Segir að íþróttastarf hér á landi verði í skugga faraldursins fram eftir næsta ári Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. nóvember 2020 18:45 Runólfur Pálsson ræddi við Gaupa fyrr í dag. Vísir/Sigurjón Guðni Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Landspítalans, sem COVID-göngudeildin er hluti af, telur að íþróttastarf hér á landi verði í skugga kórónufaraldursins fram eftir 2021. Hann ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Farið var yfir víðan völl, Runólfur segir tölfræðina sanna að litlar líkur séu á smiti í afreksíþróttum á borð við fótbolta, körfubolta og handbolta. Hann telur að áframhaldandi bann við íþróttum geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir íþróttafólk hér á landi og segir mikilvægt að veita ákveðnum hópum undanþágur ef veiran verði enn á kreiki þegar fram líða stundir. Viðtal Gaupa við Runólf má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Það fer eftir því hvernig á það er litið. Ef vel er haldið á sóttvarnarráðstöfunum, það hafa þessi sambönd gert [Alþjóða knattspyrnu-, körfuknattleiks- og handknattleiks], það hefur verið lögð gríðarleg vinna í að skipuleggja sóttvarnaraðgerðir til að lágmarka möguleika á dreifingu smits. Þá get ég tekið undir það. Á hinn bóginn þá vitum við það að hópamyndun og nálægð milli fólks fylgir smithætta. Það er svo sannarlega fyrir hendi í þessum hópíþróttum,“ sagði Runólfur aðspurður hvort hann gæti tekið undir þá staðreynd að það væru hverfandi líkur á að kórónuveiran smitist manna á milli er kappleikir eiga sér stað. Hann hélt svo áfram. „Þess vegna ganga aðgerðir út á ráðstafanir til að minnka smithættu og dreifingu smits. Ég verð að segja að það hefur tekist vel.“ Hér á landi eru almenningsíþróttir og afreksstarf sett undir sama hatt „Við erum að vissu leyti frábrugðin öðrum þjóðum hvað þetta snertir. Það er margt sem þarf að taka afstöðu til þegar ákvarðanir eru teknar og reglur settar í þessu efni. Það þarf líka að taka tillit til aðstæðna í viðkomandi landi. Við höfum – þá sérstaklega núna nýlega – verið í mjög þröngri stöðu í viðureigninni við faraldurinn, sérstaklega í tengslum við hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti. Landspítalinn fór á neyðarstig og þá máttum við ekki við neinum umtalsverðum hópsýkingum út í samfélaginu.“ „Sóttvarnar- og heilbrigðisyfirvöld verða að meta hverjar aðstæður eru á á hverjum tíma í því landi er ræðir. Þegar um skipulagðar aðgerðir er að ræða til að koma í veg fyrir dreifingu smits, eins og hefur verið í þessum afreksíþróttagreinum, þá finnst mér þetta ekki eiga heima undir sama hætti.“ Ég kom inná það í viðtali um daginn að ég væri ekki vísindamaður heldur körfubolta þjálfari. Hér eru hinsvegar 2 heiðursvísindamenn við Landspítalann að tjá sig.Nú er tíminn naumur, opnið á æfingar & keppni 2. Des#korfubolti #handbolti #fotbolti https://t.co/pmdlhStCZ5— Arnar Gudjonsson (@ArnarGud) November 23, 2020 „Í almenningsíþróttum reiðum við okkur á hvern og einn einstakling, að hann sinni persónubundnum sóttvörnum. Miðað við hvernig þetta mál hefur verið lagt upp, hversu strangt regluverk hefur verið sett upp í kringum afreksíþróttirnar og hver árangurinn hefur verið þá finnst mér ekki hægt að setja þetta undir sama hátt.“ „Við höfum verið að læra hvernig á að fást við þennan faraldur og okkur hefur sannarlega tekist vel til hér á landi. Að sama skapi hefur það haft miklar og alvarlegar afleiðingar fyrir ýmsa þætti samfélagsins, þar á meðal íþróttastarf og afreksíþróttir.“ Um tuttugu smituðust eftir æfingu hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs í upphafi októbermánaðar. Runólfur tók fram að hann gæti ekki sett hnefaleika í sama flokk og boltaíþróttir á við fótbolta, handbolta og körfubolta. „Nándin er það mikil í hnefaleikakeppni að maður myndi ætla að smithætta væri meiri þar. En ég þekki ekki hvaða ráðstafanir voru gerðar til að koma í veg fyrir smit í því tilliti. Að öðru leyti þekki ég ekki til umtalsverðra sýkinga eða dreifingu á smiti í tengslum við afreksíþróttir.“ Horfa þarf til næsta árs „Við höfum miklar væntingar til bóluefnis sem er sagt vera á næsta leyti en það er ekkert fast í hendi með það. Það má búast við því að íþróttastarfið verði í skugga faraldursins fram eftir árinu. Þá er þetta orðið það langdregið að við erum að tala um mjög alvarlegar afleiðingar fyrir íþróttafólkið. Það dregst aftur úr íþróttamönnum í öðrum löndum, innviðir félaga og sambanda veikjast. Fjárhagurinn riðlast án efa þannig að þetta getur haft mjög slæmar afleiðingar.