Myrti konuna sína og brenndi líkið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. nóvember 2020 22:00 Jonathann Daval ásamt tengdaforeldrum sínum á blaðamannafundi eftir að Alexia Daval fannst myrt. EPA-EFE/BRUNO GRANDJEAN Frakkinn Jonathann Daval hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hafa myrt eiginkonu sína og brennt lík hennar. Breska ríkisútvarpið segir frá. Líkamsleifar Alexiu Daval fundust í skóglendi nærri bænum Gray í norðausturhluta Frakklands í október 2017. Gerð hafði verið tilraun til að brenna líkið en gríðarlega hátt hitastig þarf til þess og var líkið því aðeins brunnið að hluta þegar það fannst. Eiginmaður hennar, Jonathann Daval, hafði tilkynnt hana týnda, og greindi hann lögreglu frá því við tilkynninguna að hún hafi farið út að skokka en ekki snúið aftur. Hann játaði síðar að hafa barið hana til dauða og að hafa í kjölfarið lagt eld að líkinu. Alexia var 29 ára gömul og vann í banka þegar hún hvarf í október 2017. Lík hennar fannst tveimur dögum eftir tilkynninguna, brunnið að hluta og hafði líkið verið hulið með greinum og öðrum gróðri í skóglendi langt frá þeirri leið sem hún fór iðulega þegar hún fór út að skokka. Parísarbúar skokka til minningar Alexiu Daval.Getty/Michel Stoupak Morðið skók samfélagið í bænum Grey og gengu 10.000 bæjarbúar henni til minningar. Þá skipulögðu konur víða í Frakklandi minningarhlaup fyrir hana. Eftir dauða hennar hafði Jonathann talað á blaðamannafundi ásamt foreldrum hennar þar sem hann biðlaði til almennings að hafa samband við lögreglu hefði það einhverjar upplýsingar um morðið. Aðeins þremur mánuðum síðar tilkynntu saksóknarar að hann hefði játað á sig morðið. Til að byrja með neitaði hann því að hafa reynt að brenna líkið en játaði síðan í fyrra. Hann hefur ítrekað breytt frásögn sinni af atburðarrásinni en fyrr í þessari viku játaði hann fyrir dómi að hafa verið einn að verki. Frakkland Heimilisofbeldi Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Frakkinn Jonathann Daval hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hafa myrt eiginkonu sína og brennt lík hennar. Breska ríkisútvarpið segir frá. Líkamsleifar Alexiu Daval fundust í skóglendi nærri bænum Gray í norðausturhluta Frakklands í október 2017. Gerð hafði verið tilraun til að brenna líkið en gríðarlega hátt hitastig þarf til þess og var líkið því aðeins brunnið að hluta þegar það fannst. Eiginmaður hennar, Jonathann Daval, hafði tilkynnt hana týnda, og greindi hann lögreglu frá því við tilkynninguna að hún hafi farið út að skokka en ekki snúið aftur. Hann játaði síðar að hafa barið hana til dauða og að hafa í kjölfarið lagt eld að líkinu. Alexia var 29 ára gömul og vann í banka þegar hún hvarf í október 2017. Lík hennar fannst tveimur dögum eftir tilkynninguna, brunnið að hluta og hafði líkið verið hulið með greinum og öðrum gróðri í skóglendi langt frá þeirri leið sem hún fór iðulega þegar hún fór út að skokka. Parísarbúar skokka til minningar Alexiu Daval.Getty/Michel Stoupak Morðið skók samfélagið í bænum Grey og gengu 10.000 bæjarbúar henni til minningar. Þá skipulögðu konur víða í Frakklandi minningarhlaup fyrir hana. Eftir dauða hennar hafði Jonathann talað á blaðamannafundi ásamt foreldrum hennar þar sem hann biðlaði til almennings að hafa samband við lögreglu hefði það einhverjar upplýsingar um morðið. Aðeins þremur mánuðum síðar tilkynntu saksóknarar að hann hefði játað á sig morðið. Til að byrja með neitaði hann því að hafa reynt að brenna líkið en játaði síðan í fyrra. Hann hefur ítrekað breytt frásögn sinni af atburðarrásinni en fyrr í þessari viku játaði hann fyrir dómi að hafa verið einn að verki.
Frakkland Heimilisofbeldi Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira