Kalla eftir því að borgarar séu verndaðir í Eþíópíu Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2020 12:55 Skjáskot úr frétte ríkismiðils Eþíópíu sem sýnir stjórnarhermenn í Tigrayhéraði. AP/Ethiopian News Agency Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að yfirvöld í Eþíópíu tryggi öryggi almennra borgara í Tigrayhéraði, þar sem stjórnarherinn ætlar að ráðast á borgina Mekelle, höfuðborg héraðsins. Frelsishreyfingu Tigray, sem stjórnar héraðinu, fékk í gær þriggja daga frest til að gefast upp. Erfiðlega hefur gengið að sannreyna fregnir af svæðinu þar sem lokað hefur verið fyrir síma og netsamband þar og aðgangur blaðamanna takmarkaður en samkvæmt frétt BBC er talið að hundruð hafi fallið í átökunum og þúsundir hafi þurft að flýja heimili sín. Nú þegar hafa minnst 33 þúsund flúið til Súdan. Herinn hefur varað um 500 þúsund íbúa borgarinnar Mekelle við því að hún verði umkringd og mögulegar stórskotaliðsárásir muni eiga sér stað. Sjá einnig: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Átökin hófust í ummhafi nóvember en deilur ríkisstjórnar Eþíópíu og Frelsishreyfingar Tigray, sem fer með stjórn í héraðinu og stjórnaði áður landinu öllu. Abiy Ahmed, forsætisráðherra landsins sem fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra vegna friðarsamnings hans Eþíópíu og Erítreu, skipaði hernum þann 4. nóvember að hefja sókn gegn Tigray. Sakaði hann Frelsishreyfinguna um að hafa gert árás á herstöð á svæðinu og stela vopnum. Því hafna forsvarsmenn Frelsishreyfingarinnar. Það hefur þó stefnt í deilur um mánaða skeið. Íbúar Tigray á flótta til Súdan.AP/Nariman El-Mofty Spennan hefur magnast Mikil spenna hefur verið á milli Frelsishreyfingarinnar og Abiy frá því sá síðarnefndi tók við völdum árið 2018, í kjölfar umfangsmikilla mótmæla. Þá voru voru ráðmenn og embættismenn sem tilheyra Tigrayfólkinu reknir úr störfum og margir voru sóttir til saka vegna ásakana um spillingu. Spennuna má rekja til ýmissa annarra deilna og þá kannski sérstaklega til þess að Abiy frestaði kosningum fyrr á árinu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Eftir að forsætisráðherrann frestaði kosningum sögðu ráðamenn í Tigray hann umboðslausan og héldu samt þingkosningar í september. Það féll ekki í kramið í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, og samþykktu þingmenn þar í október að takmarka opinbert fjármagn sem færi til Tigray. Abyi hefur lagt mikla áherslu á að auka miðstýringu í Eþíópíu og þar með draga úr völdum héraðsstjórna. Ráðamenn í Tigray hafa berist gegn því og forsvarsmenn annarra héraða og þjóðarhópa hafa lýst yfir áhyggjum af viðleitni Abyi. Alþjóðlegir aðilar eins og Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið og Afríkusambandið hafa kallað eftir friðarviðræðum en þau áköll hafa ekki skilað árangri. Í skilaboðum til blaðamanns Reuters fréttaveitunnar segir Debretsion Gebremichael, leiðtogi Frelsishreyfingarinnar, að þeir muni berjast til hins síðasta fyrir sjálfstjórnarrétti þeirra. Hann heldur því einnig fram að sveitir hreyfingarinnar hafi stöðvað sókn stjórnarhersins. Sögufrægar minjar í hættu Yfirvöld í Eþíópíu saka Frelsishreyfinguna um að hafa gert árásir á flugvöllinn í Aksum, sem er tiltölulega skammt frá Mekelle og er mjög vinsæll ferðamannastaður og á minjaskrá UNESCO. Þar eru fornar rústir og broddsúlur frá fjórðu öld frá gullöld Axumiteveldisins. Þjóðsögur segja að drottningin Shepa hafi búið í Axum og að kirkjan í bænum hafi eitt sinn hýst Sáttmálsörkina. Eþíópía Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að yfirvöld í Eþíópíu tryggi öryggi almennra borgara í Tigrayhéraði, þar sem stjórnarherinn ætlar að ráðast á borgina Mekelle, höfuðborg héraðsins. Frelsishreyfingu Tigray, sem stjórnar héraðinu, fékk í gær þriggja daga frest til að gefast upp. Erfiðlega hefur gengið að sannreyna fregnir af svæðinu þar sem lokað hefur verið fyrir síma og netsamband þar og aðgangur blaðamanna takmarkaður en samkvæmt frétt BBC er talið að hundruð hafi fallið í átökunum og þúsundir hafi þurft að flýja heimili sín. Nú þegar hafa minnst 33 þúsund flúið til Súdan. Herinn hefur varað um 500 þúsund íbúa borgarinnar Mekelle við því að hún verði umkringd og mögulegar stórskotaliðsárásir muni eiga sér stað. Sjá einnig: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Átökin hófust í ummhafi nóvember en deilur ríkisstjórnar Eþíópíu og Frelsishreyfingar Tigray, sem fer með stjórn í héraðinu og stjórnaði áður landinu öllu. Abiy Ahmed, forsætisráðherra landsins sem fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra vegna friðarsamnings hans Eþíópíu og Erítreu, skipaði hernum þann 4. nóvember að hefja sókn gegn Tigray. Sakaði hann Frelsishreyfinguna um að hafa gert árás á herstöð á svæðinu og stela vopnum. Því hafna forsvarsmenn Frelsishreyfingarinnar. Það hefur þó stefnt í deilur um mánaða skeið. Íbúar Tigray á flótta til Súdan.AP/Nariman El-Mofty Spennan hefur magnast Mikil spenna hefur verið á milli Frelsishreyfingarinnar og Abiy frá því sá síðarnefndi tók við völdum árið 2018, í kjölfar umfangsmikilla mótmæla. Þá voru voru ráðmenn og embættismenn sem tilheyra Tigrayfólkinu reknir úr störfum og margir voru sóttir til saka vegna ásakana um spillingu. Spennuna má rekja til ýmissa annarra deilna og þá kannski sérstaklega til þess að Abiy frestaði kosningum fyrr á árinu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Eftir að forsætisráðherrann frestaði kosningum sögðu ráðamenn í Tigray hann umboðslausan og héldu samt þingkosningar í september. Það féll ekki í kramið í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, og samþykktu þingmenn þar í október að takmarka opinbert fjármagn sem færi til Tigray. Abyi hefur lagt mikla áherslu á að auka miðstýringu í Eþíópíu og þar með draga úr völdum héraðsstjórna. Ráðamenn í Tigray hafa berist gegn því og forsvarsmenn annarra héraða og þjóðarhópa hafa lýst yfir áhyggjum af viðleitni Abyi. Alþjóðlegir aðilar eins og Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið og Afríkusambandið hafa kallað eftir friðarviðræðum en þau áköll hafa ekki skilað árangri. Í skilaboðum til blaðamanns Reuters fréttaveitunnar segir Debretsion Gebremichael, leiðtogi Frelsishreyfingarinnar, að þeir muni berjast til hins síðasta fyrir sjálfstjórnarrétti þeirra. Hann heldur því einnig fram að sveitir hreyfingarinnar hafi stöðvað sókn stjórnarhersins. Sögufrægar minjar í hættu Yfirvöld í Eþíópíu saka Frelsishreyfinguna um að hafa gert árásir á flugvöllinn í Aksum, sem er tiltölulega skammt frá Mekelle og er mjög vinsæll ferðamannastaður og á minjaskrá UNESCO. Þar eru fornar rústir og broddsúlur frá fjórðu öld frá gullöld Axumiteveldisins. Þjóðsögur segja að drottningin Shepa hafi búið í Axum og að kirkjan í bænum hafi eitt sinn hýst Sáttmálsörkina.
Eþíópía Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira