Látum raddir barna heyrast! Arnar Snær, Finnur Ricart og Pétur Már skrifa 20. nóvember 2020 13:00 Í dag, 20. nóvember, er alþjóðlegi dagur barna sem og afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þessi dagur er mikilvægur meðal annars vegna þess að við fögnum því að 193 lönd hafa undirritað Barnasáttmálann sem gerir hann að þeim mannréttindasáttmála sem hefur verið samþykktur af flestum ríkjum í heiminum. Á þessum degi er þess vegna tilvalið að vekja athygli á mikilvægi þess að það sé hlustað á raddir ungs fólks, eins og kveður á um í 12. grein sáttmálans, sérstaklega þegar stórar breytingar eiga sér stað sem varða börn og annað ungt fólk. Síðan sáttmálinn var samþykktur árið 1989 hefur miklum árangri verið náð í málum réttinda barna, og tilvalið dæmi um þetta er að við, sem skrifum þessa grein, erum í Ungmennaráði heimsmarkmiðanna. Þetta er aðeins eitt af fjölmörgum ungmennaráðum á Íslandi, sem eru samkvæmt okkar rannsóknum 295 talsins. Þessi ráð eru kjörinn vettvangur til að börn fái að tjá sig um mál sem þau varða. Hins vegar er enn margt sem hægt er að bæta svo sem það sem er tekið fram í 2. grein sáttmálans sem segir að öll börn, óháð kyni, litarhætti, trúar og öðrum persónulegum sérkennum, eigi að njóta réttinda Barnasáttmálans. Þrátt fyrir að Ísland sé að standa sig vel, þurfum við líka að vera meðvituð um það sem er að gerast í öðrum löndum varðandi réttindi barna. Með því að halda góðu starfi gangandi hér á Íslandi getum við veitt öðrum löndum innblástur til að vinna að bjartri framtíð barna um allan heim. Annað sem við Íslendingar getum gert til að hjálpa til við að uppfylla réttindi barna allstaðar í heiminum er að vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þessi markmið eru leiðbeiningar sem hjálpa okkur að vinna að sjálfbærri framtíð þannig að þeir sem eru börn í dag geti lifað heilbrigðu og hamingjusömu lífi til frambúðar. Með því að minka kolefnissporið okkar þegar kemur að því hvað við borðum eða hvernig við ferðumst vinnum við að heimsmarkmiði 13 og getum þannig haft bein jákvæð áhrif á lífsástand barna í öðrum löndum í heiminum þar sem náttúruhamfarir eru að versna vegna hamfarahlýnunar. Svona má tengja öll 17 heimsmarkmiðin við réttindi barna og ættu allir að leggja sig fram um að vinna að þeim. Á tímum sem þessum er sérstaklega mikilvægt að við stöndum saman og gætum að lýð- og geðheilsu barna. Covid-19 faraldurinn hefur haft mikil áhrif á börn og unglinga. Til dæmis hafa fjöldatakmarkanir komið í veg fyrir að börn geti hisst án grímu og spjallað eða tekið þátt í tómstundum. Okkur finnst að meira gæti verið gert til að upplýsa börn, á jákvæðan og hvetjandi hátt, um hvað þau geti gert til að viðhalda góðri heilsu svo sem að hreyfa sig reglulega eða njóta útivistar. Einnig er mikilvægt að vera ekki dómharður við börn og leifa þeim að læra af eigin mistökum þar sem þau verða miklu þroskaðar og heilbrigðari einstaklingar þannig. Við viljum óska öllum börnum til hamingju með þennan dag og hvetja börnin sem eru að lesa þetta til að kynna sér réttindi sín og láta skoðanir ykkar heyrast. Nýtum okkur þau réttindi sem við höfum til að tjá okkur um mikilvæg málefni sem varða okkur nú og munu varða okkur í farmtíðinni, það er ekki sjálfgefið. Lesa má barnasáttmálann í heild sinni inni á vefsíðu Umboðsmanns barna (barn.is). Fyrir hönd Ungmennaráðs heimsmarkmiðanna, Arnar Snær, Finnur Ricart og Pétur Már. Skrifað af meðlimum Ungmennaráðs heimsmarkmiðanna í tilefni af degi mannréttinda barna 20. nóvember. Dagurinn er haldinn til heiðurs undirritunar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á allsherjarþingi SÞ þennan dag árið 1989. Ný íslensk heimasíða um Barnasáttmálann opnaði í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Finnur Ricart Andrason Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í dag, 20. nóvember, er alþjóðlegi dagur barna sem og afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þessi dagur er mikilvægur meðal annars vegna þess að við fögnum því að 193 lönd hafa undirritað Barnasáttmálann sem gerir hann að þeim mannréttindasáttmála sem hefur verið samþykktur af flestum ríkjum í heiminum. Á þessum degi er þess vegna tilvalið að vekja athygli á mikilvægi þess að það sé hlustað á raddir ungs fólks, eins og kveður á um í 12. grein sáttmálans, sérstaklega þegar stórar breytingar eiga sér stað sem varða börn og annað ungt fólk. Síðan sáttmálinn var samþykktur árið 1989 hefur miklum árangri verið náð í málum réttinda barna, og tilvalið dæmi um þetta er að við, sem skrifum þessa grein, erum í Ungmennaráði heimsmarkmiðanna. Þetta er aðeins eitt af fjölmörgum ungmennaráðum á Íslandi, sem eru samkvæmt okkar rannsóknum 295 talsins. Þessi ráð eru kjörinn vettvangur til að börn fái að tjá sig um mál sem þau varða. Hins vegar er enn margt sem hægt er að bæta svo sem það sem er tekið fram í 2. grein sáttmálans sem segir að öll börn, óháð kyni, litarhætti, trúar og öðrum persónulegum sérkennum, eigi að njóta réttinda Barnasáttmálans. Þrátt fyrir að Ísland sé að standa sig vel, þurfum við líka að vera meðvituð um það sem er að gerast í öðrum löndum varðandi réttindi barna. Með því að halda góðu starfi gangandi hér á Íslandi getum við veitt öðrum löndum innblástur til að vinna að bjartri framtíð barna um allan heim. Annað sem við Íslendingar getum gert til að hjálpa til við að uppfylla réttindi barna allstaðar í heiminum er að vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þessi markmið eru leiðbeiningar sem hjálpa okkur að vinna að sjálfbærri framtíð þannig að þeir sem eru börn í dag geti lifað heilbrigðu og hamingjusömu lífi til frambúðar. Með því að minka kolefnissporið okkar þegar kemur að því hvað við borðum eða hvernig við ferðumst vinnum við að heimsmarkmiði 13 og getum þannig haft bein jákvæð áhrif á lífsástand barna í öðrum löndum í heiminum þar sem náttúruhamfarir eru að versna vegna hamfarahlýnunar. Svona má tengja öll 17 heimsmarkmiðin við réttindi barna og ættu allir að leggja sig fram um að vinna að þeim. Á tímum sem þessum er sérstaklega mikilvægt að við stöndum saman og gætum að lýð- og geðheilsu barna. Covid-19 faraldurinn hefur haft mikil áhrif á börn og unglinga. Til dæmis hafa fjöldatakmarkanir komið í veg fyrir að börn geti hisst án grímu og spjallað eða tekið þátt í tómstundum. Okkur finnst að meira gæti verið gert til að upplýsa börn, á jákvæðan og hvetjandi hátt, um hvað þau geti gert til að viðhalda góðri heilsu svo sem að hreyfa sig reglulega eða njóta útivistar. Einnig er mikilvægt að vera ekki dómharður við börn og leifa þeim að læra af eigin mistökum þar sem þau verða miklu þroskaðar og heilbrigðari einstaklingar þannig. Við viljum óska öllum börnum til hamingju með þennan dag og hvetja börnin sem eru að lesa þetta til að kynna sér réttindi sín og láta skoðanir ykkar heyrast. Nýtum okkur þau réttindi sem við höfum til að tjá okkur um mikilvæg málefni sem varða okkur nú og munu varða okkur í farmtíðinni, það er ekki sjálfgefið. Lesa má barnasáttmálann í heild sinni inni á vefsíðu Umboðsmanns barna (barn.is). Fyrir hönd Ungmennaráðs heimsmarkmiðanna, Arnar Snær, Finnur Ricart og Pétur Már. Skrifað af meðlimum Ungmennaráðs heimsmarkmiðanna í tilefni af degi mannréttinda barna 20. nóvember. Dagurinn er haldinn til heiðurs undirritunar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á allsherjarþingi SÞ þennan dag árið 1989. Ný íslensk heimasíða um Barnasáttmálann opnaði í dag.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar