Segir að aðrir tennisleikarar hafi gert grín að sér fyrir að ráða konu sem þjálfara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2020 10:32 Amelie Mauresmo þjálfaði Andy Murray í tvö ár. getty/Michael Dodge Skoski tenniskappinn Andy Murray segir að aðrir tennisleikarar og þjálfarar þeirra hafi gert grín að sér fyrir að ráða konu sem þjálfara. Sumarið 2014 réði Murray hina frönsku Amelie Mauresmo sem þjálfara sinn eftir að leiðir hans og Ivan Lendl skildu. Ráðningin vakti mikla athygli enda ekki algengt að kona þjálfi karl í tennis. Murray segist hafa fengið mikil viðbrögð við ráðningunni frá kollegum sínum, ekki öll jákvæð. „Þegar fréttir bárust af því að ég væri að íhuga að ráða konu fékk ég skilaboð frá öðrum tennisleikurum eins og: „ég trúi ekki að þú sért að spila þennan leik með fjölmiðlum. Á morgun ættirðu að segja að þú værir að hugsa um að vinna með hundi“ og fleira í þeim dúr,“ sagði Murray í þættinum Driving Force á Sky Sports þar sem fjallar er um afrekskonur í íþróttum. „Mér var brugðið. Ég hafði aldrei upplifað neitt slíkt áður því ég hafði aldrei unnið áður með konu. Síðan jókst þetta bara. Hún mætti andstöðu.“ Murray sagði að Mauresmo hafi fengið mun harðari gagnrýni en aðrir þjálfarar hans. „Þegar ég tapaði leik setti enginn út á þjálfarann minn. Venjulega er það spilarinn sjálfur sem er gagnrýndur. En sú var ekki raunin þegar ég vann með Amelie,“ sagði Murray. „Stærsta eftirsjáin er að hafa ekki unnið risamót með henni en það var litið á það eins og hún hefði brugðist mér. Ef það var þannig hafa allir þjálfarar mínir nema einn brugðist mér. Mér fannst hún fá harkalega gagnrýni bara út af því að hún er kona.“ Murray og Mauresmo unnu saman í tvö ár en á þeim tíma komst hann m.a. í 2. sæti heimslistans í tennis. Mauresmo var ein af bestu tenniskonum heims á sínum tíma, komst í efsta sæti heimslistans og vann tvö risamót á ferlinum. Tennis Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Manchester United | Erkifjendur mætast í vetrarríki ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppliðið heimsækir meistarana sem eru við botninn Martin glímir við meiðsli í hásin Amorim segir leikmenn sína hrædda Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Allt er fertugum LeBron fært „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ Díana Dögg öflug í sigri Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Sjá meira
Skoski tenniskappinn Andy Murray segir að aðrir tennisleikarar og þjálfarar þeirra hafi gert grín að sér fyrir að ráða konu sem þjálfara. Sumarið 2014 réði Murray hina frönsku Amelie Mauresmo sem þjálfara sinn eftir að leiðir hans og Ivan Lendl skildu. Ráðningin vakti mikla athygli enda ekki algengt að kona þjálfi karl í tennis. Murray segist hafa fengið mikil viðbrögð við ráðningunni frá kollegum sínum, ekki öll jákvæð. „Þegar fréttir bárust af því að ég væri að íhuga að ráða konu fékk ég skilaboð frá öðrum tennisleikurum eins og: „ég trúi ekki að þú sért að spila þennan leik með fjölmiðlum. Á morgun ættirðu að segja að þú værir að hugsa um að vinna með hundi“ og fleira í þeim dúr,“ sagði Murray í þættinum Driving Force á Sky Sports þar sem fjallar er um afrekskonur í íþróttum. „Mér var brugðið. Ég hafði aldrei upplifað neitt slíkt áður því ég hafði aldrei unnið áður með konu. Síðan jókst þetta bara. Hún mætti andstöðu.“ Murray sagði að Mauresmo hafi fengið mun harðari gagnrýni en aðrir þjálfarar hans. „Þegar ég tapaði leik setti enginn út á þjálfarann minn. Venjulega er það spilarinn sjálfur sem er gagnrýndur. En sú var ekki raunin þegar ég vann með Amelie,“ sagði Murray. „Stærsta eftirsjáin er að hafa ekki unnið risamót með henni en það var litið á það eins og hún hefði brugðist mér. Ef það var þannig hafa allir þjálfarar mínir nema einn brugðist mér. Mér fannst hún fá harkalega gagnrýni bara út af því að hún er kona.“ Murray og Mauresmo unnu saman í tvö ár en á þeim tíma komst hann m.a. í 2. sæti heimslistans í tennis. Mauresmo var ein af bestu tenniskonum heims á sínum tíma, komst í efsta sæti heimslistans og vann tvö risamót á ferlinum.
Tennis Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Manchester United | Erkifjendur mætast í vetrarríki ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppliðið heimsækir meistarana sem eru við botninn Martin glímir við meiðsli í hásin Amorim segir leikmenn sína hrædda Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Allt er fertugum LeBron fært „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ Díana Dögg öflug í sigri Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Sjá meira