Dómsmáli vísað frá í Pennsylvaníu en Trump vill aðra endurtalningu í Georgíu Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2020 08:11 Rudy Giuliani og Sydney Powell (lengst til vinstri) á furðulegum fréttamannafundi sem þau héldu á fimmtudag. Dómari sagði ásakanir þeirra um stórfelld svik ekki studdar staðreyndum. AP/Jacquelyn Martin Alríkisdómari í Pennsylvaníu vísaði frá málsókn framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, vegna forsetakosninganna þar í gær. Framboðið fór fram á aðra endurtalningu atkvæða í Georgíu þrátt fyrir að handtalning hafi þegar staðfest að Joe Biden, frambjóðandi demókrata, hafi farið með sigur af hólmi þar. Ekkert lát er á tilraunum Trump forseta og bandamanna hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði 3. nóvember. Enn heldur hann því fram að hann hafi í raun unnið og að hann hafi verið fórnarlamb stórfelldra kosningasvika. Máli hans í Pennsylvaníu var vísað frá í gær vegna þess að dómari þar taldi að lögmenn forsetans hefðu aðeins lagt fram „stirð lagarök án staðreynda og ásakanir sem byggjast á tilgátum“. Reuters-fréttastofan segir að Matthew Brann, dómarinn í málinu, sé repúblikani en hafi verið skipaður af Barack Obama, fyrrverandi forseta. Fór Brann hörðum orðum um málsóknina sem hann líkti við „skrímsli Frankenstein“. Krafa framboðs Trump hafi falið í sér að um sjö milljónir manna yrðu sviptar atkvæðarétti sínum. „Maður byggist við því að þegar hann sækist eftir svo sláandi útkomu kæmi stefnandi þungvopnaður knýjandi lagarökum og efnislegum sönnunum fyrir víðtækri spillingu. Það hefur ekki gerst,“ sagði í áliti Brann sem vísaði málinu varanlega frá dómnum. Framboðið boðaði strax áfrýjun til alríkisáfrýjunardómstóls í yfirlýsingu sem það sendi frá sér. Fagnaði það að niðurstaðan hefði fengist hratt því málið kæmist þannig fyrr fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Trump, var skrifaður fyrir yfirlýsingunni. In which the Trump campaign's lawyers say they are "thankful" a federal judge laughed their claims out of court as wholly meritless & unsubstantiated because it will allow them to appeal the case faster pic.twitter.com/AgyKMYNhOr— Jeremy Diamond (@JDiamond1) November 22, 2020 Biden fékk um 81.000 fleiri atkvæði en Trump í Pennsylvaníu. Staðfesta á úrslitin formlega þar á morgun. Málsókn framboðs Trump byggðist á því að eftirlitsmenn þess hefðu ekki fengið nægilegan aðgang að talningu hátt í sjö hundruð þúsund póstatkvæða. Því sagðist framboðið telja atkvæðin „ólögleg“. Svikabrigsl í Georgíu þrátt fyrir endurtalningu Í Georgíu var sigur Joe Biden staðfestur eftir endurtalningu atkvæða á föstudag. Engu að síður hefur Trump-framboðið nú farið fram á aðra endurtalningu sem nær útilokað er að hafi nokkur áhrif á úrslitin. Í yfirlýsingu sagði framboðið að endurtalningin yrði þó ekkert nema „svikamylla“ nema að bornar yrði saman undirskriftir kjósenda þegar þeir greiddu atkvæði annars vegar og á kjörskrá hins vegar. Það var þegar gert við fyrri talningar atkvæðanna. Einn lögmanna Trump-framboðsins hélt því fram í sjónvarpsviðtali að Brian Kemp, ríkisstjóra Georgíu og repúblikana, sem skrifaði undir staðfestingu kosningaúrslitanna á föstudag hefði verið mútað af framleiðendum kosningavéla. Just to sum this up, Powell says Brian Kemp, the GOP governor of GA and major Trump ally, has been bribed by a voting machine company that she has said is a front for Hugo Chavez and Venezuela to rig the election on behalf of Joe Biden. https://t.co/mccSoNLjPi— Ben Jacobs (@Bencjacobs) November 22, 2020 Framboðið hefur haldið uppi framandlegum samsæriskenningum um að vélarnar hafi á einhvern hátt „breytt“ atkvæðum Trump í atkvæði til Biden og að það hafi verið liður í samsæri á vegum Hugo Chavez, fyrrverandi forseta Venesúela, um að hagræða úrslitunum fyrir Biden. Chavez hefur verið látinn í sjö ár og engin tengsl eru á milli fyrirtækjanna og stjórnvalda í Venesúela. Trump hunsar bónir þingmanna Eftir að máli Trump í Pennsylvaníu var vísað frá stigu nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins fram og þrýstu á hann að viðurkenna loks úrslit kosninganna. Pat Toomey, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Pennsylvaníu, sagði niðurstöðuna útiloka möguleikann á að Trump vinni sigur í ríkinu fyrir dómstólum og hvatti forsetann til að viðurkenna úrslitin. Liz Cheney, einn leiðtoga flokksins í fulltrúadeild þingsins, bað Trump um að virða „helgi kosninganna“ ef hann næði ekki árangri fyrir dómstólum. Trump lét þau hvatningarorð sér þó sem vind um eyru þjóta. Í röð tísta í gærkvöldi sat hann fastur við sinn keip. Fullyrti hann ranglega að „rannsakendur“ hans hefðu fundið hundruð þúsunda „sviksamlegra“ atkvæða sem dygðu til að breyta úrslitum í að minnsta kosti fjórum ríkjum og þar með kosningunum í heild. „Vonandi munu dómstólar og/eða þingin hafa HUGREKKI til að gera það sem þarf að gera til að viðhalda heilindum kosninganna okkar og Bandaríkjanna sjálfra. HEIMURINN FYLGIST MEÐ!!!“ tísti forsetinn. Why is Joe Biden so quickly forming a Cabinet when my investigators have found hundreds of thousands of fraudulent votes, enough to “flip” at least four States, which in turn is more than enough to win the Election? Hopefully the Courts and/or Legislatures will have....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 22, 2020 ....the COURAGE to do what has to be done to maintain the integrity of our Elections, and the United States of America itself. THE WORLD IS WATCHING!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 22, 2020 Kallaði hann þar með berum orðum eftir því að ríkisþing þar sem repúblikanar fara með meirihluta taki fram fyrir hendurnar á kjósendum og velji kjörmenn til að greiða honum atkvæði í stað Biden. Það hefur verið kjarni tilrauna Trump og bandamanna hans til að snúa við úrslitum kosninganna. Þær byggja á hæpnum lagalegum grunni og er afar ólíkleg til að bera árangur. Leiðtogar repúblikana í Michigan, sem Biden sigraði með meira en 150.000 atkvæðum, komu til fundar við Trump í Hvíta húsinu á föstudag. Eftir fundinn sögðust þeir ekki hafa séð neinar upplýsingar sem gætu snúið við úrslitum kosninganna þar. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Tilraunir Trump til að breyta úrslitum stranda á Georgíu og Michigan Langsóttar tilraunir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, til að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði urðu fyrir enn einum áföllunum í gær. 21. nóvember 2020 09:38 Fordæma aðfarir Trump sem „ólýðræðislegar“ Tveir öldungadeildarþingmenn úr Repúblikanaflokki Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, gagnrýna harðlega „ólýðræðislegar“ tilraunir hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði. 20. nóvember 2020 14:33 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Alríkisdómari í Pennsylvaníu vísaði frá málsókn framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, vegna forsetakosninganna þar í gær. Framboðið fór fram á aðra endurtalningu atkvæða í Georgíu þrátt fyrir að handtalning hafi þegar staðfest að Joe Biden, frambjóðandi demókrata, hafi farið með sigur af hólmi þar. Ekkert lát er á tilraunum Trump forseta og bandamanna hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði 3. nóvember. Enn heldur hann því fram að hann hafi í raun unnið og að hann hafi verið fórnarlamb stórfelldra kosningasvika. Máli hans í Pennsylvaníu var vísað frá í gær vegna þess að dómari þar taldi að lögmenn forsetans hefðu aðeins lagt fram „stirð lagarök án staðreynda og ásakanir sem byggjast á tilgátum“. Reuters-fréttastofan segir að Matthew Brann, dómarinn í málinu, sé repúblikani en hafi verið skipaður af Barack Obama, fyrrverandi forseta. Fór Brann hörðum orðum um málsóknina sem hann líkti við „skrímsli Frankenstein“. Krafa framboðs Trump hafi falið í sér að um sjö milljónir manna yrðu sviptar atkvæðarétti sínum. „Maður byggist við því að þegar hann sækist eftir svo sláandi útkomu kæmi stefnandi þungvopnaður knýjandi lagarökum og efnislegum sönnunum fyrir víðtækri spillingu. Það hefur ekki gerst,“ sagði í áliti Brann sem vísaði málinu varanlega frá dómnum. Framboðið boðaði strax áfrýjun til alríkisáfrýjunardómstóls í yfirlýsingu sem það sendi frá sér. Fagnaði það að niðurstaðan hefði fengist hratt því málið kæmist þannig fyrr fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Trump, var skrifaður fyrir yfirlýsingunni. In which the Trump campaign's lawyers say they are "thankful" a federal judge laughed their claims out of court as wholly meritless & unsubstantiated because it will allow them to appeal the case faster pic.twitter.com/AgyKMYNhOr— Jeremy Diamond (@JDiamond1) November 22, 2020 Biden fékk um 81.000 fleiri atkvæði en Trump í Pennsylvaníu. Staðfesta á úrslitin formlega þar á morgun. Málsókn framboðs Trump byggðist á því að eftirlitsmenn þess hefðu ekki fengið nægilegan aðgang að talningu hátt í sjö hundruð þúsund póstatkvæða. Því sagðist framboðið telja atkvæðin „ólögleg“. Svikabrigsl í Georgíu þrátt fyrir endurtalningu Í Georgíu var sigur Joe Biden staðfestur eftir endurtalningu atkvæða á föstudag. Engu að síður hefur Trump-framboðið nú farið fram á aðra endurtalningu sem nær útilokað er að hafi nokkur áhrif á úrslitin. Í yfirlýsingu sagði framboðið að endurtalningin yrði þó ekkert nema „svikamylla“ nema að bornar yrði saman undirskriftir kjósenda þegar þeir greiddu atkvæði annars vegar og á kjörskrá hins vegar. Það var þegar gert við fyrri talningar atkvæðanna. Einn lögmanna Trump-framboðsins hélt því fram í sjónvarpsviðtali að Brian Kemp, ríkisstjóra Georgíu og repúblikana, sem skrifaði undir staðfestingu kosningaúrslitanna á föstudag hefði verið mútað af framleiðendum kosningavéla. Just to sum this up, Powell says Brian Kemp, the GOP governor of GA and major Trump ally, has been bribed by a voting machine company that she has said is a front for Hugo Chavez and Venezuela to rig the election on behalf of Joe Biden. https://t.co/mccSoNLjPi— Ben Jacobs (@Bencjacobs) November 22, 2020 Framboðið hefur haldið uppi framandlegum samsæriskenningum um að vélarnar hafi á einhvern hátt „breytt“ atkvæðum Trump í atkvæði til Biden og að það hafi verið liður í samsæri á vegum Hugo Chavez, fyrrverandi forseta Venesúela, um að hagræða úrslitunum fyrir Biden. Chavez hefur verið látinn í sjö ár og engin tengsl eru á milli fyrirtækjanna og stjórnvalda í Venesúela. Trump hunsar bónir þingmanna Eftir að máli Trump í Pennsylvaníu var vísað frá stigu nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins fram og þrýstu á hann að viðurkenna loks úrslit kosninganna. Pat Toomey, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Pennsylvaníu, sagði niðurstöðuna útiloka möguleikann á að Trump vinni sigur í ríkinu fyrir dómstólum og hvatti forsetann til að viðurkenna úrslitin. Liz Cheney, einn leiðtoga flokksins í fulltrúadeild þingsins, bað Trump um að virða „helgi kosninganna“ ef hann næði ekki árangri fyrir dómstólum. Trump lét þau hvatningarorð sér þó sem vind um eyru þjóta. Í röð tísta í gærkvöldi sat hann fastur við sinn keip. Fullyrti hann ranglega að „rannsakendur“ hans hefðu fundið hundruð þúsunda „sviksamlegra“ atkvæða sem dygðu til að breyta úrslitum í að minnsta kosti fjórum ríkjum og þar með kosningunum í heild. „Vonandi munu dómstólar og/eða þingin hafa HUGREKKI til að gera það sem þarf að gera til að viðhalda heilindum kosninganna okkar og Bandaríkjanna sjálfra. HEIMURINN FYLGIST MEÐ!!!“ tísti forsetinn. Why is Joe Biden so quickly forming a Cabinet when my investigators have found hundreds of thousands of fraudulent votes, enough to “flip” at least four States, which in turn is more than enough to win the Election? Hopefully the Courts and/or Legislatures will have....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 22, 2020 ....the COURAGE to do what has to be done to maintain the integrity of our Elections, and the United States of America itself. THE WORLD IS WATCHING!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 22, 2020 Kallaði hann þar með berum orðum eftir því að ríkisþing þar sem repúblikanar fara með meirihluta taki fram fyrir hendurnar á kjósendum og velji kjörmenn til að greiða honum atkvæði í stað Biden. Það hefur verið kjarni tilrauna Trump og bandamanna hans til að snúa við úrslitum kosninganna. Þær byggja á hæpnum lagalegum grunni og er afar ólíkleg til að bera árangur. Leiðtogar repúblikana í Michigan, sem Biden sigraði með meira en 150.000 atkvæðum, komu til fundar við Trump í Hvíta húsinu á föstudag. Eftir fundinn sögðust þeir ekki hafa séð neinar upplýsingar sem gætu snúið við úrslitum kosninganna þar.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Tilraunir Trump til að breyta úrslitum stranda á Georgíu og Michigan Langsóttar tilraunir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, til að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði urðu fyrir enn einum áföllunum í gær. 21. nóvember 2020 09:38 Fordæma aðfarir Trump sem „ólýðræðislegar“ Tveir öldungadeildarþingmenn úr Repúblikanaflokki Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, gagnrýna harðlega „ólýðræðislegar“ tilraunir hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði. 20. nóvember 2020 14:33 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Tilraunir Trump til að breyta úrslitum stranda á Georgíu og Michigan Langsóttar tilraunir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, til að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði urðu fyrir enn einum áföllunum í gær. 21. nóvember 2020 09:38
Fordæma aðfarir Trump sem „ólýðræðislegar“ Tveir öldungadeildarþingmenn úr Repúblikanaflokki Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, gagnrýna harðlega „ólýðræðislegar“ tilraunir hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði. 20. nóvember 2020 14:33