Mannréttindi fatlaðra barna á Íslandi Elín Hoe Hinriksdóttir skrifar 20. nóvember 2020 13:31 Í dag er dagur mannréttinda barna og afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þann 30. september síðastliðin kom út viðbótarskýrsla frjálsra félagasamtaka um stöðu réttinda barna á Íslandi til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Margt hefur áunnist á síðustu árum varðandi réttindi barna og hefur Félags-og barnamálaráðherra sýnt mikinn áhuga á því að bæta hag barna og stuðla að barnvænna samfélagi. En betur má ef duga skal. Í skýrslunni kemur fram að fötluð börn verða fyrir mikilli mismunun og njóta oft á tíðum ekki sömu mannréttinda og ófötluð börn. Staðalímyndir og fordómar koma í veg fyrir að fötluð börn fái sömu tækifæri og önnur börn til þátttöku í samfélaginu á eigin forsendum. Oft er gert ráð fyrir því að fötluð börn hafi ekki burði til að tjá sig um sín eigin mál og þau þvi ekki höfð með í ráðum um málefni sem varða þau sjálf. Fullorðnir aðilar taka því í of mörgum tilfellum ákvarðanir varðandi menntun, tómstundir, íþróttaiðkun, lyfjagjafir og ýmiskonar heilbrigðisþjónustu. Nauðsynlegt er að gefa börnum tækifæri til að taka þátt í ákvörðunum sem snerta þau. Til að vinna gegn þessu er mikilvægt að stórauka fræðslu um fatlanir og sjúkdóma og stuðla á þann hátt að viðhorfsbreytingu meðal barna, foreldra, heilbrigðisstarfsfólks, skólasamfélagsins sem og innan alls samfélagsins. Of oft er börnum boðið upp á að húsnæði er ekki byggt skv. algildri hönnun og leiðir það til þess að þau eru útilokuð frá þátttöku. Má þar nefna sem dæmi að fötluð börn geta ekki alltaf farið með í vettvangsferðir og skólaferðarlög á vegum skóla eða þurfa að velja sér tómstundir eftir því hvernig aðgengi er háttað í stað þess að velja út frá áhugasviði. Fram kemur í skýrslunni að fötluð börn hafa liðið fyrir skort á fullnægjandi eða viðeigandi þjónustu á flestum sviðum þjónustu er varða daglegt líf þeirra. Bið eftir greiningu er allt of löng og á meðan á biðinni stendur fá þau takmarkaða þjónustu ef þá einhverja. Börn á aldrinum 2-6 ára þurfa að bíða í allt að 19 mánuði eftir greiningu hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og er það óásættanlegt. Stjórnvöld verða að vinna markvisst að því að stytta biðlista og útrýma þeirri hugmyndafræði að greining sé forsenda þjónustu. Einnig verða fötluð börn fyrir mismunun á forsendu búsetu þar sem sveitarfélög veita mismunandi þjónustu og eru dæmi um það að foreldrar fatlaðra barna hafi flutt milli sveitarfélaga í þeim tilgangi að barnið fái þjónustu og þjálfun. Það er ótækt að fjölskylda þurfi að rífa sig upp og flytja milli landshluta til þess að fá viðeigandi þjónustu fyrir barn sitt. Setja þarf skýrari reglur um þá þjónustu sem sveitarfélögum ber að veita og tryggja með farsæld allra barna. Ákall frá samfélaginu, meðal annars frá börnum um bætta og víðtækari geðheilbrigðisþjónustu hefur verið áberandi síðustu misseri. Langir biðlistar eru eftir þjónustu og úrræði oft af skornum skammti. Mikilvægt er að tryggja góða geðheilbrigðisþjónustu fyrir öll börn og þarf sérstaklega að huga að því að í boði sé þjónusta sem taki sérstaklega mið af aðstæðum fatlaðra barna en dæmi eru um að einhverfum börnum sé hafnað um þjónustu vegna skorts á fagþekkingu innan geðheilbriðiskerfisins. Fötluð börn fá takmarkaðan aðgang að hjálpartækjum sem hindrar þáttöku þeirra í samfélaginu. Hjálpartæki til notkunar í frístundum, útivist og íþróttum eru til að mynda ekki niðurgreidd. Fötluðum börnum er því mismunað eftir efnahag foreldra þar sem efnameiri foreldrar geta frekar gefið börnum sínum tækifæri til að stunda íþróttir og tómstundir eftir áhugasviði barna sinna ef þeir greiða sjálfir fyrir hjálpartæki. Einnig er ekki hægt að fá aukahjálpartæki til að hafa á heimili aðstandenda þar sem barnið er ekki með lögheimili. Fatlað barn sem þarf hjálpartæki sem ekki er auðveldlega hægt að flytja milli heimila er því mismunað bæði vegna fötlunar sinnar sem og sambandsstöðu foreldra sinna þar sem slík löggjöf getur komið í veg fyrir að barn geti notið samvista við báða foreldra ef foreldrar búa ekki saman. Á árunum 2013-2017 voru framkvæmdar 5 ófrjósemisaðgerðir á börnum undir 18 ára aldri. Reynslan sýnir að fötluð börn eru líklegri en önnur til að vera láta undirgangast ófrjósemisaðgerð en slík grimmdaraðgerð brýtur alvarlega gegn Barnasáttmálanum sem og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk. Stjórnvöld verða að grípa í taumana og stöðva slíkar aðgerðir á börnum tafarlaust. Á Íslandi búa fleiri börn en fullorðnir við fátækt. Börn öryrkja, einstæðra foreldra og innflytjenda eru líklegri til að búa við fátækt. Að búa við fátækt eykur líkur á alls kyns ofbeldi, útilokun og vanrækslu. Mikilvægt er að uppræta fátækt á Íslandi, jafna efnahagslega stöðu allra barna og skapa samfélag þar sem öll börn hafa jöfn tækifæri og búi við velsæld óháð fjárhagsstöðu foreldra sinna. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur enn ekki verið lögfestur á Íslandi. Til að tryggja að fötluð börn njóti mannréttinda til jafns við önnur börn er mikilvægt að SSRF verði lögfestur og innleiddur í alla lagaumgjörð. Við hvetjum stjórnvöld til að fara vel yfir viðbótarskýrsluna og vinna markvisst að þeim úrbótum sem skýrsluhöfundar leggja til og tryggi með því mannréttindi, farsæld og jöfnuð allra barna á Íslandi. Höfundur er Elín Hoe Hinriksdóttir, f.h. málefnahóps Öryrkjabandalagsins um málefni barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Félagsmál Börn og uppeldi Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í dag er dagur mannréttinda barna og afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þann 30. september síðastliðin kom út viðbótarskýrsla frjálsra félagasamtaka um stöðu réttinda barna á Íslandi til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Margt hefur áunnist á síðustu árum varðandi réttindi barna og hefur Félags-og barnamálaráðherra sýnt mikinn áhuga á því að bæta hag barna og stuðla að barnvænna samfélagi. En betur má ef duga skal. Í skýrslunni kemur fram að fötluð börn verða fyrir mikilli mismunun og njóta oft á tíðum ekki sömu mannréttinda og ófötluð börn. Staðalímyndir og fordómar koma í veg fyrir að fötluð börn fái sömu tækifæri og önnur börn til þátttöku í samfélaginu á eigin forsendum. Oft er gert ráð fyrir því að fötluð börn hafi ekki burði til að tjá sig um sín eigin mál og þau þvi ekki höfð með í ráðum um málefni sem varða þau sjálf. Fullorðnir aðilar taka því í of mörgum tilfellum ákvarðanir varðandi menntun, tómstundir, íþróttaiðkun, lyfjagjafir og ýmiskonar heilbrigðisþjónustu. Nauðsynlegt er að gefa börnum tækifæri til að taka þátt í ákvörðunum sem snerta þau. Til að vinna gegn þessu er mikilvægt að stórauka fræðslu um fatlanir og sjúkdóma og stuðla á þann hátt að viðhorfsbreytingu meðal barna, foreldra, heilbrigðisstarfsfólks, skólasamfélagsins sem og innan alls samfélagsins. Of oft er börnum boðið upp á að húsnæði er ekki byggt skv. algildri hönnun og leiðir það til þess að þau eru útilokuð frá þátttöku. Má þar nefna sem dæmi að fötluð börn geta ekki alltaf farið með í vettvangsferðir og skólaferðarlög á vegum skóla eða þurfa að velja sér tómstundir eftir því hvernig aðgengi er háttað í stað þess að velja út frá áhugasviði. Fram kemur í skýrslunni að fötluð börn hafa liðið fyrir skort á fullnægjandi eða viðeigandi þjónustu á flestum sviðum þjónustu er varða daglegt líf þeirra. Bið eftir greiningu er allt of löng og á meðan á biðinni stendur fá þau takmarkaða þjónustu ef þá einhverja. Börn á aldrinum 2-6 ára þurfa að bíða í allt að 19 mánuði eftir greiningu hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og er það óásættanlegt. Stjórnvöld verða að vinna markvisst að því að stytta biðlista og útrýma þeirri hugmyndafræði að greining sé forsenda þjónustu. Einnig verða fötluð börn fyrir mismunun á forsendu búsetu þar sem sveitarfélög veita mismunandi þjónustu og eru dæmi um það að foreldrar fatlaðra barna hafi flutt milli sveitarfélaga í þeim tilgangi að barnið fái þjónustu og þjálfun. Það er ótækt að fjölskylda þurfi að rífa sig upp og flytja milli landshluta til þess að fá viðeigandi þjónustu fyrir barn sitt. Setja þarf skýrari reglur um þá þjónustu sem sveitarfélögum ber að veita og tryggja með farsæld allra barna. Ákall frá samfélaginu, meðal annars frá börnum um bætta og víðtækari geðheilbrigðisþjónustu hefur verið áberandi síðustu misseri. Langir biðlistar eru eftir þjónustu og úrræði oft af skornum skammti. Mikilvægt er að tryggja góða geðheilbrigðisþjónustu fyrir öll börn og þarf sérstaklega að huga að því að í boði sé þjónusta sem taki sérstaklega mið af aðstæðum fatlaðra barna en dæmi eru um að einhverfum börnum sé hafnað um þjónustu vegna skorts á fagþekkingu innan geðheilbriðiskerfisins. Fötluð börn fá takmarkaðan aðgang að hjálpartækjum sem hindrar þáttöku þeirra í samfélaginu. Hjálpartæki til notkunar í frístundum, útivist og íþróttum eru til að mynda ekki niðurgreidd. Fötluðum börnum er því mismunað eftir efnahag foreldra þar sem efnameiri foreldrar geta frekar gefið börnum sínum tækifæri til að stunda íþróttir og tómstundir eftir áhugasviði barna sinna ef þeir greiða sjálfir fyrir hjálpartæki. Einnig er ekki hægt að fá aukahjálpartæki til að hafa á heimili aðstandenda þar sem barnið er ekki með lögheimili. Fatlað barn sem þarf hjálpartæki sem ekki er auðveldlega hægt að flytja milli heimila er því mismunað bæði vegna fötlunar sinnar sem og sambandsstöðu foreldra sinna þar sem slík löggjöf getur komið í veg fyrir að barn geti notið samvista við báða foreldra ef foreldrar búa ekki saman. Á árunum 2013-2017 voru framkvæmdar 5 ófrjósemisaðgerðir á börnum undir 18 ára aldri. Reynslan sýnir að fötluð börn eru líklegri en önnur til að vera láta undirgangast ófrjósemisaðgerð en slík grimmdaraðgerð brýtur alvarlega gegn Barnasáttmálanum sem og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk. Stjórnvöld verða að grípa í taumana og stöðva slíkar aðgerðir á börnum tafarlaust. Á Íslandi búa fleiri börn en fullorðnir við fátækt. Börn öryrkja, einstæðra foreldra og innflytjenda eru líklegri til að búa við fátækt. Að búa við fátækt eykur líkur á alls kyns ofbeldi, útilokun og vanrækslu. Mikilvægt er að uppræta fátækt á Íslandi, jafna efnahagslega stöðu allra barna og skapa samfélag þar sem öll börn hafa jöfn tækifæri og búi við velsæld óháð fjárhagsstöðu foreldra sinna. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur enn ekki verið lögfestur á Íslandi. Til að tryggja að fötluð börn njóti mannréttinda til jafns við önnur börn er mikilvægt að SSRF verði lögfestur og innleiddur í alla lagaumgjörð. Við hvetjum stjórnvöld til að fara vel yfir viðbótarskýrsluna og vinna markvisst að þeim úrbótum sem skýrsluhöfundar leggja til og tryggi með því mannréttindi, farsæld og jöfnuð allra barna á Íslandi. Höfundur er Elín Hoe Hinriksdóttir, f.h. málefnahóps Öryrkjabandalagsins um málefni barna.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun