnum vikum. Upplýsingar úr skattskýrslum Trump sem New York Times birti nýlega leiddu í ljós að Trump hefur greitt lítinn sem engan tekjuskatt í fleiri ár þar sem hann hefur getað afskrifað taprekstur fyrirtækisins. Þannig gat Trump til dæmis lækkað skattbyrði sína með því að afskrifa greiðslur upp á um 26 milljónir dollara, jafnvirði um 3,5 milljarða íslenskra króna, til ónefndra ráðgjafa sem rekstrarkostnað við fjölda verkefna fyrirtækisins á milli áranna 2010 og 2018. Ivanka Trump virðist hafa þegið meira en 747.000 dollara, jafnvirði tæpra 102 milljóna íslenskra króna, frá Trump-fyrirtækinu í gegnum ráðgjafarfyrirtæki í hennar nafni. Trump-fyrirtækið afskrifaði jafnháa upphæð vegna ráðgjafarkostnaðar við hótelframkvæmdir á Havaí og Vancouver í Kanada. Hún var á meðal stjórnenda Trump-fyrirtækisins á sama tíma og hún þáði ráðgjafargreiðslurnar. New York Times segir að bandarísk skattayfirvöld krefjist þess vanalega að ráðgjafargreiðslur byggist á markaðslegum forsendum og að þær séu nauðsynlegar fyrir rekstur fyrirtækis. Grunsemdir eru sagðar um að ráðgjafargreiðslurnar hafi verið leið til nýta launagreiðslur til barna Trump til draga úr skattbyrði eða forðast að þurfa að greiða skatt af tilfærslu eigna til barnanna. New York Times hefur áður sagt frá því að Trump-fjölskyldan hafi komið sér undan því að greiða erfðafjárskatt þegar auðæfi foreldra forsetans voru færð til barna þeirra á sínum tíma með vafasömum hætti. Sló úr og í um eignir sínar eftir hentugleika Alan Garten, lögmaður Trump-fyrirtækisins, fullyrðir að rannsóknirnar séu lítið annað en „veiðiferð“ sem sé ætlað að áreita fyrirtækið. Það hafi farið að lögum í einu og öllu. Trump hefur fram að þessu náð að tefja rannsókn saksóknarans í New York með því að reyna að koma í veg fyrir að hann fái skattskýrslur hans afhentar á þeim forsendum að hann sé forseti. Málið kemur brátt fyrir hæstarétt í annað skiptið. Trump lætur af embætti 20. janúar. Rannsókn dómsmálaráðherrans í New York beinist einnig að starfsemi Trump-fyrirtækisins. Hún hófst eftir að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, greindi frá því að forsetinn hefði sem fasteignamógúll í New York ýkt eignir sínar á lánaumsóknum en gert minna úr þeim en efni stóðu til til að draga úr skattbyrði sinni. Eric Trump, einn sona forsetans og stjórnenda fyrirtækisins, gaf skýrslu í rannsókn dómsmálaráðherrans í síðasta mánuði. Letitia James, dómsmálaráðherrann, getur vísað málinu til sakamálarannsóknar eða óskað eftir heimild frá ríkisstjóra eða fjármálastjóra New York til þess að gefa sjálf út ákærur. Ivanka Trump brást hart við fréttum af rannsóknunum á Twitter í dag og fullyrti að þær væru „áreitni“ demókrata í New York sem ætti sér pólitískar rætur. Staðhæfði hún jafnframt að greiðslurnar hefðu ekki falið í sér neitt skattalegt hagræði. This is harassment pure and simple. This ‘inquiry’ by NYC democrats is 100% motivated by politics, publicity and rage. They know very well that there’s nothing here and that there was no tax benefit whatsoever. These politicians are simply ruthless.https://t.co/4dQoDzQlRX— Ivanka Trump (@IvankaTrump) November 20, 2020 This is harassment pure and simple. This ‘inquiry’ by NYC democrats is 100% motivated by politics, publicity and rage. They know very well that there’s nothing here and that there was no tax benefit whatsoever. These politicians are simply ruthless.https://t.co/4dQoDzQlRX— Ivanka Trump (@IvankaTrump) November 20, 2020 Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira