Fótbolti

Meistararnir misstigu sig á heima­velli og Al­freð spilaði í rúman klukku­tíma

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum á Allianz Arena í dag.
Úr leiknum á Allianz Arena í dag. Lukas Barth-Tuttas/Getty

Bayern Munchen tapaði tveimur stigum í þýsku toppbaráttunni í dag er liðið gerði 1-1 jafntefli við Werder Bremen á heimavelli.

Það voru gestirnir frá Bremen sem komust yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks en markið skoraði Maximilian Eggestein.

Eftir rúmlega klukkutíma var það svo Kingsley Coman sem jafnaði metin eftir stoðsendingu Leon Göretzka. Ekki náðu Bæjarar að skora sigurmarkið og lokatölur 1-1.

Bayern er því með nítján stig á toppi deildarinnar en Leipzig getur jafnað þá að stigum með sigrum á Eintracht Frankfurt síðar í kvöld.

Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg gerðu 1-1 jafntefli við Borussia Mönchengladbach á útivelli. Alfreð spilaði fyrstu 67 mínútur leiksins en jöfnunarmark Augsburg kom á 89. mínútu.

Augsburg er í níunda sæti deildarinnar með ellefu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×