Fótbolti

Hélt upp á útnefninguna með fernu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland. vísir/Getty

Norska undrabarnið Erling Braut Haaland var um helgina valinn besti ungi leikmaður ársins í Evrópu og hafði þar betur í samkeppni við marga af efnilegustu leikmönnum heims.

Haaland hélt upp á útnefninguna með algjörlega magnaðri frammistöðu í leik Herthu Berlin og Borussia Dortmund í Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. 

Matheus Cunha kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik og leiddu þeir í leikhléi. 

Í síðari hálfleik tók Haaland leikinn í sínar hendur. Hann skoraði tvö mörk á fyrstu fjórum mínútum síðari hálfleiks og fullkomnaði þrennu sína á 63.mínútu 

Raphael Guerreiro kom Dortmund í 1-4 áður en Cunha gerði sitt annað mark. Það var hins vegar Haaland sem átti síðasta orðið þegar hann skoraði fjórða mark sitt á 80.mínútu og tryggði Dortmund þriggja marka sigur, 2-5.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×