“ „Við verðum að vega og meta áhættuna hverju sinni, ef við teljum hana litla miðað við þá þekkingu sem við höfum. Þá held ég að við eigum að veita undanþágu í þessu tilliti. Þetta snýst allt um undanþágur. Þær hafa gefist mjög vel fyrir okkur og þetta snýst um að veita undanþágu þar sem möguleiki er þar sem áhættan hefur verið lágmörkuð með kröftugum sóttvarnaraðgerðum.“ Úr leik Vals og Breiðabliks að Hlíðarenda í sumar.Vísir/Hulda Margrét Varðandi sóttvarnir KSÍ í sumar „KSÍ lagði mikla vinnu í þetta mál og vann þetta regluverk í samvinnu við sóttvarnalækni. Ég tel að það hafi tekist mjög vel til. Síðan þegar faraldurinn fór á flug þá treystu yfirvöld sér ekki til að reyða sig alfarið á þetta. Töldu þau að við þyrftum að bregðast við mjög kröftuglega, sem var gert með ágætis árangri. Í ljósi reynslunnar erlendis, og þeirra takmörkuðu reynslu sem við höfðum hér fyrr á árinu, held ég að við verðum að endurskoða þetta mál.“ „Það sem ég tel að verði að gerast núna er að ég tel að það verði að eiga sér stað samráð milli íþróttahreyfingarinnar og sóttvarnar- og heilbrigðis yfirvalda. Það þarf ítarlega skoðun á málinu, með því að nýta fyrirliggjandi gögn sem og þekkingu erlendis frá. Þá held ég að menn geti komist að niðurstöðu sem hægt er að verða sáttur við ef hún byggir á þeirri þekkingu sem við höfum. Ég bind sjálfur miklar vonir við að það verði hægt að veita frekari undanþágur en gert hefur verið til þessa,“ sagði Runólfur að endingu. Klippa: Runólfur telur að það megi búast við því að íþróttastarf hér á landi verði í skugga COVID fram eftir næsta ári Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Íslenski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir „Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla, segir að nú sé kominn tími til að opna íþróttahúsin og leyfa afreksíþróttafólki landsins að æfa. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. 17. nóvember 2020 19:00 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sjá meira
Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Landspítalans, sem COVID-göngudeildin er hluti af, telur að íþróttastarf hér á landi verði í skugga kórónufaraldursins fram eftir 2021. Hann ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Farið var yfir víðan völl, Runólfur segir tölfræðina sanna að litlar líkur séu á smiti í afreksíþróttum á borð við fótbolta, körfubolta og handbolta. Hann telur að áframhaldandi bann við íþróttum geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir íþróttafólk hér á landi og segir mikilvægt að veita ákveðnum hópum undanþágur ef veiran verði enn á kreiki þegar fram líða stundir. Viðtal Gaupa við Runólf má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Það fer eftir því hvernig á það er litið. Ef vel er haldið á sóttvarnarráðstöfunum, það hafa þessi sambönd gert [Alþjóða knattspyrnu-, körfuknattleiks- og handknattleiks], það hefur verið lögð gríðarleg vinna í að skipuleggja sóttvarnaraðgerðir til að lágmarka möguleika á dreifingu smits. Þá get ég tekið undir það. Á hinn bóginn þá vitum við það að hópamyndun og nálægð milli fólks fylgir smithætta. Það er svo sannarlega fyrir hendi í þessum hópíþróttum,“ sagði Runólfur aðspurður hvort hann gæti tekið undir þá staðreynd að það væru hverfandi líkur á að kórónuveiran smitist manna á milli er kappleikir eiga sér stað. Hann hélt svo áfram. „Þess vegna ganga aðgerðir út á ráðstafanir til að minnka smithættu og dreifingu smits. Ég verð að segja að það hefur tekist vel.“ Hér á landi eru almenningsíþróttir og afreksstarf sett undir sama hatt „Við erum að vissu leyti frábrugðin öðrum þjóðum hvað þetta snertir. Það er margt sem þarf að taka afstöðu til þegar ákvarðanir eru teknar og reglur settar í þessu efni. Það þarf líka að taka tillit til aðstæðna í viðkomandi landi. Við höfum – þá sérstaklega núna nýlega – verið í mjög þröngri stöðu í viðureigninni við faraldurinn, sérstaklega í tengslum við hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti. Landspítalinn fór á neyðarstig og þá máttum við ekki við neinum umtalsverðum hópsýkingum út í samfélaginu.“ „Sóttvarnar- og heilbrigðisyfirvöld verða að meta hverjar aðstæður eru á á hverjum tíma í því landi er ræðir. Þegar um skipulagðar aðgerðir er að ræða til að koma í veg fyrir dreifingu smits, eins og hefur verið í þessum afreksíþróttagreinum, þá finnst mér þetta ekki eiga heima undir sama hætti.“ Ég kom inná það í viðtali um daginn að ég væri ekki vísindamaður heldur körfubolta þjálfari. Hér eru hinsvegar 2 heiðursvísindamenn við Landspítalann að tjá sig.Nú er tíminn naumur, opnið á æfingar & keppni 2. Des#korfubolti #handbolti #fotbolti https://t.co/pmdlhStCZ5— Arnar Gudjonsson (@ArnarGud) November 23, 2020 „Í almenningsíþróttum reiðum við okkur á hvern og einn einstakling, að hann sinni persónubundnum sóttvörnum. Miðað við hvernig þetta mál hefur verið lagt upp, hversu strangt regluverk hefur verið sett upp í kringum afreksíþróttirnar og hver árangurinn hefur verið þá finnst mér ekki hægt að setja þetta undir sama hátt.“ „Við höfum verið að læra hvernig á að fást við þennan faraldur og okkur hefur sannarlega tekist vel til hér á landi. Að sama skapi hefur það haft miklar og alvarlegar afleiðingar fyrir ýmsa þætti samfélagsins, þar á meðal íþróttastarf og afreksíþróttir.“ Um tuttugu smituðust eftir æfingu hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs í upphafi októbermánaðar. Runólfur tók fram að hann gæti ekki sett hnefaleika í sama flokk og boltaíþróttir á við fótbolta, handbolta og körfubolta. „Nándin er það mikil í hnefaleikakeppni að maður myndi ætla að smithætta væri meiri þar. En ég þekki ekki hvaða ráðstafanir voru gerðar til að koma í veg fyrir smit í því tilliti. Að öðru leyti þekki ég ekki til umtalsverðra sýkinga eða dreifingu á smiti í tengslum við afreksíþróttir.“ Horfa þarf til næsta árs „Við höfum miklar væntingar til bóluefnis sem er sagt vera á næsta leyti en það er ekkert fast í hendi með það. Það má búast við því að íþróttastarfið verði í skugga faraldursins fram eftir árinu. Þá er þetta orðið það langdregið að við erum að tala um mjög alvarlegar afleiðingar fyrir íþróttafólkið. Það dregst aftur úr íþróttamönnum í öðrum löndum, innviðir félaga og sambanda veikjast. Fjárhagurinn riðlast án efa þannig að þetta getur haft mjög slæmar afleiðingar.“ „Við verðum að vega og meta áhættuna hverju sinni, ef við teljum hana litla miðað við þá þekkingu sem við höfum. Þá held ég að við eigum að veita undanþágu í þessu tilliti. Þetta snýst allt um undanþágur. Þær hafa gefist mjög vel fyrir okkur og þetta snýst um að veita undanþágu þar sem möguleiki er þar sem áhættan hefur verið lágmörkuð með kröftugum sóttvarnaraðgerðum.“ Úr leik Vals og Breiðabliks að Hlíðarenda í sumar.Vísir/Hulda Margrét Varðandi sóttvarnir KSÍ í sumar „KSÍ lagði mikla vinnu í þetta mál og vann þetta regluverk í samvinnu við sóttvarnalækni. Ég tel að það hafi tekist mjög vel til. Síðan þegar faraldurinn fór á flug þá treystu yfirvöld sér ekki til að reyða sig alfarið á þetta. Töldu þau að við þyrftum að bregðast við mjög kröftuglega, sem var gert með ágætis árangri. Í ljósi reynslunnar erlendis, og þeirra takmörkuðu reynslu sem við höfðum hér fyrr á árinu, held ég að við verðum að endurskoða þetta mál.“ „Það sem ég tel að verði að gerast núna er að ég tel að það verði að eiga sér stað samráð milli íþróttahreyfingarinnar og sóttvarnar- og heilbrigðis yfirvalda. Það þarf ítarlega skoðun á málinu, með því að nýta fyrirliggjandi gögn sem og þekkingu erlendis frá. Þá held ég að menn geti komist að niðurstöðu sem hægt er að verða sáttur við ef hún byggir á þeirri þekkingu sem við höfum. Ég bind sjálfur miklar vonir við að það verði hægt að veita frekari undanþágur en gert hefur verið til þessa,“ sagði Runólfur að endingu. Klippa: Runólfur telur að það megi búast við því að íþróttastarf hér á landi verði í skugga COVID fram eftir næsta ári
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Íslenski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir „Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla, segir að nú sé kominn tími til að opna íþróttahúsin og leyfa afreksíþróttafólki landsins að æfa. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. 17. nóvember 2020 19:00 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sjá meira
„Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla, segir að nú sé kominn tími til að opna íþróttahúsin og leyfa afreksíþróttafólki landsins að æfa. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. 17. nóvember 2020 19:00